Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Siggeir Ævarsson skrifar 10. maí 2025 18:32 Brittany Dinksins fór mikinn í kvöld, setti 29 stig, þar af 15 úr þristum Vísir/Jón Gautur Njarðvíkingar tryggðu sér í kvöld oddaleik þegar liðið lagði Hauka 94-78 í Njarðvík. Frábær frammistaða heimakvenna í seinni hálfleik tryggði þeim að lokum öruggan sigur. Hulda María Agnarsdóttir skoraði 13 stig í kvöld og var valin Just wingin it maður leiksinsVísir/Jón Gautur Leikurinn var nokkuð jafn framan af og Haukar komust yfir í upphafi seinni hálfleiks en þá settu Njarðvíkingar í gírinn og náðu forystunni mest upp í 20 stig en þegar vel var liðið í fjórða leikhluta voru Haukar aðeins búnir að skora eitt stig. Njarðvíkingar eru því búnir að vinna sig til baka úr 0-2 stöðu og eru á leið í oddaleik í Ólafssal á þriðjudag. Það var augljóst frá fyrstu mínútu að Njarðvíkingar voru ekki á þeim buxunum að fara í sumarfrí í kvöld en heimakonur byrjuðu leikinn með miklum látum. Þær settu fimm þrista á fyrstu fjórum mínútunum og leiddu 19-14. Bæði lið voru í miklu stuði í byrjun og staðan eftir fyrsta leikhluta 25-20. Þóra Kristín sækir að körfunni. Sara Björk til varnarVísir/Jón Gautur Haukar hleyptu Njarðvíkingum þó ekki langt frá sér framan af leik og komust raunar yfir í upphafi seinni hálfleiks. Augnablikið virtist í smástund vera að sveiflast yfir til þeirra en þá komust Njarðvíkingar í mikinn ham og leiddu með tíu stigum fyrir fjórða leikhlutann, 69-59. Rósa Björk var sjóðandi heit í kvöld og lét sig ekki muna um að negla einum þristi spjaldið ofan í.Vísir/Jón Gautur Haukum gekk ekkert að skora í upphafi fjórða leikhluta en gestirnir voru aðeins búnir að skora eitt stig þegar hann var um það bil hálfnaður. Á sama tíma gekk flest allt upp hjá Njarðvíkingum sem lokuðu þessum leik af mikilli fagmennsku, lokatölur í Njarðvík 94-78. Atvik leiksins Í upphafi annars leikhluta setti Brittany Dinksins Þóru Kristínu á skauta með þeim afleiðingum að Þóra datt á rassinn og Dinksins setti þrist yfir hana. Stjörnur og skúrkar Brittany Dinksins var óstöðvandi á löngum köflum í kvöld. 29 stig, sjö fráköst og fimm stoðsendingar. Tapaði reyndar sex boltum en það kom ekki að sök. Paulina Hersler og Emilie Hessedal nýttu sér hæðina vel og tóku 14 fráköst hvor og Hersler bætti við 16 stigum. Þá átti Lára Ösp Ásgeirsdóttir frábæra innkomu af bekknum, skoraði tólf stig og setti þrjá þrista í röð undir lok þriðja leikhluta. Lára að láta rignaVísir/Jón Gautur Hjá Haukum var Lore Devos lang stigahæst með 26 stig og 15 fráköst að auki. Rósa Björk Pétursdóttir lét þristunum rigna, 4/6 í þristum og 17 stig alls. Lore Devos var stigahæst Hauka í kvöld, eins og hún er oft þegar Haukar tapaVísir/Jón Gautur Aðrir leikmenn Hauka eiga mikið inni sóknarlega. Sem dæmi má nefna að Tinna Guðrún var 1/12 í skotum og Sólrún Inga 1/7 í þristum. Tinna Guðrún komst aldreí takt við leikinn í kvöldVísir/Jón Gautur Dómararnir Þeir Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson og Jón Þór Eyþórsson dæmdu leikinn í kvöld. Lentu í basli með einn og einn dóm en þetta blessaðist nú allt að lokum hjá þeim herramönnum. Stemming og umgjörð Hin risastóra Icemar höll var þéttsetin í kvöld og mikil læti í húsinu. Allt eins og það á að vera. Stuðningssveit Njarðvíkinga fór mikinn og eiga þeir hrós skilið fyrir þeirra frammistöðu. Viðtöl Einar Árni: „Þetta snýst ekki um einn eða tvo leikmenn“ Einar Árni fer yfir málin með sínum konumVísir/Jón Gautur Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var heilt yfir sáttur með frammistöðuna í kvöld og hvernig hans konur gerðu þær breytingar sem þurfti að gera til að innsigla öruggan sigur að lokum. „Mér leið vel í hálfleik með frammistöðuna að mörgu leyti. Við töluðum um að fækka töpuðum boltum og gera betur í frákastabaráttunni. Þær voru að skora óþarflega mikið úr „second chances“. Mér fannst við laga þessa hluti bara töluvert í síðari hálfleiknum. Héldum bara plani. Það er mikil trú, bara liðssigur.“ Njarðvíkingar leiddu aðeins með einu stigi í hálfleik en Einar tók undir orð Andra Más um að Njarðvíkingar hefðu mögulega átt meira inni á þeim tímapunkti. „Ég er sammála því, mér fannst alveg vera frammistaða fyrir því að leiða þetta með 6-8 stigum. En við erum náttúrulega að spila við frábært lið og þurfum að hafa mikið fyrir hlutunum. Þær gera vel að þrýsta á okkur hátt á vellinum. Þær gerðu ofboðslega vel í fyrri hálfleiknum að sækja sóknarfráköst. Þetta eru hlutir sem við náðum að laga í seinni. Allt ofan á það var bara virkilega gott í dag.“ Hvað það var sem gerði það að verkum að Njarðvíkingar tóku leikinn yfir sagði Einar að það hefði verið sitt lítið af hvoru á báðum endum vallarins. „Bara blanda, vörn og sókn. Við gerðum vel að halda fyrir framan okkur. Gerðum að mér fannst feykivel á bakverðina þeirra í dag. Devos náttúrulega dregur svolítið vagninn fyrir þær, er með hvað, 21 stig í fyrri hálfleik? Mikið af því sem hún var að skora var á opnum velli. Náðum að gera betur á hana.“ „Sóknarlega fannst mér þetta var geggjaður liðssigur. Þetta er það sem við höfum staðið fyrir síðustu mánuði. Þetta snýst ekki um einn eða tvo leikmenn. Endalaust tal um okkar frábæru atvinnumenn sem eru geggjaðir. Það er alltaf, það er alltaf, þegar við erum að vinna þessa leik það er risaframlag. Hvort sem það er Eygló, Krista, Hulda, Sara, Lára, Anna. Það skal vera framhald á því.“ Andri spurði Einar að lokum út í hugarfarið hjá liðinu eftir að það lenti 2-0 undir í einvíginu. „Þessar stelpur sýna bara að þær trúa á sig og sitt. Mér finnst gildin þeirra skína hér í gegn. Það er ofboðslega eining í þessu liði. Það er ofboðsleg trú gagnvart hverri annarri og traust. Mér finnst það bara skína í gegn, hvort sem það er í vörn eða sókn. Nú erum við bara búnar að þrýsta þessu í oddaleik og það er bara partý framundan.“ Emil Barja: „Eins og við yrðum þreyttari en þær“ Emil Barja pollrólegur á hliðarlínunni að vandaVísir/Jón Gautur Emil Barja, þjálfari Hauka, var með einföld svör þegar hann var spurður hvað gerði það að verkum að Njarðvík vann í kvöld. „Þær settu stór skot ofan í. Þær voru bara að spila vel og við vorum að klúðra, sérstaklega varnarlega. Varnaráherslur og færslur sem voru að klúðrast hjá okkur.“ Aðeins munaði einu stigi á liðunum í hálfleik og Emil var nokkuð bjartsýnn á þeim tímapunkti. „Mér fannst við eiga mikið inni þegar við fórum inn í hálfleikinn. Mér leið ágætlega með hálfleikinn og að við gætum keyrt aðeins meira á þær en það var eins og við yrðum þreyttari en þær.“ Hann gat þó bent á ákveðið augnablik þar sem leikurinn sveiflaðist endanlega. „Ætli það séu ekki þessir þrír þristar þarna í röð hjá Láru. Vörnin klúðrast svolítið hjá okkur. Ég verð líka bara að taka það á mig. Það er bara mitt upplegg sem að er að valda þessu. Þannig að við þurfum bara eitthvað að skoða þetta og endurskoða hlutina og hvað við ætlum að gera.“ Hann sagði að það hefði ekkert komið Haukum á óvart í varnarleik Njarðvíkinga en Haukar skoruðu nánast ekki neitt undir lok þriðja leikhluta og í byrjun fjórða. „Ekki neitt sérstakt. Mér fannst við fá oft ágætlega opin sniðskot sem við vorum bara óheppnar að klikka. Fannst við fá ágætlega opin skot sem við vorum líka óheppnar að klikka úr. Margt sem við gerðum sóknarlega allt í lagi. Við hefðum getað látið boltann ganga aðeins betur en svo sem ekkert neitt æðislegt sem þær gerðu nýtt sem olli því að við vorum ekki að skora mikið.“ Emil vildi ekki meina að hans konur væru að fara á taugum á þessum tímapunkti. „Nei, nei. Þetta er bara ennþá sama markmið, að vinna þrjá í úrslitunum. Það er bara alltaf þetta sama leiðinlega „bullshit“ svar. Við erum ekkert að fara á taugum, við erum bara að fara í næsta leik. Bara síðasti leikur, nú verður bara allt skilið eftir á gólfinu. Er þetta ekki bara það sem allir vilja? Allir áhorfendur, stuðningsfólk og áhugafólk um körfubolta. Þetta verður örugglega bara gaman og fjör.“ Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Haukar
Njarðvíkingar tryggðu sér í kvöld oddaleik þegar liðið lagði Hauka 94-78 í Njarðvík. Frábær frammistaða heimakvenna í seinni hálfleik tryggði þeim að lokum öruggan sigur. Hulda María Agnarsdóttir skoraði 13 stig í kvöld og var valin Just wingin it maður leiksinsVísir/Jón Gautur Leikurinn var nokkuð jafn framan af og Haukar komust yfir í upphafi seinni hálfleiks en þá settu Njarðvíkingar í gírinn og náðu forystunni mest upp í 20 stig en þegar vel var liðið í fjórða leikhluta voru Haukar aðeins búnir að skora eitt stig. Njarðvíkingar eru því búnir að vinna sig til baka úr 0-2 stöðu og eru á leið í oddaleik í Ólafssal á þriðjudag. Það var augljóst frá fyrstu mínútu að Njarðvíkingar voru ekki á þeim buxunum að fara í sumarfrí í kvöld en heimakonur byrjuðu leikinn með miklum látum. Þær settu fimm þrista á fyrstu fjórum mínútunum og leiddu 19-14. Bæði lið voru í miklu stuði í byrjun og staðan eftir fyrsta leikhluta 25-20. Þóra Kristín sækir að körfunni. Sara Björk til varnarVísir/Jón Gautur Haukar hleyptu Njarðvíkingum þó ekki langt frá sér framan af leik og komust raunar yfir í upphafi seinni hálfleiks. Augnablikið virtist í smástund vera að sveiflast yfir til þeirra en þá komust Njarðvíkingar í mikinn ham og leiddu með tíu stigum fyrir fjórða leikhlutann, 69-59. Rósa Björk var sjóðandi heit í kvöld og lét sig ekki muna um að negla einum þristi spjaldið ofan í.Vísir/Jón Gautur Haukum gekk ekkert að skora í upphafi fjórða leikhluta en gestirnir voru aðeins búnir að skora eitt stig þegar hann var um það bil hálfnaður. Á sama tíma gekk flest allt upp hjá Njarðvíkingum sem lokuðu þessum leik af mikilli fagmennsku, lokatölur í Njarðvík 94-78. Atvik leiksins Í upphafi annars leikhluta setti Brittany Dinksins Þóru Kristínu á skauta með þeim afleiðingum að Þóra datt á rassinn og Dinksins setti þrist yfir hana. Stjörnur og skúrkar Brittany Dinksins var óstöðvandi á löngum köflum í kvöld. 29 stig, sjö fráköst og fimm stoðsendingar. Tapaði reyndar sex boltum en það kom ekki að sök. Paulina Hersler og Emilie Hessedal nýttu sér hæðina vel og tóku 14 fráköst hvor og Hersler bætti við 16 stigum. Þá átti Lára Ösp Ásgeirsdóttir frábæra innkomu af bekknum, skoraði tólf stig og setti þrjá þrista í röð undir lok þriðja leikhluta. Lára að láta rignaVísir/Jón Gautur Hjá Haukum var Lore Devos lang stigahæst með 26 stig og 15 fráköst að auki. Rósa Björk Pétursdóttir lét þristunum rigna, 4/6 í þristum og 17 stig alls. Lore Devos var stigahæst Hauka í kvöld, eins og hún er oft þegar Haukar tapaVísir/Jón Gautur Aðrir leikmenn Hauka eiga mikið inni sóknarlega. Sem dæmi má nefna að Tinna Guðrún var 1/12 í skotum og Sólrún Inga 1/7 í þristum. Tinna Guðrún komst aldreí takt við leikinn í kvöldVísir/Jón Gautur Dómararnir Þeir Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson og Jón Þór Eyþórsson dæmdu leikinn í kvöld. Lentu í basli með einn og einn dóm en þetta blessaðist nú allt að lokum hjá þeim herramönnum. Stemming og umgjörð Hin risastóra Icemar höll var þéttsetin í kvöld og mikil læti í húsinu. Allt eins og það á að vera. Stuðningssveit Njarðvíkinga fór mikinn og eiga þeir hrós skilið fyrir þeirra frammistöðu. Viðtöl Einar Árni: „Þetta snýst ekki um einn eða tvo leikmenn“ Einar Árni fer yfir málin með sínum konumVísir/Jón Gautur Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var heilt yfir sáttur með frammistöðuna í kvöld og hvernig hans konur gerðu þær breytingar sem þurfti að gera til að innsigla öruggan sigur að lokum. „Mér leið vel í hálfleik með frammistöðuna að mörgu leyti. Við töluðum um að fækka töpuðum boltum og gera betur í frákastabaráttunni. Þær voru að skora óþarflega mikið úr „second chances“. Mér fannst við laga þessa hluti bara töluvert í síðari hálfleiknum. Héldum bara plani. Það er mikil trú, bara liðssigur.“ Njarðvíkingar leiddu aðeins með einu stigi í hálfleik en Einar tók undir orð Andra Más um að Njarðvíkingar hefðu mögulega átt meira inni á þeim tímapunkti. „Ég er sammála því, mér fannst alveg vera frammistaða fyrir því að leiða þetta með 6-8 stigum. En við erum náttúrulega að spila við frábært lið og þurfum að hafa mikið fyrir hlutunum. Þær gera vel að þrýsta á okkur hátt á vellinum. Þær gerðu ofboðslega vel í fyrri hálfleiknum að sækja sóknarfráköst. Þetta eru hlutir sem við náðum að laga í seinni. Allt ofan á það var bara virkilega gott í dag.“ Hvað það var sem gerði það að verkum að Njarðvíkingar tóku leikinn yfir sagði Einar að það hefði verið sitt lítið af hvoru á báðum endum vallarins. „Bara blanda, vörn og sókn. Við gerðum vel að halda fyrir framan okkur. Gerðum að mér fannst feykivel á bakverðina þeirra í dag. Devos náttúrulega dregur svolítið vagninn fyrir þær, er með hvað, 21 stig í fyrri hálfleik? Mikið af því sem hún var að skora var á opnum velli. Náðum að gera betur á hana.“ „Sóknarlega fannst mér þetta var geggjaður liðssigur. Þetta er það sem við höfum staðið fyrir síðustu mánuði. Þetta snýst ekki um einn eða tvo leikmenn. Endalaust tal um okkar frábæru atvinnumenn sem eru geggjaðir. Það er alltaf, það er alltaf, þegar við erum að vinna þessa leik það er risaframlag. Hvort sem það er Eygló, Krista, Hulda, Sara, Lára, Anna. Það skal vera framhald á því.“ Andri spurði Einar að lokum út í hugarfarið hjá liðinu eftir að það lenti 2-0 undir í einvíginu. „Þessar stelpur sýna bara að þær trúa á sig og sitt. Mér finnst gildin þeirra skína hér í gegn. Það er ofboðslega eining í þessu liði. Það er ofboðsleg trú gagnvart hverri annarri og traust. Mér finnst það bara skína í gegn, hvort sem það er í vörn eða sókn. Nú erum við bara búnar að þrýsta þessu í oddaleik og það er bara partý framundan.“ Emil Barja: „Eins og við yrðum þreyttari en þær“ Emil Barja pollrólegur á hliðarlínunni að vandaVísir/Jón Gautur Emil Barja, þjálfari Hauka, var með einföld svör þegar hann var spurður hvað gerði það að verkum að Njarðvík vann í kvöld. „Þær settu stór skot ofan í. Þær voru bara að spila vel og við vorum að klúðra, sérstaklega varnarlega. Varnaráherslur og færslur sem voru að klúðrast hjá okkur.“ Aðeins munaði einu stigi á liðunum í hálfleik og Emil var nokkuð bjartsýnn á þeim tímapunkti. „Mér fannst við eiga mikið inni þegar við fórum inn í hálfleikinn. Mér leið ágætlega með hálfleikinn og að við gætum keyrt aðeins meira á þær en það var eins og við yrðum þreyttari en þær.“ Hann gat þó bent á ákveðið augnablik þar sem leikurinn sveiflaðist endanlega. „Ætli það séu ekki þessir þrír þristar þarna í röð hjá Láru. Vörnin klúðrast svolítið hjá okkur. Ég verð líka bara að taka það á mig. Það er bara mitt upplegg sem að er að valda þessu. Þannig að við þurfum bara eitthvað að skoða þetta og endurskoða hlutina og hvað við ætlum að gera.“ Hann sagði að það hefði ekkert komið Haukum á óvart í varnarleik Njarðvíkinga en Haukar skoruðu nánast ekki neitt undir lok þriðja leikhluta og í byrjun fjórða. „Ekki neitt sérstakt. Mér fannst við fá oft ágætlega opin sniðskot sem við vorum bara óheppnar að klikka. Fannst við fá ágætlega opin skot sem við vorum líka óheppnar að klikka úr. Margt sem við gerðum sóknarlega allt í lagi. Við hefðum getað látið boltann ganga aðeins betur en svo sem ekkert neitt æðislegt sem þær gerðu nýtt sem olli því að við vorum ekki að skora mikið.“ Emil vildi ekki meina að hans konur væru að fara á taugum á þessum tímapunkti. „Nei, nei. Þetta er bara ennþá sama markmið, að vinna þrjá í úrslitunum. Það er bara alltaf þetta sama leiðinlega „bullshit“ svar. Við erum ekkert að fara á taugum, við erum bara að fara í næsta leik. Bara síðasti leikur, nú verður bara allt skilið eftir á gólfinu. Er þetta ekki bara það sem allir vilja? Allir áhorfendur, stuðningsfólk og áhugafólk um körfubolta. Þetta verður örugglega bara gaman og fjör.“