Innlent

Á ógnarhraða í göngunum

Sveinn Arnarsson skrifar
Héðinsfjarðargöng tengja saman Ólafsfjörð og Siglufjörð á norðanverðum Tröllaskaga.
Héðinsfjarðargöng tengja saman Ólafsfjörð og Siglufjörð á norðanverðum Tröllaskaga. vísir/friðrik þór
Karlmaður á fimmtugsaldri var í gær sviptur ökuréttindum í fjóra mánuði og dæmdur til greiðslu 150 þúsund króna sektar vegna hættulegs aksturs í Héðinsfjarðargöngum fyrr á þessu ári. Ók hann bifreið sinni á 157 km hraða á klukkustund í gegnum göngin vestan megin Héðinsfjarðar en þar er hámarkshraði einvörðungu 70 km á klukkustund.

Játaði ökumaðurinn brot sitt fyrir dómi en hann hefur ekki áður gerst brotlegur. Hlaut maðurinn því vægari refsingu fyrir vikið.

Héðinsfjarðargöng eru vöktuð með myndavélakerfi líkt og flest önnur jarðgöng á Íslandi. Sást háttalag mannsins í einni slíkri vél. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×