Innlent

Jón Ólafsson vill draga ákæru gegn Geir til baka

Jón Ólafsson.
Jón Ólafsson.
Kaupsýslumaðurinn Jón Ólafsson hvetur þingmenn til þess að samþykkja þingsályktunartillögu Sjálfstæðisflokksins, um að afturkalla ákærur á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Þetta kemur fram í grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið í dag.

Jón segir máli sínu til stuðnings að tveimur ákæruatriðum hafi verið vísað frá, sem Jón vill meina að séu þau veigamestu. Þá skrifar Jón: „Það er ljóst að margt fór úrskeiðis í aðdraganda hrunsins, bæði hér á landi sem erlendis, og því ótækt að ætla að draga einn mann fyrir rétt til að svara til saka."

Jón segir ennfremur að það hafi tekið saksóknara sjö mánuði að útbúa ákæruna á hendur Geir, og furðulega langan tíma að skipa honum verjanda, því geti málsmeðferðin ekki staðist góðar réttarvenjur. „[...] og brýtur öll viðmið sem felast í góðu réttarríki," segir Jón að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×