Erlent

Tugir manna ákærðir vegna brúðkaups samkynhneigðra

Kjartan Kjartansson skrifar
Samkynhneigðar athafnir eru ólöglegar í Nígeríu. Myndin er úr safni.
Samkynhneigðar athafnir eru ólöglegar í Nígeríu. Myndin er úr safni. Vísir/Getty
Hópur 53 manna hefur verið ákærður fyrir að „leggja á ráðin“ um að halda brúðkaup samkynhneigðra í norðurhluta Nígeríu. Samkynhneigð er ólögleg í Nígeríu og liggur allt að fjórtán ára fangelsisvist við slíkum „brotum“.

Mennirnir voru handteknir í Kaduna-ríki á laugardag en þeir neita allir sök. Breska ríkisútvarpið BBC segir að verjendur þeirra fullyrði að þeir hafi verið handteknir ólöglega. Þeim hefur nú verið sleppt gegn tryggingu.

Þeir eru ákærðir fyrir samsæri, ólöglega samkomu og að tilheyra ólöglegum félagsskap. Sumir þeirra voru einnig færðir fyrir sjaríadómstól þar sem reiður múgur gerði aðsúg að þeim.

Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að kúganir, múgofbeldi, handahófskenndar handtökur, pyntingar í varðhaldi og líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi gegn fólki sem grunað er um samkynhneigð sé daglegt brauð í Nígeríu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×