Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020

Fréttamynd

Kosningasvindl í Bandaríkjunum?

Víðtækt samsæri var um að breyta kosninganiðurstöðum í Ohio-ríki í forsetakosningunum í Bandaríkjunum og var öllum ráðum beitt til að tryggja sigur Bush forseta þar. Þessu heldur hópur sem Jesse Jackson fer fyrir fram og hefur krafist rannsóknar. 

Erlent
Fréttamynd

Láta rannsaka kosningarnar

Demókrataflokkurinn hefur ákveðið að hefja rannsókn á því hvernig staðið var að framkvæmd bandarísku forsetakosninganna í Ohio, en niðurstaðan þar réði úrslitum um að repúblikaninn George W. Bush bar sigurorð af demókratanum John Kerry.

Erlent
Fréttamynd

Gonzales í stað Ashcroft

George W. Bush Bandaríkjaforseti valdi einn helsta ráðgjafa sinn í stríðinu gegn hryðjuverkum til að taka við af embætti dómsmálaráðherra af John Ashcroft. Fyrir valinu varð Alberto Gonzales, samherji Bush frá því á ríkisstjóraárum forsetans frá Texas.

Erlent
Fréttamynd

Uppstokkun í stjórn Bush

John Ashcroft dómsmálaráðherra og Don Evans viðskiptaráðherra urðu fyrstu ráðherrarnir til að segja af sér eftir endurkjör George W. Bush Bandaríkjaforseta. Fyrir lá að einhverjar breytingar yrðu gerðar á ráðherraskipan fyrir seinna kjörtímabil Bush og var Ashcroft meðal þeirra sem búist var við að myndu láta af störfum.

Erlent
Fréttamynd

Uppstokkun í Hvíta húsinu

Tveir ráðherrar úr ríkisstjórn Bush Bandaríkjaforseta hafa sagt af sér. Það eru John Ashcroft dómsmálaráðherra og Donald Evans viðskiptaráðherra. Búist var við afsögn beggja en afsagnarbréf þeirra voru dagsett sama dag og Bush sigraði í forsetakosningunum vestra.

Erlent
Fréttamynd

Til sálfræðings vegna tapsins

Stuðningsmenn Johns Kerry í bandarísku forsetakosningunum hafa margir hverjir leitað til sálfræðinga eftir hjálp við að jafna sig á áfallinu eftir ósigur hans fyrir George W. Bush Bandaríkjaforseta.

Erlent
Fréttamynd

Fjölskyldugildi skiptu sköpum

Hvers vegna urðu úrslit bandarísku forsetakosninganna sem raun ber vitni? Svo virðist sem gömul trúarleg fjölskyldugildi hafi í raun verið stærsta kosningamálið - ekki Íraksmálin.

Erlent
Fréttamynd

Skattar og eftirlaun í brennidepli

Helstu áhersluefni George W. Bush Bandaríkjaforseta á seinna kjörtímabili sínu sem forseti verða þau að stokka upp skattkerfið og gjörbreyta eftirlaunakerfinu. Bush vill breyta eftirlaunakerfinu þannig að fólk hafi meira forræði yfir eftirlaunasparnaði sínum og geti lagt iðgjöld sín inn á eigin eftirlaunareikninga.

Erlent
Fréttamynd

Græddi á ótta við hjónabönd homma

Kosningar um stjórnarskrárbann við hjónaböndum samkynhneigðra sem fóru fram samhliða forsetakosningunum í Bandaríkjunum hjálpaði George W. Bush að tryggja sér endurkjör. Ástæðan er sú að fjöldi íhaldssamra kjósenda sem ella er óvíst hvort hefðu farið á kjörstað mætti til að greiða atkvæði með banninu.

Erlent
Fréttamynd

New Hampshire skiptir um lit

John Kerry virðist hafa tryggt sér sigur í New Hampshire. Þar með hefur það gerst í fyrsta skipti í þessum kosningum að ríki sem kaus George W. Bush fyrir fjórum árum hafi ekki kosið hann nú. Hins vegar hefur Bush enn sem komið er ekki tryggt sér sigur í neinu þeirra ríkja sem Al Gore sigraði í fyrir fjórum árum.

Erlent
Fréttamynd

Kerry spáð sigri í Wisconsin

CNN-sjónvarpsstöðin spáði John Kerry sigri í Wisconsin-ríki nú fyrir stundu. Tíu kjörmenn eru þar í boði og ef rétt reynist er Kerry kominn með 252 kjörmenn en Bush 254. Hin ríkin þrjú þar sem enn er beðið niðurstöðu eru Ohio (20 kjörmenn), Iowa (7) og Nýja-Mexíkó (5).

Erlent
Fréttamynd

Ríkin sem Bush og Kerry unnu

Þegar úrslit eru ráðin í öllum nema fjórum ríkjum er George W. Bush með 254 kjörmenn en John Kerry kominn með 242 kjörmenn. Úrslitin ráðast því af niðurstöðum í fjórum ríkjum, einkum því stærsta þeirra Ohio þar sem munurinn er minni en svo að flestir fjölmiðlar treysti sér til að spá Bush Bandaríkjaforseta sigri.

Erlent
Fréttamynd

Ræðst í Ohio

Ætli John Kerry sér að verða forseti verður hann að vinna í Ohio, sagði Tim Russert, stjórnandi stjórnmálaþáttarins Meet the Press í kosningasjónvarpi NBC sjónvarpsstöðvarinnar. Hann benti á að baráttan réðist í níu ríkjum, fjórum sem George W. Bush vann síðast og fimm sem Al Gore vann. Til að vinna verði Kerry að ná einu þeirra af Bush.

Erlent
Fréttamynd

Getum beðið eina nótt enn

"Þetta hefur verið löng nótt. En við höfum beðið fjögur ár eftir þessum sigri og getum beðið eina nótt enn," sagði John Edwards, varaforsetaefni demókrata, þegar hann lýsti því yfir að hann og John Kerry ætluðu sér að sjá til þess að hvert einasta atkvæði yrði talið. Það er því ljóst að demókratar ætla ekki að lýsa yfir ósigri.

Erlent
Fréttamynd

Kerry vann Pennsylvaníu

John Kerry hefur tryggt sér sigur í Pennsylvaníu, einu þriggja stóru ríkjanna sem hann og George W. Bush lögðu mesta áherslu á að vinna. Þegar 59 prósent atkvæða hafa verið talin er er Kerry með 58 prósent atkvæða en Bush með 42 prósent.

Erlent
Fréttamynd

Nótt hinna röngu vísbendinga

Nótt hinna röngu vísbendinga væri réttnefni á kosninganóttinni sem nú er að baki. Sjaldan eða aldrei hafa álitsgjafar og sérfræðingar oftúlkað og rangtúlkað þær vísbendingar sem þeir hafa haft til að vinna úr jafn mikið.

Erlent
Fréttamynd

Uppstokkun yfirvofandi í BNA

George W. Bush fékk endurnýjað umboð hjá bandarísku þjóðinni til að gegna embætti forseta landsins. Þarlendur stjórnmálafræðingur telur að repúblikönum hafi gengið betur að fá fólk á kjörstað en demókrötum. Uppstokkun er í aðsigi í ríkisstjórn landsins.

Erlent
Fréttamynd

Bush spáð sigri í Flórída

George W. Bush sigrar í Flórída samkvæmt spá CBS og ABC og heldur þar með kjörmönnunum 27 sem hann fékk þar fyrir fjórum árum. CNN, Fox og NBC hafa hins vegar ekki enn spáð fyrir um sigurvegara í ríkinu sem Bush verður að halda til að ná endurkjöri.

Erlent
Fréttamynd

Kjörsókn aldrei meiri

Kjörsókn í bandarískum forsetakosningum hefur aldrei verið meiri. Miklar raðir mynduðust við kjörstaði og þurftu sumir kjósendur að bíða í um níu klukkustundir. Talið er að allt að 120 milljónir kjósenda hafi nýtt sér kosningarétt sinn, sem er jafnmikið eða meira hlutfallslega en á metárinu 1960.

Erlent
Fréttamynd

271 öruggur og líklegur kjörmaður

George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur tryggt sér 193 kjörmenn samkvæmt samantekt AP-fréttastofunnar og leiðir í ríkjum þar sem barist er um 78 kjörmenn. Samkvæmt þessu er hann með 271 öruggan og líklegan kjörmann og því á leið með að fá einum kjörmanni fleira en þarf til að tryggja sér sigur.

Erlent
Fréttamynd

Víða kosið fram yfir lokunartíma

Í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna, þeirra á meðal Flórída, Ohio og Pennsylvaníu er fólk enn að kjósa þrátt fyrir að kjörstaðir hafi átt að loka fyrir 45 og 75 mínútum síðan. Ástæðan er sú að langar biðraðir eru við kjörstaði, reglur kveða á um að þeir sem komnir eru í röð fái að kjósa og því getur verið að kjörstaðir loki nokkrum klukkutímum of seint

Erlent
Fréttamynd

Breytingum hafnað í Colorado

Kjósendur í Colorado höfnuðu tillögu um að breyta úthlutun kjörmanna ríkisins. Lagt var til að kjörmönnunum yrði úthlutað í samræmi við atkvæðahlutfall frambjóðenda en nú fær sigurvegarinn í ríkinu alla níu kjörmenn ríkisins, sem er sama fyrirkomulag og í öllum nema tveimur ríkjum Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Halda meirihluta á þingi

Repúblikanar héldu meirihluta sínum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fimmtu kosningarnar í röð og juku reyndar við meirihlutann því þeir unnu fjögur sæti í Texas á kostnað demókrata. Þetta er í fyrsta sinn í meira en 70 ár sem repúblikanar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni tólf ár í röð.</font />

Erlent
Fréttamynd

Fox og NBC spá Bush sigri í Ohio

Tvær sjónvarpsstöðvar, Fox og NBC hafa spáð George W. Bush sigri í Ohio. Aðrir fjölmiðlar hafa ekki gert það sama. Mjög hefur dregið saman með Bush og Kerry í ríkinu, framan af var Bush með fimm prósentustiga forskot en það er komið niður í tvö prósent samkvæmt nýjustu tölum þegar 87 prósent atkvæða hafa verið talin.

Erlent
Fréttamynd

Bush hugsanlega búinn að sigra

Bush er hugsanlega búinn að tryggja sér sigur í forsetakosningunum. Samkvæmt samantekt AP er hann búinn að tryggja sér sigur í átján ríkjum með 170 kjördæmum og leiðir í ríkjum með 106 kjörmenn. Gangi þetta eftir er hann kominn með 276 kjörmenn en hann þarf 270 til að tryggja sér endurkjör.

Erlent
Fréttamynd

Meiri foringi en margur hyggur

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir sigur George W. Bush í forsetakosningunum í Bandaríkjunum virðast mjög afgerandi. "Ég tel að þetta sé mikið afrek hjá honum og sýni að hann er meiri foringi en margur hyggur, sérstaklega í Evrópu," segir hann.

Erlent
Fréttamynd

Fjölmiðlar hafa varann á sér

"Við viljum frekar vera síðust en að hafa rangt fyrir okkur," sagði Dan Rather hjá CBS og endurómaði þar þankagang margra sem vilja öðru fremur forðast að gera sömu mistök og fyrir fjórum árum þegar sjónvarpsstöðvarnar lýstu yfir sigri George W. Bush þegar raunin var sú að staðan var enn of jöfn til að hægt væri að spá fyrir um úrslit.

Erlent
Fréttamynd

Biðin gæti varað í vikur

Úrslit eru ekki ráðin í forsetakosningunum í Bandaríkjunum en George Bush hefur hlotið meirihluta talinna atkvæða. Það gæti hins vegar tekið marga daga, jafnvel nokkrar vikur, að telja bráðabirgðaatkvæðin í Ohio þar sem úrslitin ráðast. Ingólfur Bjarni Sigfússon er í Washington og hefur fylgst með talningunni í alla nótt.

Erlent
Fréttamynd

Bush 24 kjörmönnum frá endurkjöri

George W. Bush er kominn með 246 kjörmenn eftir að hafa tryggt sér sigur í Colorado samvæmt spám bandarískra fjölmiðla. John Kerry er með 195 kjörmenn og þarf að bæta við sig 75 kjörmönnum meðan Bush dugar 24 í viðbót við þá sem hann virðist þegar hafa tryggt sér. Heldur hefur dregið saman með Bush og Kerry í Ohio.

Erlent
Fréttamynd

99 kjörmönnum frá endurkjöri

George W. Bush hefur tryggt sér sigur í Louisiana og Mississippi samkvæmt þeim atkvæðum sem hafa þegar verið talin. Hann er því kominn með 171 kjörmann og þarf aðeins 99 til viðbótar til að tryggja sér endurkjör. Sigur hans í ríkjunum tveimur er í samræmi við skoðanakannanir sem birtust fyrir kosningar.

Erlent