Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Túlkun velferðarráðuneytisins á heilbrigðislögum leiðir til þess að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er að verulegu leyti stjórnlaus. Þetta segir landlæknir sem vill endurskoða samning Sjúkratrygginga og sérfræðilækna. Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við Birgi Jakobsson, landlækni.



Í kvöldfréttum verður einnig fjallað um kísilverið í Helguvík en ljósbogaofn í verksmiðjunni hefur aldrei virkað sem skyldi á þeim fimm mánuðum sem verksmiðjan hefur verið starfandi. Á landinu eru sérfræðingar frá norska ráðgjafarfyrirtækinu Multiconsult til að komast að því hvað veldur stöðugri ólykt frá verksmiðjunni.

Við ræðum síðan við sænska konu sem stödd hér á landi að leita að stjúpsyni sínum en ekkert hefur spurst til hans og íslenskrar móður hans í eitt og hálft ár. Lögregluyfirvöld í Svíþjóð og á Íslandi rannsaka málið sem barnsrán.

Við verðum síðan í beinni frá styrktartónleikum Vina Sindra en þar verður safnað fyrir Sindra Pálssyni, sem er fatlaður, og foreldrum hans sem þurfa að standa straum af margra milljóna króna kostnaði vegna hjálpartækja og breytinga á húsnæði til að mæta þörfum drengsins. Aðeins lítill hluti er styrktur af ríki og sveitarfélagi.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×