Innlent

Rúta fór útaf veginum á Öxnadalsheiði

Anton Egilsson skrifar
Öxnadalsheiði er fjallvegurinn mill Varmahlíðar og Akureyrar.
Öxnadalsheiði er fjallvegurinn mill Varmahlíðar og Akureyrar. vísir/loftmyndir.is
Rúta sem innihélt sautján farþega fór útaf veginum á Öxnadalsheiði í kvöld og féll á aðra hliðina. Var björgunarsveitin á Akureyri kölluð á staðinn til að koma farþegunum út úr rútunni og yfir í aðra.

Í samtali við Vísi sagði Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg að engin slys hafi orðið á fólki.  Í kringum 20 björgunarsveitarmenn komu að björgunaraðgerðinni.

Ofsaveður er á Öxnadalsheiði og er hún ófær vegna veðurs. Mikill vindur er á svæðinu og lélegt skyggni.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×