Innlent

Flutningabíll valt á Holtavörðuheiði

Anton Egilsson skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðar út vegna fjölmargra ferðalanga í vandræðum á Holtavörðuheiði í kvöld. Þar valt einnig flutningabíll og er bílstjóri hans á leiðinni á sjúkrahús með sjúkrabíl. 

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að vert sé að minna á að vetrarveður verður víða á landinu næstu daga og því gæti færð spillst skjótt á fjallvegum. Nauðsynlegt sé því að fólk fylgist vel með færð á vef VegagerðarinnarAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira