Innlent

Rúta fór útaf veginum á Öxnadalsheiði

Anton Egilsson skrifar
Öxnadalsheiði er fjallvegurinn mill Varmahlíðar og Akureyrar.
Öxnadalsheiði er fjallvegurinn mill Varmahlíðar og Akureyrar. vísir/loftmyndir.is

Rúta sem innihélt sautján farþega fór útaf veginum á Öxnadalsheiði í kvöld og féll á aðra hliðina. Var björgunarsveitin á Akureyri kölluð á staðinn til að koma farþegunum út úr rútunni og yfir í aðra.

Í samtali við Vísi sagði Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg að engin slys hafi orðið á fólki.  Í kringum 20 björgunarsveitarmenn komu að björgunaraðgerðinni.

Ofsaveður er á Öxnadalsheiði og er hún ófær vegna veðurs. Mikill vindur er á svæðinu og lélegt skyggni.  Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira