Erlent

Trump sendir samúðarkveðjur til Frakklands

Anton Egilsson skrifar
Donald Trump.
Donald Trump. Vísir/EPA

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi samúðarkveðjur til Frakklands í kjölfar árásarinnar sem varð í París í kvöld. Talið er að minnst einn sé látinn og tveir alvarlega særðir eftir árásina sem sögð er vera hryðjuverkaárás.

„Okkar dýpstu samúðarkveðjur til frönsku þjóðarinnar,” sagði Trump á fréttamannafundi í kvöld.

Árásin átti sér stað á Champs-Elysees verslunargötunni í París en árásarmaðurinn er sagður hafa króað lögreglubíl af þar sem hann ók eftir götunni. Á hann svo að hafa stigið út úr bíl og skotið á lögreglubílinn með Kalashnikov-riffli. Því næst hafi hann skotið á aðra lögregluþjóna á götunni. Var árásarmaðurinn felldur af lögreglu. 

Sjá: Setið fyrir lögregluþjónum í París

Í frétt CNN segir að Trump hafi verið staddur á fundi með Paolo Gentiloni, forsætisráðherra Ítalíu, þegar honum bárust fréttir af árásinni. Í kjölfar fregnanna sagðist hann harma það hve tíðar hryðjuverkaárásir væru orðnar nú til dags um heim allan.

„Það er mjög slæmir hlutir í gangi í heiminum í dag. En hvað get ég sagt ? Við þurfum að vera sterk og vera var um okkur, ég er búinn að segja það lengi.

Ríki íslams hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en Amaq, fréttaveita hryðjuverkasamtakanna, sagði í kjölfar árasarinnar að hún hafi verið framkvæmd af „hermanni“ samtakanna sem hafi heitið Abu Yusuf alBeljiki.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira