MORFÍS-keppni um börnin Kristinn Þór Sigurjónsson skrifar 16. desember 2010 05:15 Skilnaður eða sambúðarslit eru víst seint talin til þess besta sem fólk almennt fer í gegnum, en ljótasta mynd þessa ferlis kemur fram þegar upp koma deilur um forsjá barna. Undanfarin ár hefur sú jákvæða þróun verið að oftar en ekki semja foreldrar um sameiginlega forsjá og þó svo að Þjóðskrá bjóði ekki upp á tvískiptingu lögheimilis eru þetta allt skref í rétta átt. En ástæða þessara skrifa nú er þau tilvik þar sem ekki reynist unnt hjá foreldrum að semja um forsjá án aðstoðar dómstóla. Í dag er ferli forsjármála sams konar og í öðrum einkamálum fyrir dómi. Oftar en ekki ráða foreldrar til sín lögfræðinga til að sjá um málaundirbúning og málflutning - og þessir lögfræðingar fara síðan í MORFÍS-keppni um börnin. Ég líki þessu ferli saman við þann málflutning, þar sem markmiðið er að vinna með öllum tiltækum ráðum - án þess að horfa í hvað sé rétt og/eða satt. Samkvæmt barnalögum er litið svo á að dæmt sé í forsjármálum samkvæmt því sem sé börnunum fyrir bestu. Þrátt fyrir það hafa börnin engan lögfræðing og í raun engan talsmann fyrir dómi. Fyrirkomulagið í dag er þannig að lögfræðingur (A) reynir að draga fram allt það neikvæða í fari skjólstæðings (B), hvort sem það sé sannleikanum samkvæmt eða stórkostlega ýkt. Þannig gengur þetta í báðar áttir þannig að fyrir dómara situr eftir vitnisburður um hversu óhæf bæði eru. Fyrir dómara liggur þá það verkefni að velja það foreldri sem hann metur minna vanhæft til að bera ábyrgð á barninu. Núverandi kerfi getur aðeins kallað fram það neikvæðasta sem hægt er að finna upp eða skálda um málsaðila, nema barnið sem virðist sitja eftir sem aukaaðili málsins. Sönnunarfærsla í málum sem þessum er flókin ef ekki ómöguleg - því oft eru þetta frásagnir af sama atburði frá sitthvoru sjónarhorni sem almennt er ekki skjalfest með formlegum hætti. Það sem slær höfund í slíku ferli er skortur á réttum og sanngjörnum málflutningi frá báðum aðilum málsins (miðað við núverandi fyrirkomulag). Er það virkilega þannig að við sambúðarslit breytist foreldrar úr ástríku foreldri í óhæfa og sjálfhverfa eiginhagsmunaseggi sem eiga helst ekki að koma nálægt uppeldi barna? Þessi tilhögun mála er að mati höfundar vægast sagt röng. Réttara væri ef foreldrum væri óheimilt að ráða til sín lögfræðinga, og þannig draga úr líkum á að betri lögfræðingur sé ávísun á að verða dæmt minna vanhæft foreldri. Þess í stað verði barninu skipaður lögfræðingur sem vinnur samkvæmt barnalögum og tekur skýrslu af þeim aðilum sem hann telur til þess fallna að gefa sem réttustu mynd. Þessi lögfræðingur gefur síðan hlutlausa skýrslu til dómara sem úrskurðar svo hvort foreldrið sé hæfara, ekki minna vanhæft. Síðan fellur kostaður við þennan lögfræðing jafnt á foreldrana, ólíkt þeirri venju að dæma allan lögfræðikostnað á meira vanhæfa foreldrið. Það tekur jú tvo til að deila í þessum málum sem öðrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Skilnaður eða sambúðarslit eru víst seint talin til þess besta sem fólk almennt fer í gegnum, en ljótasta mynd þessa ferlis kemur fram þegar upp koma deilur um forsjá barna. Undanfarin ár hefur sú jákvæða þróun verið að oftar en ekki semja foreldrar um sameiginlega forsjá og þó svo að Þjóðskrá bjóði ekki upp á tvískiptingu lögheimilis eru þetta allt skref í rétta átt. En ástæða þessara skrifa nú er þau tilvik þar sem ekki reynist unnt hjá foreldrum að semja um forsjá án aðstoðar dómstóla. Í dag er ferli forsjármála sams konar og í öðrum einkamálum fyrir dómi. Oftar en ekki ráða foreldrar til sín lögfræðinga til að sjá um málaundirbúning og málflutning - og þessir lögfræðingar fara síðan í MORFÍS-keppni um börnin. Ég líki þessu ferli saman við þann málflutning, þar sem markmiðið er að vinna með öllum tiltækum ráðum - án þess að horfa í hvað sé rétt og/eða satt. Samkvæmt barnalögum er litið svo á að dæmt sé í forsjármálum samkvæmt því sem sé börnunum fyrir bestu. Þrátt fyrir það hafa börnin engan lögfræðing og í raun engan talsmann fyrir dómi. Fyrirkomulagið í dag er þannig að lögfræðingur (A) reynir að draga fram allt það neikvæða í fari skjólstæðings (B), hvort sem það sé sannleikanum samkvæmt eða stórkostlega ýkt. Þannig gengur þetta í báðar áttir þannig að fyrir dómara situr eftir vitnisburður um hversu óhæf bæði eru. Fyrir dómara liggur þá það verkefni að velja það foreldri sem hann metur minna vanhæft til að bera ábyrgð á barninu. Núverandi kerfi getur aðeins kallað fram það neikvæðasta sem hægt er að finna upp eða skálda um málsaðila, nema barnið sem virðist sitja eftir sem aukaaðili málsins. Sönnunarfærsla í málum sem þessum er flókin ef ekki ómöguleg - því oft eru þetta frásagnir af sama atburði frá sitthvoru sjónarhorni sem almennt er ekki skjalfest með formlegum hætti. Það sem slær höfund í slíku ferli er skortur á réttum og sanngjörnum málflutningi frá báðum aðilum málsins (miðað við núverandi fyrirkomulag). Er það virkilega þannig að við sambúðarslit breytist foreldrar úr ástríku foreldri í óhæfa og sjálfhverfa eiginhagsmunaseggi sem eiga helst ekki að koma nálægt uppeldi barna? Þessi tilhögun mála er að mati höfundar vægast sagt röng. Réttara væri ef foreldrum væri óheimilt að ráða til sín lögfræðinga, og þannig draga úr líkum á að betri lögfræðingur sé ávísun á að verða dæmt minna vanhæft foreldri. Þess í stað verði barninu skipaður lögfræðingur sem vinnur samkvæmt barnalögum og tekur skýrslu af þeim aðilum sem hann telur til þess fallna að gefa sem réttustu mynd. Þessi lögfræðingur gefur síðan hlutlausa skýrslu til dómara sem úrskurðar svo hvort foreldrið sé hæfara, ekki minna vanhæft. Síðan fellur kostaður við þennan lögfræðing jafnt á foreldrana, ólíkt þeirri venju að dæma allan lögfræðikostnað á meira vanhæfa foreldrið. Það tekur jú tvo til að deila í þessum málum sem öðrum.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun