Mannauðsmál

Fréttamynd

Hvetur stjórnendur til að prófa önnur störf og að standa sjálfir í eldlínunni

„Það er svo dýrmæt reynsla að setja sig í spor fólksins og prófa á eigin skinni að vera í eldlínunni. Hvernig eru viðskiptavinirnir til dæmis að tala við starfsfólkið? Hverjar eru helstu áskoranirnar, flækjurnar eða núningarnir og í hverju felast verkefnin sem okkar fólk er að kljást við dag frá degi,“ segir María Dís Gunnarsdóttir mannauðstjóri OK.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Forstjórinn tók vakt í vöruhúsinu, fagsölumaðurinn gerði blómvendi og vörustjórinn fór á kassa

„Forstjórinn og launafulltrúinn tóku til dæmis vakt í vöruhúsinu. Fjármálastjórinn og deildarstjóri UT tóku vakt í pípudeild og einn af fagsölumönnunum okkar sem starfar við að selja stórum verktökum fór í Blómaval og gerði blómvendi!“ nefnir Edda Björk Kristjánsdóttir mannauðstjóri Húsasmiðjunnar sem dæmi um starfaskipti starfsfólks Húsasmiðjunnar, sem stóð fyrir starfaskiptaviku fyrir um mánuði síðan.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Það er alltaf hægt að gera betur“

„Með hverjum degi koma ný tækifæri, bæði til að bæta sig og til að læra nýja hluti. Ég er með þannig hugarfar að grasið er ekki grænna hinum megin og að maður ætti að rækta það sem maður hefur. Í rauninni finnst mér þetta eiga við um allt sem maður tekur sér fyrir hendur,“ segir Anna H. Johannessen, mannauðsstjóri samstæðunnar 1912.

Samstarf
Fréttamynd

Í kjölfar Covid: Miklu fleira en Stóra uppsögnin í gangi

Í kjölfar heimsfaraldurs hefur mikið verið fjallað um Stóru uppsögnina, eða The Great Resignation tímabilið. Þar sem sú þróun sýndi sig á vinnumarkaði um allan heim að hlutfallslega hefðu aldrei jafn margir sagt upp störfum sínum og hreinlega tekið ákvörðun um að gera eitthvað nýtt eða öðruvísi.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Við vorum alveg skíthrædd fyrst og hugsuðum bara með okkur Úff!“

„Við vorum alveg skíthrædd fyrst og hugsuðum bara með okkur Úff! Spurðum þau hjá VIRK hvort þau væru viss um að þau vildu blanda sér í þessa umræðu,“ segir Rósa Hrund Kristjánsdóttir hönnunarstjóri Hvíta hússins þegar hún rifjar upp aðdraganda þess að auglýsingaherferðin Það má ekkert lengur var búin til.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Vinkonur og vinna: „Þetta er ekkert ólíkt því að eiga maka í vinnunni!“

„Við kynnumst þegar við fórum báðar í markþjálfun og uppgötvuðum hvað við ættum ofboðslega margt sameiginlegt. Hin talaði og þá hugsaði maður: Hvernig vissi hún þetta um mig? Þetta var eins og að kynnast systur sem ég vissi ekki að ég ætti,“ segir Erla Björnsdóttir mannauðstjóri Sjúkrahússins á Akureyri og skellihlær.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Stóra uppsögnin: 22% sjá eftir því að hafa sagt upp vinnunni

Í kjölfar Covid reið yfir atvinnulífið um allan heim bylgja sem aldrei áður hefur þekkst: Stóra uppsgögnin. Þar sem fólk í hrönnum sagði upp störfum sínum. Stundum til að fylgja eftir stórum draumum um róttækar breytingar. Stundum til að gerast giggarar. Stundum til að vinna fjarvinnu Og svo framvegis og svo framvegis.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Það er geggjað að upplifa þessi Aha! móment stjórnenda“

„Við höldum á svo mörgum boltum á lofti alla daga. Ekki bara í vinnunni, heldur líka þegar að við komum heim. Þess vegna segjum við oft að það að fara til markþjálfa sé eins og að fara úr storminum í lognið,“ segir Anna María Þorvaldsdóttir stjórnendaþjálfi hjá Víðsýni.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Trendin 2023: „Við getum ekki lengur treyst á reynslu fortíðarinnar“

„Við getum ekki lengur treyst á reynslu fortíðarinnar heldur verðum við að horfa til framtíðar og vera tilbúin að bregðast við óþekktri framtíð,“ segir Íris Sigtryggsdóttir stjórnendaráðgjafi hjá Eldar Coaching og stjórnarkona í Mannauði, félagi mannauðsfólks á Íslandi, um áherslur í mannauðsmálum framundan.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Trendin 2023: Hæfni en ekki starfsheiti eða prófgráður verður málið

„Hæfniþættir verða miðjan í vinnunni, ekki starfsheiti eða prófgráður. Við munum gera spár um mannaflaþörf, ráðningar, skipulag fræðslu, starfsþróun og fleira út frá hæfniþáttum en ekki starfsheitum eða deildum,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir stjórnunarráðgjafi og annar stofnenda Opus Futura meðal annars um áherslur í mannauðsmálum árið 2023.

Atvinnulíf