Jarðhiti

Skólasetning Jarðhitaskólans: 23 nemendur hefja nám
Jarðhitaskólinn var settur í gær í 43. sinn en hann er elstur fjögurra skóla sem starfa undir merkjum GRÓ – þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu í samstarfi við Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Næstu sex mánuðina verða í skólanum sérfræðingar frá tólf þjóðríkjum, alls 23 nemendur.

Telja frekari tækifæri til borana eftir heitu vatni
Jarðhiti til húsahitunar gæti enn verið vannýtt auðlind hérlendis, einkum í dreifbýlinu. Þannig segjast bændur á Ströndum sannfærðir um að þar finnist jarðhiti víða og hvetja til rannsókna og borana.

Jarðhitaskólinn útskrifar 25 sérfræðinga
Hlutfall kvenna hefur aldrei verið jafn hátt í útskriftarhópnum, tólf konur og þrettán karlar.

Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar
Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum.

Allur heimurinn öfundi Ísland
Ísland er helsta fyrirmynd annarra ríkja á heimsvísu í nýtingu á jarðhitaorku að sögn forseta alþjóðlega jarðhitasambandsins. Stærsta jarðhitaráðstefna sögunnar stendur yfir í Hörpu.

Bein útsending: Opnunarhátíð stærsta jarðhitaviðburðar heims í Hörpu
Opnunarhátíð jarðhitaráðstefnunnar World Geothermal Congress (WGC) fer fram í Hörpu í Reykjavík milli klukkan 8:20 og 10 í dag. Um tvö þúsund gestir eru skráðir á ráðstefnuna.

Ein stærsta ráðstefna Íslandssögunnar verður að veruleika eftir átta ára baráttu
Heimsþing Alþjóðajarðhitasambandsins hefst í Hörpu í fyrramálið og stendur í þrjá daga. Þetta er í fyrsta skipti sem þingið er haldið á Íslandi en að sögn formanns skipulagsnefndar þess þurfti Ísland að berjast við lönd á borð við Bandaríkin og Þýskaland um að fá að halda það.

Bein útsending: Grænir iðngarðar á Íslandi
Niðurstöður vinnu og næstu skref þegar kemur að uppsetningu grænna iðngarða á Íslandi verða kynnt á fundi sem streymt verður úr Hörpu klukkan 13 í dag.

Sebastian Vettel kom við á Íslandi á leiðinni á Monza
Formúlu 1 ökuþórinn Sebastian Vettvel var staddur á Íslandi á miðvikudag þegar starfsemi hófst í fyrstu og stærstu lofthreinsi- og förgunarstöð í heiminum við Hellisheiðarvirkjun.

Koltvísýringur sogaður úr andrúmsloftinu á Hellisheiði
Í dag hófst starfsemi í fyrstu og stærstu heildstæðu lofthreinsi- og förgunarstöð í heiminum skammt frá Hellisheiðarvirkjun. Stöðin getur fangað allt að fjögur þúsund tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu á ári og auðvelt er að auka afköstin.

Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði
Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum.

Losun frá jarðvarmastöðvum Landsvirkjunar fer minnkandi ár frá ári
Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum gerir ráð fyrir að losun vegna jarðvarmavirkjana á Íslandi minnki að minnsta kosti um 47% árið 2030, miðað við árið 2005.

Telja skjálftana tengjast niðurdælingu jarðhitavatns
Vísindafólk Orku náttúrunnar telur líklegt að röð jarðskjálfta við Húsmúla, vestan undir Hengli, frá því um tíuleytið í gærkvöldi tengist niðurrennsli jarðhitavatns frá Hellisheiðarvirkjun.

Íslenskir sérfræðingar í lykilhlutverki við gerð leiðbeininga Alþjóðabankans á sviði jarðhita
Íslenskir jarðhitasérfræðingar unnu að skýrslu fyrir Orkusjóð Alþjóðabankans undir stjórn Elínar Hallgrímsdóttur jarðhitasérfræðings.

Borholan gaus eftir að bóndinn dældi upp úr henni
Goshverinn sem opnaðist á Reykjavöllum í Biskupstungum er í raun borhola frá 1947, sem áður var notuð til að hita upp gróðurhús á svæðinu. Jarðfræðingur segir að ekki sé um að ræða eitthvað sem gerist af náttúrunnar hendi, heldur hafi holan farið að gjósa heitu vatni þegar hreinsað var upp úr henni.

Nýr goshver í Biskupstungum
„Goshver opnaðist í bakgarðinum hér á Reykjavöllum í hádeginu. Án gríns, og gýs á 17 mínútna fresti.“

Hræringarnar búnar að auka orku Svartsengis
Umbrotahrinan á Reykjanesskaga hefur fært aukinn kraft í jarðhitakerfi Svartsengis, sem skilar núna meiri gufu til orkuframleiðslu hjá HS Orku.

Tæknirisar horfa til Íslands í baráttunni gegn hamfarahlýnun
Að snúa við hamfarahlýnun er stærsta áskorun sem mannkyn hefur staðið frammi fyrir. Ríki heims, fyrirtæki og einstaklingar hafa sett sér metnaðarfull markmið og nú reynir á að fylgja þeim eftir með áræðnum aðgerðum.

Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) taka við rekstri Jarðhitaskólans
Jarðhitaskólinn fer undir hatt ÍSOR samkvæmt nýjum samningum eftir tveggja ára umbreytingaferli.

Tólf milljarða króna framkvæmdir að hefjast við stækkun Reykjanesvirkjunar
HS Orka hefur ákveðið að hefja tólf milljarða króna framkvæmdir við stækkun Reykjanesvirkjunar. Verksamningar við þrjú verktakafyrirtæki, Ístak, Hamar og Rafal, verða undirritaðir næstkomandi föstudag.