Innlent

Ekkert eldgos í kortunum

Benedikt Bóas skrifar
Mikil virkni var við Kötlu í gær.
Mikil virkni var við Kötlu í gær.
„Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að hefjast eins og er,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. Þrír jarðskjálftar stærri en þrír mældust í gær. Sá stærsti mældist 4,2 en upptök hans voru fimm kílómetra suðvestur af Geirfugladrangi.

„Ég held að þetta sé bara spennulosun í jarðskorpunni sem gerist reglulega. Við vorum með aðra hrinu á svipuðum slóðum í síðustu viku og þar mældist einn upp á 4,5.“

Jarðskjálftinn stóri fannst víða í Reykjanesbæ og einnig hristust hlutir og lausir munir í Reykjavík ef marka má samfélagsmiðla. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×