Erlent

NFL-stjarna truflaði fréttamannafund Spicer

Atli Ísleifsson skrifar
Uppákoman vakti mikla kátínu.
Uppákoman vakti mikla kátínu.

Óvænt uppákoma átti sér stað á fréttamannafundi í Hvíta húsinu fyrr í dag þegar Rob „Gronk“ Gronkowski, leikmaður New England Patriots, leit þar við og bauð fjölmiðlafulltrúanum Sean Spicer aðstoð við að hafa hemil á fréttamönnunum.

Gronkowski var staddur í Hvíta húsinu ásamt liðsfélögum sínum í Patriots til að hitta Donald Trump forseta, en Patriots höfðu betur gegn Atlanta Falcons í mögnuðum Super Bowl leik í febrúar síðastliðnum.

Uppákoman vakti mikla kátínu, bæði hjá Spicer og fréttamönnunum eins og sjá má að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira