Fréttamynd

Vaxtabætur skornar niður við trog!

Það er ef til vill að bera í bakkafullan lækinn að ræða stöðu þeirra sem bera byrðar vegna íbúðaskulda á Íslandi. Einn er þó sá þáttur þeirra mála sem furðu litla athygli hefur fengið og það er beinn stuðningur ríkisins við tekjulágar fjölskyldur í þessari stöðu gegnum vaxtabótakerfið.

Skoðun
Fréttamynd

Heilbrigðiskerfið og fjárlögin

Nú hafa þau undur og stórmerki gerst að áhrifamenn úr stjórnarflokkunum hafa gengið fram fyrir skjöldu og sagt að sú útreið sem heilbrigðiskerfið og þó einkum Landspítali – háskólasjúkrahús (LSH) fá í fjárlagafrumvarpi þeirra eigin ríkisstjórnar sé með öllu ótæk.

Skoðun
Fréttamynd

Fjárlagafrumvarp óvissu og vonbrigða

Fram komið fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar veldur vonbrigðum og vekur áhyggjur. Markmiði um jöfnuð í ríkisfjármálum er að vísu náð að nafninu til með millifærslu frá Seðlabanka til ríkissjóðs upp á um 10 milljarða króna.

Skoðun
Fréttamynd

Auglýst eftir ábyrgð!

Að undanförnu hafa stjórnarliðar fært fyrir því kostuleg rök að auðlegðarskattur hljóti nú að leggjast af. Þeir telja að sökum þess að lagaákvæði þar um hafi ekki ótímabundið gildi verði skatturinn að hverfa.

Skoðun
Fréttamynd

Ísland með fyrstu einkunn, -að utan!

Í vikunni bárust a.m.k tvær jákvæðar fréttir sem tengjast áherslum Íslands í velferðarmálum. Báðar fréttirnar sýna að viðbrögð okkar við hruninu hafi verið félagslega meðvituð og árangursrík á sviði velferðarmálanna.

Skoðun
Fréttamynd

VG og framtíðin!

Nú rúmri viku bak kosningum og meðan vöfflubakstur stendur yfir á vegum framsóknar- og sjálfstæðismanna er ekki úr vegi að tjá hug sinn til kosningaúrslitanna.

Skoðun
Fréttamynd

Íslendingar snúa heim

Umtalsvert fleiri fluttu til landsins en frá því á 1. fjórðungi 2013 samkvæmt tölum Hagstofunnar og er það annan ársfjórðunginn í röð. Þetta eru mikil og góð umskipti frá árum fyrst eftir hrun, einkum frá árinu 2009. Að sjálfsögðu gleðitíðindi og staðfesta aukna bjartsýni og trú á framtíðina á Íslandi. Bati á vinnumarkaði á hlut að máli og ríma þessar tölur um jákvæðan flutningsjöfnuð ágætlega við tölur um lækkun atvinnuleysis og fjölgun starfa. Fleira fólk flytur heim því meiri vinnu er að hafa.

Skoðun
Fréttamynd

Aðgerðir í þágu nýsköpunar og nýfjárfestingar

Fjölbreyttar aðgerðir undanfarin ár til stuðnings nýfjárfestingu og nýsköpun sýna að margt hefur áunnist í þeim málaflokkum. Hér að neðan hef ég tekið saman stuttan en langt í frá tæmandi lista yfir aðgerðir sem núverandi ríkisstjórn hefur ráðist í í þessum málaflokki. Og eftir stendur spurningin; Fyrst þessi ríkisstjórn gat áorkað þessu í þeirri þröngu stöðu sem hún var í eftir efnahagshrunið – af hverju komu fyrri ríkisstjórnir ekki meiru í verk þegar staða ríkissjóðs var allt önnur og betri? Við því eru til fá svör.

Skoðun
Fréttamynd

Ísland og erlendir kröfuhafar

Þó svo að mörg þúsund milljarðar króna afskrifist vegna hruns stóru viðskiptabankanna í október 2008 standa umtalsverðar upphæðir eftir í þrotabúum þeirra. Ísland á gríðarlega mikið undir því að uppgjör þessara eigna og brotthvarf þeirra úr hagkerfinu stefni stöðugleika og hagsmunum samfélagsins ekki í voða samhliða því að okkur takist að afnema fjármagnshöft. Mestu hagsmunir þeirra erlendu aðila sem eiga kröfur í bú gömlu bankanna liggja í því að fá aðgang að eignum í erlendri mynt. Þær eignir nema 1.500-1.700 milljörðum króna.

Skoðun
Fréttamynd

Viðburðaríkir dagar!

Það hafa verið viðburðaríkir dagar að undanförnu, svo sannarlega. Alþingi kom saman um miðjan janúar og hóf störf með endanlegri afgreiðslu Rammaáætlunar; en margt annað hefur orðið tíðinda. Góðu fréttirnar eru þar yfirgnæfandi að mínu mati og árið 2013 fer í heild vel af stað á Íslandi þótt blikur sé víða á lofti í helstu viðskiptalöndum okkar, þar af leiðandi einnig hjá okkur, því við erum ekki eyland heldur hluti af samþættum heimi. Þar til viðbótar er við okkar heimatilbúna og sjálfskapaða vanda að etja sem hrunið olli.

Skoðun
Fréttamynd

Fleiri konur við stjórnvölinn

Hinn 1. september næstkomandi taka gildi ný lög sem tryggja eiga lágmarkskynjajafnvægi í stjórnum fyrirtækja yfir ákveðinni stærð.

Skoðun
Fréttamynd

Olíuleitarleyfi á Drekasvæðinu

Fyrir ríflega viku voru veitt tvö sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis á svokölluðu Drekasvæði. Útgáfa leyfa nú er áfangi á langri leið, hvort sem við lítum til borunar rannsóknarholu í Flatey á Skjálfanda upp úr 1980 eða rekjum upphafið til ályktunar Alþingis frá 1997 um skipun starfshóps um "hvort rétt sé að hefja markvissar rannsóknir á því hvort að olía eða gas finnist á landgrunni Íslands“.

Skoðun
Fréttamynd

Metár í ferðaþjónustu

Nú liggur fyrir að árið 2012 verður algert metár í íslenskri ferðaþjónustu. Flest bendir til að fjöldi erlendra ferðamanna verði nálægt 670 þúsund á yfirstandandi ári.

Skoðun
Fréttamynd

Spámaður snýr aftur!

Fræg er innkoma hins danska Lars Christensen í umræður um íslensk efnahagsmál árið 2006. Lars karlinn var ekki sleginn blindu á ójafnvægið, skuldsetninguna og hætturnar í íslensku efnahagsbólunni eins og flestir hér heima. Hann horfði á mælana, kannaði undirliggjandi hagvísa og dró sínar ályktanir um að hér stefndi í óefni og reyndist sannspár eins og við þekkjum. Nýfrjálshyggju- og útrásarliðið á Íslandi tók gagnrýni hans illa eins og yfirleitt öllu og öllum sem ekki tóku þátt í lofgerðarsöngnum um íslensku snilldina. Lars þótti vera veisluspillir sem stýrðist af litlu öðru en sérstakri tegund af danskri öfund og var þannig afgreiddur út úr umræðunni.

Skoðun
Fréttamynd

Nýtt ráðuneyti allra atvinnugreina

Á laugardaginn tók til starfa nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og með því hafa stjórnvöld og atvinnulífið eignast öflugt tæki til stefnumótunar, framþróunar og nýsköpunar. Markmiðið er skýrt og klárt – að búa eins vel og kostur er í haginn fyrir öflugt atvinnulíf.

Skoðun
Fréttamynd

Lesum í sporin!

Í eðlilegri gremju sinni og vonbrigðum með hrunið og eftirköst þess beina margir óánægju sinni að sitjandi valdhöfum, okkur sem tókum við keflinu 1. febrúar 2009, og finnst að hægt hafi gengið að kippa hlutunum í lag. Og með rétti má segja að almenningur hafi hvoru tveggja, mikið til síns máls og rök fyrir sinni óánægju. Auðvitað hefur gengið hægt og hægar en við öll vildum að komast út úr erfiðleikunum. Samt er það þannig að ef raunsær mælikvarði og sanngjarn er lagður á hlutina var vart við öðru að búast. Áfallið hér var risavaxið og horfurnar satt best að segja svo dapurlegar fram eftir og út árið 2009 og inn á árið 2010 að séð í því ljósi er bjart yfir Íslandi nú. Óveðurský þjóðargjaldþrots, efnahagslegrar bráðnunar, stórfellds landflótta eða annarra stórhörmunga, sem ýmsir spáðu, eru að baki.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkissjóður okkar og annarra

Alvarlegar horfur í efnahagslífi fjölmargra Evrópulanda eiga ekki síst rætur sínar að rekja til þungrar skuldabyrði og hallareksturs ríkissjóða. Margir telja að komið sé að ystu mörkum þess sem viðkomandi ríki muni ráða við og svigrúm þeirra til aðgerða gagnvart efnahagskreppunni að sama skapi takmarkað. Er svo komið meira að segja að þrefalt A lánshæfismat best settu ríkjanna er ekki lengur talið öruggt. Í samanburði við flest ef ekki öll lönd Evrópu voru áhrif efnahagsáfallanna 2008 mun svakalegri á hagkerfi okkar Íslendinga. Áhrifin á afkomu ríkissjóðs voru geigvænleg en þar varð viðsnúningur frá nokkurra prósenta afgangi í yfir hátt í 14% halla í einni andrá í lok árs 2008. Eins og allir þekkja munaði þar mest um gjaldþrot Seðlabanka Íslands upp á tæplega 200 mia. k

Skoðun
Fréttamynd

Endurreisn efnahagslífsins er að heppnast

Efnahagshrun af þeirri stærðargráðu sem varð hér á landi árið 2008 hefur óumflýjanlega fjölþætt neikvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs. Þegar tvennt gerist samtímis, harkalegt fall verður í tekjum ríkissjóðs og útgjöld stóraukast, þarf ekki að sökum að spyrja. Tekjufallið skýrist einkum af því að froðutekjur ofþensluáranna hurfu eins og dögg fyrir sólu og samdráttur í hagkerfinu varð nálægt 11% á tveimur árum. Einnig var tekjuöflunarkerfi ríkisins, hinir almennu og stöðugu skattstofnar, þannig á sig komið eftir nýfrjálshyggjutímann að það gat ekki staðið undir lágmarkssamneyslu.

Skoðun
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.