Erlent

Gera ekki kjarnorkutilraunir en spila þess í stað blak

Samúel Karl Ólason skrifar
Verið var að spila blak á þremur völlum í herstöðinni þegar gervihnöttur fór þar yfir á sunnudaginn.
Verið var að spila blak á þremur völlum í herstöðinni þegar gervihnöttur fór þar yfir á sunnudaginn. Vísir/Getty
Svo virðist sem að Norður-Kóreumenn séu hættir að undirbúa sína sjöttu tilraunasprengingu á kjarnorkuvopni. Þess í stað er verið að spila blak á tilraunastaðnum, Punggye-ri. Nýjar gervihnattarmyndir frá svæðinu hafa vakið furðu sérfræðinga, sem hafa þó bent á tvær mögulegar ástæður fyrir blakspiluninni.

Myndin hér fyrir ofan, sem tekin var á sunnudaginn, var birt af 38 North verkefninu hjá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum. Allt í allt sáust þrír blakleikir eiga sér stað á mismunandi stöðum í Punggye-ri.

Fyrri myndir höfðu gefið í skyn að undirbúningur hefði staðið yfir fyrir nýja tilraunasprengingu.

Sérfræðingar þar segja að annað hvort hafi undirbúningur nýrrar tilraunasprengingar verið stöðvaður, eða blakspilunin sé liður í blekkingarleik stjórnvalda í Pyongyang. Hins vegar virðist ljóst samkvæmt sérfræðingum 38 North að verði skipun um nýja tilraun gefin, sé hægt að framkvæma hana á skömmum tíma.

Mikil spenna hefur ríkt á svæðinu og hafa viðvaranir gengið á víxl.

Sjá einnig: Hóta því að gera Bandaríkin að „rjúkandi rústum“

Sérfræðingar sem BBC ræddi við segja myndirnar sýna að mögulega hafi gangnagerð átt sér stað í Punggye-ri, en svo virðist sem ekki sé verið að dæla vatni upp úr göngunum þar sem kjarnorkusprengjur hafa verið sprengdar áður.

Sérfræðingar sem BBC ræddi við segja myndirnar sýna að mögulega hafi gangnagerð átt sér stað í Punggye-ri, en svo virðist sem ekki sé verið að dæla vatni upp úr göngunum þar sem kjarnorkusprengjur hafa verið sprengdar áður.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×