Erlent

NFL-stjarna truflaði fréttamannafund Spicer

Atli Ísleifsson skrifar
Uppákoman vakti mikla kátínu.
Uppákoman vakti mikla kátínu.

Óvænt uppákoma átti sér stað á fréttamannafundi í Hvíta húsinu fyrr í dag þegar Rob „Gronk“ Gronkowski, leikmaður New England Patriots, leit þar við og bauð fjölmiðlafulltrúanum Sean Spicer aðstoð við að hafa hemil á fréttamönnunum.

Gronkowski var staddur í Hvíta húsinu ásamt liðsfélögum sínum í Patriots til að hitta Donald Trump forseta, en Patriots höfðu betur gegn Atlanta Falcons í mögnuðum Super Bowl leik í febrúar síðastliðnum.

Uppákoman vakti mikla kátínu, bæði hjá Spicer og fréttamönnunum eins og sjá má að neðan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira