Innlent

Arnar og Arndís Ýr sigruðu í Víðavangshlaupi ÍR

Atli Ísleifsson skrifar
Arndís Ýr Hafþórsdóttir varð fyrst, Elín Edda Sigurðardóttir önnur og Helga Guðný Elíasdóttir þriðja.
Arndís Ýr Hafþórsdóttir varð fyrst, Elín Edda Sigurðardóttir önnur og Helga Guðný Elíasdóttir þriðja. ÍR
Arndís Ýr Hafþórsdóttir og Arnar Pétursson sigruðu í Víðavangshlaupi ÍR sem fram fór í miðborg Reykjavíkur í morgun. Hlaupið var fimm kílómetrar og var meðal annars hlaupið upp Hverfisgötu og niður Laugaveginn.

Alls voru 501 hlaupari skráður til leiks í hlaupinu sem jafnframt er Íslandsmeistaramót í fimm kílómetra hlaupi. Þetta var í 102. sinn sem Víðavangshlaup ÍR fór fram á sumardeginum fyrsta.

Fyrst þrír í karlaflokki voru:

1 Arnar Pétursson, ÍR 00:15:29

2 Kristinn Þór Kristinsson, 00:15:55

3 Benoit Branger, INOV8 Iceland, 00:16:58

Fyrstu þrjár konur

1 Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Fjölnir 00:17:55

2 Elín Edda Sigurðardóttir, ÍR, 00:18:34 

3 Helga Guðný Elíasdóttir, Fjölnir 00:19:11

Arnar Pétursson varð fyrstur, Kristinn Þór Kristinsson annar og Benoit Branger þriðji.ÍR



Fleiri fréttir

Sjá meira


×