Ein nakin og annarri nauðgað Björg Magnúsdóttir skrifar 28. febrúar 2012 06:00 Ég gekk fram á kviknakinn kvenmann við Hegningarhúsið á Skólavörðustíg aðfaranótt síðasta sunnudags. Hún var ekki í neinu og pissaði standandi við þá hlið hússins sem stendur við Vegamótastíg. Tveir menn fylgdust grannt með henni þangað til mig og samferðafólk bar að. Við hvöttum hana til þess að klæða sig í föt sem lágu í kringum hana og höfðum annað augað á henni þangað til hún byrjaði að klæða sig. Ég mætti þessum kvenmanni nokkrum mínútum síðar – þá í fötum – í röð á skemmtistað. Hún var reykjandi, einsömul og í stuttbuxum og hlýrabol. Það var rigning. Á sunnudagsmorgun heyrði ég í fréttum að stúlku hefði verið nauðgað af nokkrum mönnum í húsasundi í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags. Ég tengdi þessar tvær konur ósjálfrátt saman, algjörlega ómeðvitað. Mér fannst sem þetta hlyti að vera sama konan – það að fórnarlambið hafi sprangað um nakið á Skólavörðustíg gerði glæpinn ögn skiljanlegri, ekki alveg eins viðbjóðslegan, ómennskan, ófyrirgefanlegan. En þetta var ekki sama konan. Tímasetningarnar passa ekki né heldur ástand konunnar sem kastaði af sér vatni eða það litla af frásögn fórnarlambsins sem komið hefur fram í fjölmiðlum. Auðvitað var þetta ekki sama konan. Okkur er eðlislægt að leita skýringa, hversu fáránlegar sem þær eru, til þess að reyna að skilja, útskýra og varpa ljósi á ótal þætti lífsins. Ég gerðist sek um það, eins og margir aðrir, að reyna að útskýra ófyrirgefanlegan glæp með því að skella að einhverju leyti skuldinni á fórnarlambið. Hún var of full, of dópuð, of klikkuð, of kynþokkafull, of lítið klædd, of mikið klædd, of einsömul. Hún bauð hættunni heim á einhvern hátt. Sem konan á Skólavörðustíg vissulega gerði með því að vera ótengd við þennan heim, allsber og úti á lífinu. En það að hún hafi staðið þarna nakin og pissað getur samt ekki útskýrt hvernig nokkrir karlar ákváðu að taka sig saman og troða sér leið inn í líkama kornungrar stúlku á almannafæri, í húsasundi í miðbænum. Ég skil ekki hvernig sú ákvörðun var tekin, eða kannski einmitt ekki tekin. Kannski einmitt framkvæmd í hugsunarleysi, ölæði, virðingarleysi, skilningsleysi, af illsku, ómennsku, fáfræði? Af því að þeir gátu það? Hvernig það er hægt að bera svona litla virðingu fyrir lífinu finnst mér óskiljanlegt. Og einmitt þess vegna reyndi ég samstundis og ómeðvitað að afla skýringa í hegðun fórnarlambsins - sem stenst auðvitað ekki skoðun. Mér finnst ömurlegt að vakna við þær fréttir á sunnudagsmorgni að fyrir fáeinum klukkutímum hafi nokkrir karlar nauðgað 16 ára stúlku, manni hafi verið komið fyrir í skotti á bíl og keyrður upp í Skeifu þar sem hann var laminn eða manneskja verið borin út af heimili sínu fyrir að misþyrma fjölskyldumeðlimum. Sama hversu óþolandi, klikkað eða allsbert fólk er, réttlætir það aldrei árás, misþyrmingu eða hópnauðgun. Ég lærði lexíu um helgina þó ég standi enn skilningslaus gagnvart þeirri árás sem átti sér stað í húsasundi í höfuðborginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Magnúsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ég gekk fram á kviknakinn kvenmann við Hegningarhúsið á Skólavörðustíg aðfaranótt síðasta sunnudags. Hún var ekki í neinu og pissaði standandi við þá hlið hússins sem stendur við Vegamótastíg. Tveir menn fylgdust grannt með henni þangað til mig og samferðafólk bar að. Við hvöttum hana til þess að klæða sig í föt sem lágu í kringum hana og höfðum annað augað á henni þangað til hún byrjaði að klæða sig. Ég mætti þessum kvenmanni nokkrum mínútum síðar – þá í fötum – í röð á skemmtistað. Hún var reykjandi, einsömul og í stuttbuxum og hlýrabol. Það var rigning. Á sunnudagsmorgun heyrði ég í fréttum að stúlku hefði verið nauðgað af nokkrum mönnum í húsasundi í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags. Ég tengdi þessar tvær konur ósjálfrátt saman, algjörlega ómeðvitað. Mér fannst sem þetta hlyti að vera sama konan – það að fórnarlambið hafi sprangað um nakið á Skólavörðustíg gerði glæpinn ögn skiljanlegri, ekki alveg eins viðbjóðslegan, ómennskan, ófyrirgefanlegan. En þetta var ekki sama konan. Tímasetningarnar passa ekki né heldur ástand konunnar sem kastaði af sér vatni eða það litla af frásögn fórnarlambsins sem komið hefur fram í fjölmiðlum. Auðvitað var þetta ekki sama konan. Okkur er eðlislægt að leita skýringa, hversu fáránlegar sem þær eru, til þess að reyna að skilja, útskýra og varpa ljósi á ótal þætti lífsins. Ég gerðist sek um það, eins og margir aðrir, að reyna að útskýra ófyrirgefanlegan glæp með því að skella að einhverju leyti skuldinni á fórnarlambið. Hún var of full, of dópuð, of klikkuð, of kynþokkafull, of lítið klædd, of mikið klædd, of einsömul. Hún bauð hættunni heim á einhvern hátt. Sem konan á Skólavörðustíg vissulega gerði með því að vera ótengd við þennan heim, allsber og úti á lífinu. En það að hún hafi staðið þarna nakin og pissað getur samt ekki útskýrt hvernig nokkrir karlar ákváðu að taka sig saman og troða sér leið inn í líkama kornungrar stúlku á almannafæri, í húsasundi í miðbænum. Ég skil ekki hvernig sú ákvörðun var tekin, eða kannski einmitt ekki tekin. Kannski einmitt framkvæmd í hugsunarleysi, ölæði, virðingarleysi, skilningsleysi, af illsku, ómennsku, fáfræði? Af því að þeir gátu það? Hvernig það er hægt að bera svona litla virðingu fyrir lífinu finnst mér óskiljanlegt. Og einmitt þess vegna reyndi ég samstundis og ómeðvitað að afla skýringa í hegðun fórnarlambsins - sem stenst auðvitað ekki skoðun. Mér finnst ömurlegt að vakna við þær fréttir á sunnudagsmorgni að fyrir fáeinum klukkutímum hafi nokkrir karlar nauðgað 16 ára stúlku, manni hafi verið komið fyrir í skotti á bíl og keyrður upp í Skeifu þar sem hann var laminn eða manneskja verið borin út af heimili sínu fyrir að misþyrma fjölskyldumeðlimum. Sama hversu óþolandi, klikkað eða allsbert fólk er, réttlætir það aldrei árás, misþyrmingu eða hópnauðgun. Ég lærði lexíu um helgina þó ég standi enn skilningslaus gagnvart þeirri árás sem átti sér stað í húsasundi í höfuðborginni.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar