Innlent

Flutningabíll valt á Holtavörðuheiði

Anton Egilsson skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðar út vegna fjölmargra ferðalanga í vandræðum á Holtavörðuheiði í kvöld. Þar valt einnig flutningabíll og er bílstjóri hans á leiðinni á sjúkrahús með sjúkrabíl. 

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að vert sé að minna á að vetrarveður verður víða á landinu næstu daga og því gæti færð spillst skjótt á fjallvegum. Nauðsynlegt sé því að fólk fylgist vel með færð á vef Vegagerðarinnar
Fleiri fréttir

Sjá meira