Þrótti, sem leikur í 1. deild karla í handbolta, mistókst að verða síðasta liðið til að tryggja sér farseðilinn í átta liða úrslit Coca Cola-bikars karla í kvöld.
Þróttarar virtust eiga nokkuð þægilegt verkefni í kvöld, en þeir mættu ÍBV 2 í Eyjum. Með því spilar t.a.m. gamla kempan Sigurður Bragason sem lagði skóna á hilluna fyrir síðasta tímabil.
Gestirnir úr Laugardalnum, sem spiluðu í gær í 1. deildinni og þar með tvo leiki á tveimur dögum, voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 11-8.
Hvort þreytan eftir flottan sigur þeirra á ÍH í 1. deildinni í gær hafi sagt til sín skal ósagt látið, en ÍBV 2, sem er ekki hluti af deildakeppni HSÍ, sneri við taflinu í seinni hálfleik og innbyrti eins marks sigur, 21-20.
Davíð Óskarsson var markahæstur heimamanna með sjö mörk en Viktor Jóhannsson skoraði átta fyrir Þrótt.
Það er morgunljóst að ÍBV 2 verður liðið sem allir vilja mæta í átta liða úrslitunum, en þangað eru komin úrvalsdeildarliðin FH, Akureyri, Afturelding, ÍBV, Stjarnan, Valur og Haukar.
Mörk ÍBV 2: Davíð Óskarsson 7, Sigurður Bragason 6, Daði Magnússon 4, Daði Pálsson 2, Sævald Páll Hallgrímsson 1, Sæþór Garðarsson 1.
Mörk Þróttar: Viktor Jóhannsson 8, Leifur Óskarsson 3, Logi Ágústsson 3, Ari Oddsson 3, Úlfur Kjartansson 1, Eyþór Snæland 1, Hallur Sigurðsson 1.
Varalið ÍBV komst í 8 liða úrslit bikarsins
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið







Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn
Enski boltinn


Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð
Íslenski boltinn
