Innlent

Ófærð á Vestfjörðum

Kjartan Kjartansson skrifar
Hálka og hálkublettir eru á vegum um allt land. Myndin er úr safni.
Hálka og hálkublettir eru á vegum um allt land. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm
Ófært er á Steingrímsfjarðar-, Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði en hálka, hálkublettir og snóþekja er á Vestfjörðum. Hálka og hálkublettir eru einnig á vegum um allt landið.

Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar á að hreinsa veginn um Steingrímsfjarðarheiði með morgninum. Búið er að opna Öxnadals- og Holtavörðuheiðar sem voru ófærar í gærkvöldi.

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan og vestan 10-15 m/s með éljum í dag. Vindur á að gerast hægari þegar líður á daginn, fyrst norðantil.

Enn frekar á að lægja vestantil í kvöld og víðast slotar éljunum. Kólnandi veðri og talverðu frosti er hins vegar spáð í nótt.

Í nótt er spáð norðvestan hvassviðri austast á landinu og fram á morgundaginn. Annars verður fremur hægur vindur á landinu og víða bjart veður. Gert er ráð fyrir að hitinn verði tvö til sjö stig yfir daginn á morgun.


Tengdar fréttir

Vetrarástand á fjallvegum norðanlands

Vetrarástand er á mörgum fjallvegum norðvestanlands, svo sem Steingrímsfjarðarheiði, Hálfdán, Bröttubrekku og á Holtavörðuheiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×