Innlent

Varað við töfum á Holtavörðuheiði

Kjartan Kjartansson skrifar
Af Holtavörðuheiði. Myndin er úr safni.
Af Holtavörðuheiði. Myndin er úr safni. Vísir/GVA
Vegagerðin varar við að búast megi við umferðartöfum á Holtavörðuheiði næstu klukkutímana vegna björgunar á flutningabíl sem fór útaf á heiðinni í gær.

Enn er ófært á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðum á Vestfjörðum. Hætt hefur verið við snjómokstur þar vegna snjóðflóðahættu. Hins vegar er búið að opna veginn yfir Steingrímsfjarðarheiði sem var ófær í morgun.

Hálka og hálkublettir eru á vegum víðsvegar um landið og sums staðar er éljagangur eða skafrenningur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×