
Átti eitt besta hlaup sögunnar og gekk frá heimsmetinu
Óhætt er að segja að hin bandaríska Sydney McLaughlin hafi stolið senunni á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Eugene í Oregon í nótt. Hún lék sér að því að slá eigið heimsmet í 400 metra grindahlaupi.

Höfðinu styttri en lögreglan leysti málið
Þau sem fylgst hafa með heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum hafa ef til vill orðið vör við stórt, gult lukkudýr, Stórfót, sem glatt hefur bæði áhorfendur og keppendur. Höfði hans var stolið á mánudaginn.

Einstakt afrek á hlaupabrautinni
Hin jamaíska Shericka Jackson varð í nótt heimsmeistari í frábæru 200 metra hlaupi á HM í frjálsum íþróttum í Eugene í Bandaríkjunum. Hún hjó nærri heimsmeti.

Dæmdur úr leik fyrir þjófstart þó hann hafi ekki þjófstartað
Bandaríkjamenn unnu fjöldan allan af verðlaunum á HM í frjálsum íþróttum á þriðja degi mótsins sem nú fer fram í Eugene í Bandaríkjunum. Það var þó ekki það sem var helst rætt um eftir dag þrjú en grindahlauparinn Devon Allen stal fyrirsögnunum.

Pabbinn lýsti afar óvæntum HM-sigri sonarins
Einn óvæntasti sigurinn á HM í frjálsum íþróttum vannst í nótt þegar Bretinn Jake Wightman, sem 28 ára gamall þekkti það varla að hafa unnið verðlaun á stórmóti, vann 1.500 metra hlaup. Pabbi hans lýsti hlaupinu fyrir öllum áhorfendum á Hayward Field leikvanginum.

Lærisveini Vésteins velt af Ståhlli
Það var mikið um óvænt úrslit á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Bandaríkjunum í nótt og sigurstranglegir ólympíumeistarar þurftu að horfa á eftir gullverðlaunum.

Tökumaður þvældist fyrir í úrslitahlaupi á HM
Keppendur í úrslitum 3.000 metra hindrunarhlaups þurftu að glíma við nýja og óvænta hindrun á sjálfu heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Eugene í Bandaríkjunum í nótt. Myndatökumaður hafði gleymt sér á hlaupabrautinni.

Unglingalandsmót UMFÍ snýst um gleði og samveru
Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Selfossi 29. til 31. júlí. Skráning er í fullum gangi og stendur til mánudagsins 25. júlí. Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri móta UMFÍ, segir mótið langþráðan viðburð eftir tveggja ára hlé. Þar geti allir fundið eitthvað við sitt hæfi.

„Já, ég sagði 35 ára“
Shelly-Ann Fraser-Pryce gerði nokkuð sem engri manneskju hefur tekist þegar hún, 35 ára gömul, varð í nótt heimsmeistari í 100 metra hlaupi á HM í frjálsum íþróttum í Oregon í Bandaríkjunum.

Guðni Valur kastaði sig inn á EM - myndskeið
Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason kastaði kringlu sinni yfir lágmark fyrir komandi Evrópumót þegar hann tók þátt á Nike-móti FH í dag.

Duplantis setur enn eitt heimsmetið
Svíinn Armand Duplantis sló í kvöld heimsmetið í stangarstökki utandyra. Hann fór yfir 6,16 metra.

Lengdu bannið hennar í ellefu ár
Nígeríska spretthlaupakonan Blessing Okagbare verður í banni í rúmlegan áratug eftir að bann hennar var lengt í gær.

Afrekaði það sama og stórstjarnan faðir hans en bara 46 árum seinna
Þeir sem muna eftir súperstjörnunni Daley Thompson ætti að hafa gaman af því að sjá Elliot Thompson feta í fótspor föður síns á breska meistaramótinu í frjálsum íþróttum um helgina.

Íris Anna og Daníel Ingi unnu flest gull á meistaramótinu í frjálsum íþróttum
FH-ingarnir Íris Anna Skúladóttir og Daníel Ingi Egilsson voru sigursælust á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fór fram á heimavelli þeirra í Kaplakrika um helgina.

Hættir við að keppa á HM af því að keppnin fer fram á sunnudegi
Bandaríski stangarstökkvarinn Alina McDonald vann sér um helgina sæti á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í næsta mánuði með því að ná öðru sæti á bandaríska meistaramótinu. Hún mun þó ekki þiggja það.

Ráðist á hlaupara skömmu fyrir keppni en hann vann samt og það á mettíma
Franski frjálsíþróttamaðurinn Wilfried Happio lét ekki líkamsárás í upphitun stöðva sig á franska meistaramótinu í frjálsum íþróttum um helgina.

Hlynur kom fyrstur í mark á nýju mótsmeti
Hlauparinn Hlynur Andrésson úr ÍR kom fyrstur í mark í 5000 metra hlaupi á nýju mótsmeti á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór um helgina. Í kvennaflokki var það Íris Anna Skúladóttir sem kom fyrst í mark.

Guðni Valur rétt marði sigur og Erna Sóley vann með yfirburðum
Íslandsmethafinn í kringlukasti, Guðni Valur Guðnason úr ÍR, rétt marði sigur í kringlukasti karla á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fer í Kaplakrika í Hafnarfirði um helgina. Þá sigraði Íslandsmethafinn Erna Sóley Gunnarsdóttir í kúluvarpi kvenna.

Gætu fylgt í fótspor FINA og bannað transkonur frá keppni í kvennaflokki
Sebastian Coe, forseti alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, hefur gefið í skyn að sambandið gæti fylgt í fótspor alþjóðasundsambandsins FINA og bannað transkonum að taka þátt í kvennaflokki.

Bætingar í Breiðholti á 115 ára afmæli ÍR
Það er ekki lítið sem ÍR hefur lagt til samfélagsins á sinni 115 ára sögu! Á frjálsíþróttasviðinu voru ÍR-ingar í fararbroddi á síðustu öld allt frá upphafi, báðir verðlaunahafar Íslands á Ólympíuleikum ÍR-ingar. Fjöldi annarra Ólympíufara, landsliðsmanna og leiðtoga hefur stolt borið ÍR merkið í barmi.