Fleiri fréttir

Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn

Árásarmaður myrti lögregluþjón í París í gær. Hryðjuverkadeild lögreglu rannsakar málið. Árásarmaðurinn var felldur á vettvangi. Íslendingur á svæðinu segir lögregluþjóna allt sem hann hafi séð. ISIS lýsir yfir ábyrð á árásinni.

Vilja meiri mótmæli

Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Venesúela hvöttu í gær til áframhaldandi mótmæla. Á miðvikudag mótmæltu þúsundir á götum höfuðborgarinnar Caracas. Kölluðu aðgerðasinnar mótmælin "móður allra mótmæla“.

Segjast hættir að treysta Trump

Misvísandi skilaboð um leið flotadeildar bandaríkjahers að Kóreuskaga valda fjaðrafoki í Suður-Kóreu. ­Forsetaframbjóðandi segir Kóreumenn ekki geta treyst Trump sem forseta ef hann var í raun að segja ósatt.

Baráttan komin á fullan skrið

Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins á Bretlandi, heitir því að hann muni taka í gegn ósanngjarnt kerfi og færa valdið og auðinn aftur til fólksins verði hann forsætisráðherra landsins.

Handtóku 53 fyrir samkynja hjónabönd

Saksóknarar í Nígeríu hafa ákært 53 fyrir að skipuleggja að fagna samkynja hjónavígslum. Hin ákærðu neita sök og segja lögfræðingar þeirra að skjólstæðingarnir séu beittir misrétti.

Veggjakrot til vandræða í stjórnkerfinu

Veggjakrot er viðvarandi vandamál í Reykjavík. Skemmdarfýsn virðist oft ráða för. Í öðrum tilvikum snýst krotið um merkingar eða listsköpun. Aðgerðir Reykjavíkurborgar, lögreglu, eigenda húsa og fyrirtækja hafa lítil áhrif. Fáir k

Leit hætt að Joseph Kony

Leit að uppreisnarleiðtoganum og stríðsherranum Joseph Kony hefur verið hætt. Úganski herinn greindi frá þessu en Kony hafði verið leitað í Mið-Afríkulýðveldinu undanfarin ár.

Trump sendir samúðarkveðjur til Frakklands

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi samúðarkveðjur til Frakklands í kjölfar árásarinnar sem varð í París í kvöld. Talið er að minnst einn sé látinn og tveir alvarlega særðir eftir árásina sem sögð er vera hryðjuverkaárás.

Óvissuástand hjá farþegum WOW Air í Miami

Arnar Sveinn Geirsson segist hafa skilning á þeim erfiðleikum sem óhappið á mánudag hafi sett WOW í. Upplýsingagjöf til farþega ytra sé hins vegar fyrir neðan allar hellur.

Ljósbogaofn í kísilverinu aldrei virkað sem skyldi

Ljósbogaofn í kísilverinu í Helguvík hefur aldrei virkað sem skyldi á þeim fimm mánuðum sem verksmiðjan hefur verið starfandi. United Silicon á í viðræðum við framleiðenda ofnsins um galla á ofninum. Á landinu eru sérfræðingar frá norska ráðgjafarfyrirtækinu Multiconsult til að komast að því hvað veldur stöðugri ólykt frá verksmiðjunni.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Túlkun velferðarráðuneytisins á heilbrigðislögum leiðir til þess að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er að verulegu leyti stjórnlaus, samkvæmt landlækni.

Fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu ritstýrir Þjóðmálum

Nýr ritstjóri íhaldsritsins Þjóðmála er Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttir, sem var sakfelldur fyrir að leka trúnaðarupplýsingum um hælisleitanda úr innanríkisráðuneytinu fyrir þremur árum. Kjarninn greinir frá þessu.

Flogalyf talið hafa skaðað þúsundir barna

Frönsk eftirlitsstofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að lyf sem var gefið konum gegn flogaveiki og geðhvörfum hafi mögulega skaðað allt að 4.100 börn.

Íbúðaverð nálgast góðærisástandið

Skortur á íbúðarhúsnæði er ástæða þess að íbúðaverð hefur hækkað meira en laun undanfarna mánuði, að sögn hagfræðings hjá Arion banka. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu er nú nánast það sama og á hápunkti góðærisins 2007.

Óttuðust um líf sitt vegna lélegs aðbúnaðar í kísilverinu

Starfsmenn kísilversins í Helguvík hafa ítrekað kvartað undan öryggismálum í verksmiðjunni og hafa sumir hverjir óttast um líf sitt í vinnunni. Þetta segir formaður verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur. Hann segir að illa hafi gengið að bregðast við kvörtunum og segist óttast að verksmiðjan hafi aldrei verið tilbúin áður en hún hóf starfsemi

Ófærð á Vestfjörðum

Steingrímsfjarðarheiði og fleiri fjallvegir á Vestfjörðum eru lokaðir en hálka og hálkublettir eru á vegum í öllum landshlutum.

Sjá næstu 50 fréttir