Fleiri fréttir

Flogalyf talið hafa skaðað þúsundir barna

Frönsk eftirlitsstofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að lyf sem var gefið konum gegn flogaveiki og geðhvörfum hafi mögulega skaðað allt að 4.100 börn.

Íbúðaverð nálgast góðærisástandið

Skortur á íbúðarhúsnæði er ástæða þess að íbúðaverð hefur hækkað meira en laun undanfarna mánuði, að sögn hagfræðings hjá Arion banka. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu er nú nánast það sama og á hápunkti góðærisins 2007.

Óttuðust um líf sitt vegna lélegs aðbúnaðar í kísilverinu

Starfsmenn kísilversins í Helguvík hafa ítrekað kvartað undan öryggismálum í verksmiðjunni og hafa sumir hverjir óttast um líf sitt í vinnunni. Þetta segir formaður verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur. Hann segir að illa hafi gengið að bregðast við kvörtunum og segist óttast að verksmiðjan hafi aldrei verið tilbúin áður en hún hóf starfsemi

Ófærð á Vestfjörðum

Steingrímsfjarðarheiði og fleiri fjallvegir á Vestfjörðum eru lokaðir en hálka og hálkublettir eru á vegum í öllum landshlutum.

Góður árangur blaðnámsaðgerða

Skammtímaárangur blaðnámsaðgerða við lungnakrabbameini á Íslandi er afar góður. Þetta kemur fram í grein sem Guðrún Nína Óskarsdóttir, sérnámslæknir í lungnalækningum og doktorsnemi, skrifar í tímaritið Acta Oncologica.

Stefnir í afhroð Verkamannaflokksins

Breska þingið samþykkti í gær kosningar í júní. Fylgi Verkamannaflokksins bendir til verstu kosninga hans í 99 ár. Útlit er fyrir að Íhaldsflokkurinn tryggi sér öruggan meirihluta. Theresa May hafnar kappræðum.

Lögin til skoðunar vegna áforma HB Granda

Lög um stjórn fiskveiða eru rædd innan stjórnkerfisins vegna áforma HB Granda um að flytja landvinnslu sína frá Akranesi til Reykjavíkur. Sjávarútvegsráðherra mun skipa nefnd um gjaldtöku í sjávarútvegi – sem gæti tekið málið upp.

Kuldaboli bítur kinn á sumardaginn fyrsta

"Ég myndi alveg hafa húfu,“ segir Arnór Tumi Jóhannsson veðurfræðingur um hvernig sumarið heilsar landsmönnum. Hann segir að lægð sé að koma upp að landinu með vestlægum áttum sem muni snúast í norðanátt.

Farþegar kíkja inn um glugga fallegra húsa

Alls er gert ráð fyrir að 104 skemmtiferðaskip komi til hafnar á Ísafirði í sumar en fyrir fimm árum voru 32 skipakomur í höfnina. Starfshópur um komu skemmtiferðaskipa hittist á þriðjudag þar sem Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir, formaður starfshópsins, kynnti atriði sem sérstaklega þarf að skoða fyrir sumarið.

Ekkert eldgos í kortunum

"Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að hefjast eins og er,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni.

Telja starfsmann hafa valdið slysinu með ógætilegum akstri

Öryggisbúnaður virkaði ekki í kerskála Norðuráls. Krana var ekið of hratt. Það er ástæða þess að karlmanni var sagt upp störfum vegna slyssins. Upplýsingafulltrúi Norðuráls segir allt gert til að koma í veg fyrir svona. Kraninn hef

Á ógnarhraða í göngunum

Karlmaður á fimmtugsaldri var í gær sviptur ökuréttindum í fjóra mánuði og dæmdur til greiðslu 150 þúsund króna sektar vegna hættulegs aksturs

Mikill meirihluti vill sjónvarpskappræður

Ný skoðanakönnun fréttaveitunnar Sky bendir til þess að mikill meirihluti Breta vilja að fram fari sjónvarpskappræður milli forystumanna allra flokka fyrir komandi þingkosningar.

NFL-stjarna truflaði fréttamannafund Spicer

Óvænt uppákoma átti sér stað í Hvíta húsinu fyrr í dag þegar leikmaður New England Patriots bauð Sean Spicer aðstoð við að hafa hemil á fréttamönnunum.

Fox búið að reka Bill O'Reilly

Uppsögnin kemur stuttu eftir að fregnir bárust af því að fimm samstarfskonur O'Reilly hefðu sakað hann um að hafa áreitt sig kynferðislega á vinnustaðnum.

Sjá næstu 50 fréttir