Sérhagsmunaliðið Steingrímur J. Sigfússon skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Í kosningabaráttunni síðastliðið haust og oft endranær í stjórnmálumræðunni krýna margir sig iðulega með slagorðum sem eiga að undirstrika gæði eða yfirburði hlutaðeigandi sem fulltrúa almennings. Einna vinsælast er að segja að viðkomandi sé; „fulltrúi almannahagsmuna og gegn sérhagsmunum“. Síðan hljómar auðvitað vel að vera „umbótasinnaður“, vilja „kerfisbreytingar“ vera „faglegur“, afburða „frjálslyndur“ og þar fram eftir götunum. Ef þú vilt vera alveg klár á hlutunum og hafa umbúðirnar eins söluvænar og nokkur kostur er þá er vænlegt að slá þessu öllu saman og segjast vera; „umbótasinnaður, frjálslyndur, faglegur, lýðræðislegur, kerfisbreytinga-miðjuflokkur eða miðjumaður“. En hvað stendur stjórnmálamaður eða flokkur raunverulega fyrir og hvenær og hvernig birtist það? Jú, það birtist í verkunum. Verkin sýna merkin eins og sagt er. Það birtist í afstöðu til mála, t.d. þegar þingmenn greiða atkvæði og þegar þingmenn flytja mál. Tökum sem dæmi þingmannahópinn sem enn á ný flytur þingmálið um brennivín í búðir og þá sem hyggjast styðja það. Gæti vera þingmanna í þeim hópi, eða eftir atvikum afstaða flokka, að því marki sem þeir skipa sér í fylkingar með eða á móti, verið betri mælikvarði en fallegar nafngiftir sem menn velja sér sjálfum. Lítum aðeins nánar á það.1. Byggir frumvarpið um brennivín í búðir á faglegi nálgun? Nei, varla verður það sagt þegar allir helstu fagaðilar sem gerst til þekkja, uppeldis-, fræðslu-, forvarna- og heilbrigðisfagfólk með landlækni í broddi fylkingar leggjast alfarið gegn málinu.2. Byggir málið á sterkum lýðræðislegum grunni? Er ástæða til að ætla að meirihluti kjósenda, uppspretta valdsins, vilji þessa breytingu? Svarið er nei. Allar nýlegustu mælingar hafa sýnt að meirihluti landsmanna er á móti málinu. Fólk vill þetta almennt ekki.3. Er þetta augljóst, jákvætt kerfisbreytinga-umbótamál og í hverju felast þá umbæturnar? Engar umbætur eru sjáanlegar. Er ekki staðreyndin sú að fyrirkomulagið í dag er skilvirkt og tryggir jafnræði í þeim skilningi að varan stendur landsmönnum til boða á sama verði hvar sem er á landinu? Almenningur er ánægður með þjónustuna samanber ítrekaðar mælingar samkvæmt svonefndri ánægjuvog.4. Er eitthvað sérstaklega frjálslynt við það að hundsa lýðheilsurök? Svari því hver fyrir sig.5. Er þetta mál í þágu almannahagsmuna og gegn sérhagsmunum? Nei, svo vill til að það er akkúrat öfugt. Almenningur biður ekki um þessar breytingar og þvert á móti er almenn hneykslun í samfélaginu á því að þetta skuli vera í þvílíkum forgangi sem raun ber vitni hjá þeim sem að málinu standa. Það eru eigendur stórverslunarinnar í landinu sem vilja þessar breytingar. Það eru þeirra hagsmunir sem drífa þetta mál áfram og það er þeirra sérhagsmunum sem hér er verið að þjóna. Aðstandendur málsins eru því sérhagsmunalið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Í kosningabaráttunni síðastliðið haust og oft endranær í stjórnmálumræðunni krýna margir sig iðulega með slagorðum sem eiga að undirstrika gæði eða yfirburði hlutaðeigandi sem fulltrúa almennings. Einna vinsælast er að segja að viðkomandi sé; „fulltrúi almannahagsmuna og gegn sérhagsmunum“. Síðan hljómar auðvitað vel að vera „umbótasinnaður“, vilja „kerfisbreytingar“ vera „faglegur“, afburða „frjálslyndur“ og þar fram eftir götunum. Ef þú vilt vera alveg klár á hlutunum og hafa umbúðirnar eins söluvænar og nokkur kostur er þá er vænlegt að slá þessu öllu saman og segjast vera; „umbótasinnaður, frjálslyndur, faglegur, lýðræðislegur, kerfisbreytinga-miðjuflokkur eða miðjumaður“. En hvað stendur stjórnmálamaður eða flokkur raunverulega fyrir og hvenær og hvernig birtist það? Jú, það birtist í verkunum. Verkin sýna merkin eins og sagt er. Það birtist í afstöðu til mála, t.d. þegar þingmenn greiða atkvæði og þegar þingmenn flytja mál. Tökum sem dæmi þingmannahópinn sem enn á ný flytur þingmálið um brennivín í búðir og þá sem hyggjast styðja það. Gæti vera þingmanna í þeim hópi, eða eftir atvikum afstaða flokka, að því marki sem þeir skipa sér í fylkingar með eða á móti, verið betri mælikvarði en fallegar nafngiftir sem menn velja sér sjálfum. Lítum aðeins nánar á það.1. Byggir frumvarpið um brennivín í búðir á faglegi nálgun? Nei, varla verður það sagt þegar allir helstu fagaðilar sem gerst til þekkja, uppeldis-, fræðslu-, forvarna- og heilbrigðisfagfólk með landlækni í broddi fylkingar leggjast alfarið gegn málinu.2. Byggir málið á sterkum lýðræðislegum grunni? Er ástæða til að ætla að meirihluti kjósenda, uppspretta valdsins, vilji þessa breytingu? Svarið er nei. Allar nýlegustu mælingar hafa sýnt að meirihluti landsmanna er á móti málinu. Fólk vill þetta almennt ekki.3. Er þetta augljóst, jákvætt kerfisbreytinga-umbótamál og í hverju felast þá umbæturnar? Engar umbætur eru sjáanlegar. Er ekki staðreyndin sú að fyrirkomulagið í dag er skilvirkt og tryggir jafnræði í þeim skilningi að varan stendur landsmönnum til boða á sama verði hvar sem er á landinu? Almenningur er ánægður með þjónustuna samanber ítrekaðar mælingar samkvæmt svonefndri ánægjuvog.4. Er eitthvað sérstaklega frjálslynt við það að hundsa lýðheilsurök? Svari því hver fyrir sig.5. Er þetta mál í þágu almannahagsmuna og gegn sérhagsmunum? Nei, svo vill til að það er akkúrat öfugt. Almenningur biður ekki um þessar breytingar og þvert á móti er almenn hneykslun í samfélaginu á því að þetta skuli vera í þvílíkum forgangi sem raun ber vitni hjá þeim sem að málinu standa. Það eru eigendur stórverslunarinnar í landinu sem vilja þessar breytingar. Það eru þeirra hagsmunir sem drífa þetta mál áfram og það er þeirra sérhagsmunum sem hér er verið að þjóna. Aðstandendur málsins eru því sérhagsmunalið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun