Einar Már Jónsson

Fréttamynd

Í töfrabirtu

Ég reyni að fylgja þeirri reglu að forðast þýðingar og lesa sem flest á frummálinu, ef ég á þess nokkurn kost. Þótt ég hafi alloft snarað textum sjálfur úr einu máli yfir á annað (eða kannske vegna þess), hef ég vantrú á þýðingum, ég hef eitthvert hugboð um að þýðendum sé hætt við pennaglöpum, einmitt þegar síst skyldi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Framhaldssagan

Að undanförnu hefur dunið yfir Frakka framhaldssaga, sem ég hygg þó að enginn hafi óskað eftir; það er sagan um hjónabandsmál forsetans, sem nú virðist lokið að sinni með skilnaði, hvert sem áframhaldið kann að verða. Þetta er í rauninni nýjung.

Fastir pennar
Fréttamynd

Framtíð og fortíð

Um þessar mundir eru kvikmyndahús í París að sýna Sicko eftir Michael Moore. Eins og þeir kannast við sem hafa séð þessa umtöluðu kvikmynd er hún breiðsíða gegn heilbrigðiskerfinu í Bandaríkjunum, ef kerfi skyldi kallast; hefst hún á atriði þar sem maður með nál og tvinna er að sauma saman sár á eigin skrokki, því hann hefur ekki efni á að leita til slysavarðstofu, og er þetta athyglisvert dæmi um það hvernig menn geta losnað úr fjárhagskröggum með því að stunda hannyrðir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Dagur án Sarkó

Síðan Frakkar kusu Sarkozy í embætti forseta hafa þeir ekki haft neinn frið til að gleyma því og hugsa um annað, því Sarkozy er alls staðar og alltaf, hann er sýknt og heilagt í öllum fjölmiðlum, hvert sem höfði er snúið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kæri Hannes!

Bestu þakkir fyrir bréfið sem gladdi mig ósegjanlega. Þar færir þú mér þau merku tíðindi, og sennilega ýmsum lesendum Bréfs til Maríu líka, að Henri Lepage sé góðvinur þinn.

Skoðun