Erlent

Tillerson sakar Írana um „ógnvekjandi ögranir“

Atli Ísleifsson skrifar
Rex Tillerson.
Rex Tillerson. Vísir/AFP
Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sakað stjórnvöld í Íran um „ógnvekjandi ögranir“ sem miði að því að grafa undan stöðugleika í Miðausturlöndum og hagsmunum Bandaríkjanna í heimshlutanum.

Í frétt BBC kemur fram að Tillerson hafi sagt að ef ekkert yrði að gert væri hætta á að „Íran færi sömu leið og Norður-Kórea og tæki heiminn með sér“.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur áður sagt að til standi að endurskoða samninginn um kjarnorkuáætlun Írana. Bandaríkjastjórn segir þó að írönsk stjórnvöld hafi farið að ákvæðum samningsins sem undirritaður var árið 2015.

Íransstjórn hefur enn ekki tjáð sig um orð Tillerson frá í gær, en hefur áður ítrekað hafnað ásökunum um að unnið sé að því að þróa kjarnorkuvopn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×