Innlent

Heitavatnsrör sprakk rétt eftir fermingu

Kjartan Kjartansson skrifar
Slökkvilið og lögregla var snögg á staðinn þegar heitavatnsrör sprakk í Fríkirkjunni í Hafnarfirði.
Slökkvilið og lögregla var snögg á staðinn þegar heitavatnsrör sprakk í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Vísir/Haraldur
Þriðju og síðustu fermingarathöfn dagsins var nýlokið í Fríkirkjunni í Hafnarfirði nú síðdegis þegar heitavatnsrör sprakk í kjallara. Prestur kirkjunnar segir óverulegar skemmdir hafa orðið og engar á kirkjunni sjálfri.

Sigríður Kristín Helgadóttir, prestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, segir að allir hafi verið farnir úr kirkjunni þegar brunavarnakerfið hafi byrjað að væla núna á milli 15 og 16. Í ljós kom að heitavatnsrör í kjallara hafði farið í sundur.

Kjallarinn er hins vegar aðskilinn elsta hluta hússins sem er 103 ára gamall. Engar skemmdir urðu því á kirkjunni og óverulegar í kjallaranum.

„Við erum afar þakklát. Úr því að eitthvað gerðist þá gat þetta bara ekki farið betur,“ segir Sigríður Kristín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×