Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2025 10:01 Paul Pierce sést hér á leik með Boston Celtics í TD Garden. Getty/Maddie Meyer Paul Pierce er fyrrum NBA meistari með Boston Celtics en starfar nú sem körfuboltaspekingur í bandarísku sjónvarpi. Hann er greinilega ekki mjög getspakur en tekur aftur á móti ábyrgð á slæmum spám sínum. Boston Celtics er ríkjandi NBA-meistari og vann 61 leik í deildarkeppninni. Það bjuggust því flestir að þeir myndu slá út New York Knicks í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Boston tapaði hins vegar tveimur fyrstu leikjunum sem voru báðir á heimavelli Celtics. Næstu tveir leikir fara fram í New York og vinni Knicks þá er liðið komið í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Eftir tapið í fyrsta leiknum þá var Pierce svo sannfærður um það að Boston menn myndu svara í leik tvö. Þeir höfðu tapað niður tuttugu stiga forskoti í fyrsta leiknum og hitt hörmulega fyrir utan þriggja stiga línuna. Pierce var svo viss um að Boston tæki næsta leik að hann gaf stórt loforð í beinni útsendingu. „Ef Celtics liðið tapar leik tvö þá lofa ég ykkur því að ég mun labba heim eftir leikinn. Ég verð í sloppnum mínum, skólaus og berfættur. Veðjið húsinu ykkar á þennan leik. Það eru meiri líkur á því að fara út úr húsinu þínu og sjá risaeðlu en að Celtics tapi leik tvö,“ sagði Paul Pierce. Boston náði reyndar aftur tuttugu stiga forskoti í leik tvö en missti það aftur niður og New York Knicks vann leikinn á endanum með einu stigi, 91-90. Pierce fór ekkert í felur þrátt fyrir þessa hörmulegu spá sína og gekk alla leiðina heim. Hann var í sloppinum sínum og göngutúrinn tók hann átta klukkutíma. Pierce birti myndband af sér á göngunni um miðja nótt eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) NBA Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Fleiri fréttir Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Sjá meira
Boston Celtics er ríkjandi NBA-meistari og vann 61 leik í deildarkeppninni. Það bjuggust því flestir að þeir myndu slá út New York Knicks í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Boston tapaði hins vegar tveimur fyrstu leikjunum sem voru báðir á heimavelli Celtics. Næstu tveir leikir fara fram í New York og vinni Knicks þá er liðið komið í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Eftir tapið í fyrsta leiknum þá var Pierce svo sannfærður um það að Boston menn myndu svara í leik tvö. Þeir höfðu tapað niður tuttugu stiga forskoti í fyrsta leiknum og hitt hörmulega fyrir utan þriggja stiga línuna. Pierce var svo viss um að Boston tæki næsta leik að hann gaf stórt loforð í beinni útsendingu. „Ef Celtics liðið tapar leik tvö þá lofa ég ykkur því að ég mun labba heim eftir leikinn. Ég verð í sloppnum mínum, skólaus og berfættur. Veðjið húsinu ykkar á þennan leik. Það eru meiri líkur á því að fara út úr húsinu þínu og sjá risaeðlu en að Celtics tapi leik tvö,“ sagði Paul Pierce. Boston náði reyndar aftur tuttugu stiga forskoti í leik tvö en missti það aftur niður og New York Knicks vann leikinn á endanum með einu stigi, 91-90. Pierce fór ekkert í felur þrátt fyrir þessa hörmulegu spá sína og gekk alla leiðina heim. Hann var í sloppinum sínum og göngutúrinn tók hann átta klukkutíma. Pierce birti myndband af sér á göngunni um miðja nótt eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore)
NBA Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Fleiri fréttir Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Sjá meira