Innlent

Flutningabíll fór út af veginum á Klettshálsi

Atli Ísleifsson skrifar
Klettsháls.
Klettsháls. Loftmyndir

Umferðarslys varð þegar flutningabíll fór út af veginum á Klettshálsi á sunnanverðum Vestfjörðum rétt fyrir klukkan 22 í kvöld.

Gylfi Þór Gíslason, varðstjóri hjá lögreglunni á Vestfjörðum, segir að tveir hafi verið í bílnum og er ekki vitað um slys á fólki að svo stöddu.

Lögreglubíll og sjúkrabíll frá Patreksfirði voru sendir á vettvang og eru nú að störfum á slysstaðnum. Bílar voru sömuleiðis sendir frá Búðardal.

Uppfært 23:55
Samkvæmt heimildum Vísis þurfti slökkvilið að beita klippum til að ná mönnunum út úr bílnum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira