Sogdæla fjármunanna 28. desember 2006 06:00 Ég var að hlusta á hagfræðing í útvarpinu um daginn. Hann sagði að húsnæðisverð væri orðið allt of hátt og að það mætti lækka það með því að hækka vexti. Einnig mætti lækna ýmsa aðra hagfræðilega skavanka á Íslandi með því að hækka vexti. Hann virtist hafa steingleymt því að það eru manneskjur af holdi og blóði sem eru að greiða vextina, enda stendur ekkert um manneskjur af holdi og blóði í hagfræðibókunum og því í raun ósannað að þær séu til. Samt er ég alltaf að hitta ung og ástfangin pör sem hafa keypt sér íbúð og byrjað að búa saman, en hafa ekki ráðið við vextina og orðið að flytja aftur heim til pabba og mömmu og setja íbúðina í leigu. Ég vona svo sannarlega að það þurfi ekki að koma fyrir bankastjórana þeirra líka þótt þeir hafi sumir byggt ansi dýrt að undanförnu. En hvers vegna þarf þetta bara að koma fyrir ung, ástfangin pör á Íslandi en ekki hin 99,9% ungra para sem búa annars staðar í Evrópu? Af hverju eru það bara við sem þurfum að borga þessa ofurtolla til bankanna fyrir að hafa unnið það eitt til saka að hafa fæðst á Íslandi? Bregðum okkur aðeins á netið, við skulum skoða heimasíður nokkurra banka, nánar tiltekið lánareiknivélarnar þeirra. Láta mun nærri að íbúðarlán landsmanna nemi 1.000 milljörðum. Ef þessi tala (nokkur núll geymd) er slegin inn í reiknivél t.d. Landsbankans, með þeirri tölu í verðbólguþættinum sem bankinn ráðleggur, þá fæst út að landsmenn eru að borga fimmtánfalda þessa upphæð í vexti og kostnað á 40 árum. Með öðrum orðum, rúmlega fimmtán þúsund milljarða kostar landsmenn að fá þessa upphæð að láni. Ef við spáum nú lágri verðbólgu næstu 40 árin, t.d. 4,5%, þá þurfa landsmenn að greiða nærri því sexfalda lántökuupphæðina fyrir að hafa þessa upphæð að láni um hríð. Ef við förum nú inn á reiknivél Glitnis og tökum þessa upphæð að láni í erlendri mynt þá er kostnaðurinn svipaður og lántökuupphæðin. Og það þrátt fyrir að Glitnir hefur haldið þeim þjóðlega sið að bjóða Íslendingum miklu hærri vexti í erlendri myntinni hér heima heldur en þeir bjóða á heimasíðum banka sinna erlendis. Af þessu sést að 40 ára íbúðarlán eru 6 til 15 sinnum dýrari á Íslandi heldur en í nágrannalöndum okkar. En skuldir íslenskra fyrirtækja sem almenningur er að kaupa vörur og þjónustu af eru miklu meiri en skuldir heimilanna, og þarf því almenningur (kaupendur) einnig að greiða fyrir hinn háa vaxtarkostnað fyrirtækjanna. Af þessu sést að upphæðin sem Íslendingar eru að borga fyrir að búa ekki við erlend lánskjör, er af svipaðri stærðargráðu og skattarnir sem þeir eru að borga til ríkisins. Með öðrum orðum, ef Íslendingar fengju að taka lán með sömu kjörum og nágrannaþjóðirnar, myndu þeir spara sér upphæð af svipaðri stærðargráðu og skattarnir þeirra eru. Hjá öllum öðrum þjóðum í Vesturheimi væru ríkisstjórnir og seðlabankastjórar á neyðarfundum dag og nótt ef þegnar þeirra þyrftu að bera á herðum sér þá vexti sem núna eru á Íslandi. En hér heima kippir enginn sér upp við það þótt unga fólkið sé að missa íbúðir sínar, okurvextirnir eru bara hinn gamalkunni þjóðlegi siður. Fálætið hjá stjórnmálamönnum, fjölmiðlamönnum og hagfræðingum er því átakanlegra sem til er sáraeinföld lausn; allir eru sammála um að slíkur verðmunur á lánum milli Íslands og útlanda gæti ekki átt sér stað í frjálsri samkeppni, því er skýringin fákeppni. Íslensk króna er tæknileg viðskiptahindrun, hún verndar fákeppni og okurvexti, ávinningur af henni er hverfandi en ókostirnir gífurlegir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Ég var að hlusta á hagfræðing í útvarpinu um daginn. Hann sagði að húsnæðisverð væri orðið allt of hátt og að það mætti lækka það með því að hækka vexti. Einnig mætti lækna ýmsa aðra hagfræðilega skavanka á Íslandi með því að hækka vexti. Hann virtist hafa steingleymt því að það eru manneskjur af holdi og blóði sem eru að greiða vextina, enda stendur ekkert um manneskjur af holdi og blóði í hagfræðibókunum og því í raun ósannað að þær séu til. Samt er ég alltaf að hitta ung og ástfangin pör sem hafa keypt sér íbúð og byrjað að búa saman, en hafa ekki ráðið við vextina og orðið að flytja aftur heim til pabba og mömmu og setja íbúðina í leigu. Ég vona svo sannarlega að það þurfi ekki að koma fyrir bankastjórana þeirra líka þótt þeir hafi sumir byggt ansi dýrt að undanförnu. En hvers vegna þarf þetta bara að koma fyrir ung, ástfangin pör á Íslandi en ekki hin 99,9% ungra para sem búa annars staðar í Evrópu? Af hverju eru það bara við sem þurfum að borga þessa ofurtolla til bankanna fyrir að hafa unnið það eitt til saka að hafa fæðst á Íslandi? Bregðum okkur aðeins á netið, við skulum skoða heimasíður nokkurra banka, nánar tiltekið lánareiknivélarnar þeirra. Láta mun nærri að íbúðarlán landsmanna nemi 1.000 milljörðum. Ef þessi tala (nokkur núll geymd) er slegin inn í reiknivél t.d. Landsbankans, með þeirri tölu í verðbólguþættinum sem bankinn ráðleggur, þá fæst út að landsmenn eru að borga fimmtánfalda þessa upphæð í vexti og kostnað á 40 árum. Með öðrum orðum, rúmlega fimmtán þúsund milljarða kostar landsmenn að fá þessa upphæð að láni. Ef við spáum nú lágri verðbólgu næstu 40 árin, t.d. 4,5%, þá þurfa landsmenn að greiða nærri því sexfalda lántökuupphæðina fyrir að hafa þessa upphæð að láni um hríð. Ef við förum nú inn á reiknivél Glitnis og tökum þessa upphæð að láni í erlendri mynt þá er kostnaðurinn svipaður og lántökuupphæðin. Og það þrátt fyrir að Glitnir hefur haldið þeim þjóðlega sið að bjóða Íslendingum miklu hærri vexti í erlendri myntinni hér heima heldur en þeir bjóða á heimasíðum banka sinna erlendis. Af þessu sést að 40 ára íbúðarlán eru 6 til 15 sinnum dýrari á Íslandi heldur en í nágrannalöndum okkar. En skuldir íslenskra fyrirtækja sem almenningur er að kaupa vörur og þjónustu af eru miklu meiri en skuldir heimilanna, og þarf því almenningur (kaupendur) einnig að greiða fyrir hinn háa vaxtarkostnað fyrirtækjanna. Af þessu sést að upphæðin sem Íslendingar eru að borga fyrir að búa ekki við erlend lánskjör, er af svipaðri stærðargráðu og skattarnir sem þeir eru að borga til ríkisins. Með öðrum orðum, ef Íslendingar fengju að taka lán með sömu kjörum og nágrannaþjóðirnar, myndu þeir spara sér upphæð af svipaðri stærðargráðu og skattarnir þeirra eru. Hjá öllum öðrum þjóðum í Vesturheimi væru ríkisstjórnir og seðlabankastjórar á neyðarfundum dag og nótt ef þegnar þeirra þyrftu að bera á herðum sér þá vexti sem núna eru á Íslandi. En hér heima kippir enginn sér upp við það þótt unga fólkið sé að missa íbúðir sínar, okurvextirnir eru bara hinn gamalkunni þjóðlegi siður. Fálætið hjá stjórnmálamönnum, fjölmiðlamönnum og hagfræðingum er því átakanlegra sem til er sáraeinföld lausn; allir eru sammála um að slíkur verðmunur á lánum milli Íslands og útlanda gæti ekki átt sér stað í frjálsri samkeppni, því er skýringin fákeppni. Íslensk króna er tæknileg viðskiptahindrun, hún verndar fákeppni og okurvexti, ávinningur af henni er hverfandi en ókostirnir gífurlegir.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun