Stóriðja

Landvernd skorar á sveitarstjórnir að hafna námuvinnslu
Landvernd hefur efnt til undirskriftasöfnunar þar sem skorað er á sveitarstjórnir Mýrdalshrepps og Ölfuss að hafna námuvinnslu á Mýrdalssandi og í Þrengslum með tilheyrandi mengandi efnisflutningi og náttúruspjöllum.

Ólga meðal aðventista vegna sölu á heilu fjalli
Gavin Anthony, formaður Kirkju sjöunda dags aðventista á Íslandi, sem eiga Litla-Sandfell sem til stendur að nýta sem íblöndunarefni í sement úti í Evrópu, segir að sér lítist vel á verkefnið. Samkvæmt heimildum Vísis fer því þó fjarri að allir innan safnaðarins séu á eitt sáttir um hvernig að málum er staðið.

Gestur tekur við af Rúnari hjá PCC BakkiSilicon
Gestur Pétursson, fyrrverandi forstjóri Veitna og Elkem, hefur verið ráðinn nýr forstjóri PCC BakkiSilicon. Hann tekur við starfinu af Rúnari Sigurpálssyni sem mun halda áfram störfum fyrir PCC samstæðuna og einbeita sér að þróunarverkefnum á Íslandi.

Fagna fimmtán ára afmæli risastórs hornsteins í atvinnulífi Austurlands
Alcoa Fjarðaál fagnaði fimmtán ára afmæli í dag með opnu húsi og fjölskylduskemmtun í álverinu. Forstjórinn segir fyrirtækið risastóran hornstein í atvinnulífi á Austurlandi.

Heidelberg ætlar sér að reynast góður granni
Þorsteinn Víglundsson, talsmaður HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. á Íslandi, segir að verkefni sé aldrei gott fyrir fyrirtækið ef það er ekki gott fyrir samfélagið. Og fái aldrei neinn framgang sem slíkt.

Játa á sig mistök við lóðasamþykkt og biðjast afsökunar
Verulegur ágreiningur er nú uppi meðal íbúa Þorlákshafnar vegna fyrirætlana sem munu, ef þær ná fram að ganga, gera þorpið að annasömum þungaflutninga- og námubæ.

Óttast að breyta eigi Þorlákshöfn í ruslakistu fyrir iðnað sem enginn annar vill
Ef fram fer sem horfir á Þorlákshöfn eftir að taka stakkaskiptum á allra næstu árum; stórfelld flutningsstarfsemi og vinnsla jarðefna af áður óþekktri stærðargráðu sem til stendur að nota sem íblöndunarefni í sement úti í Evrópu, mun breyta Þorlákshöfn til frambúðar. Úr friðsælu sjávarþorpi í annasaman verksmiðjubæ.

Vöruskipti óhagstæð um 31 milljarð í júlí
Hagstofan var að gefa út bráðabirgðatölur um vöruskipti og samkvæmt þeim eru þau óhagstæð um sem nemur 31 milljarð króna.

Archer kaupir helmingshlut í Jarðborunum fyrir um 1.100 milljónir
Alþjóðlega bor- og þjónustufyrirtækið Archer Ltd. hefur keypt 50 prósent hlutafjár í Jarðborunum fyrir 8,25 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 1.110 miljónir íslenskra króna. Seljendur bréfanna eru SF III, félag í rekstri sjóðastýringarfélagsins Stefnis sem átti fyrir söluna rúmlega 80 prósenta hlut og aðrir innlendir hluthafar.

Segir síðasta ár hafa verið gott fyrir álverin en þetta ár verði enn betra
Rekstur áliðnaðarins hérlendis hefur aldrei gengið eins vel og nú. Þrátt fyrir að verð á áli hafi á síðustu vikum sigið niður spáir forstjóri stærsta álversins, Alcoa Fjarðaáls, því að þetta ár verði ennþá betra en það síðasta.

Íslandsbanki hyggst ekki að selja í kísilverinu til „skemmri tíma litið“
Íslandsbanki hefur ekki fyrirætlanir um að selja hlut sinn í Bakkastakki, eignarhaldsfélagi sem heldur utan um hlut bankans og lífeyrissjóða í kísilveri PCC á Bakka, til skemmri tíma litið. Þetta kemur fram í svari Íslandsbanka við fyrirspurn Innherja.

Straumlaust í Straumsvík
Rafmagni sló út í álverinu í Straumsvík eftir jarðskjálftahrinuna í nótt.

Há verð og stöðugur rekstur skiluðu Elkem metafkomu í fyrra
Elkem Ísland, sem rekur kísilver á Grundartanga, hagnaðist um 458 milljónir norskra króna, jafnvirði 6,4 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er langbesta rekstrarniðurstaða Elkem á síðustu sjö árum og líklega sú besta í sögu fyrirtækisins á Íslandi.

Einn af þremur ofnum Elkem úti í um viku vegna brunans
Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Íslandi, segist reikna með að einn ofn af þremur í kísilverinu verði úti í um viku tíma vegna viðgerðar sem framundan er eftir að eldur kom upp í verinu í nótt. Enginn slasaðist og segir hún að starfsmenn hafi náð að koma í veg fyrir að tjónið yrði mun meira.

Eldur kviknaði í Elkem í nótt og slökkvilið kallað til
Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað til vegna bruna í járnblendiverksmiðjunni Elkem á Grundartanga á þriðja tímanum í nótt.

Flúor ekki mælst meiri í lofti og lömbum við Grundartanga
Magn flúors var óvenjuhátt í kringum iðnaðarsvæðið á Grundartanga á seinasta ári þar sem Norðurál, Alur Álvinnsla og Elkem eru meðal annars með starfsemi. Þá var styrkur brennisteinstvíoxíðs og brennisteinsvetnis með því hæsta sem mælst hefur.

Metársfjórðungur hjá útflutningsstoðunum þremur
Útflutningsverðmæti Íslands jukust mikið á fyrsta ársfjórðungi þessa árs ef miðað er við sama ársfjórðung síðasta árs. Mest aukning varð í útflutningsverðmætum allra stoðanna þriggja; ferðaþjónustu, sjávarútvegi og stóriðju.

Jarðboranir fá 155 milljóna króna reikning frá Skattinum
Ríkisskattstjóri tilkynnti Jarðborunum í síðasta mánuði um fyrirhugaða endurákvörðun gjalda fyrir árin 2017 til 2020 vegna viðskipta við hollenska dótturfélag sitt Heklu Energy BV. Standi sú ákvörðun Skattsins þá mun tekjuskattur og álag Jarðborana vegna þessa tímabils hækka um 155 milljónir króna.

Skoða að stækka jarðgufuvirkjun á Þeistareykjum um 45 megavött
Landsvirkjun skoðar nú þann möguleika að stækka Þeistareykjavirkjun í Þingeyjarsýslum um 45 megavött. Það þýddi meiri boranir á svæðinu eftir jarðgufu.

Skoða tvöföldun á framleiðslugetu kísilversins á Bakka
Stjórnendur kísilversins á Bakka hafa til skoðunar hvort ákjósanlegt sé að tvöfalda framleiðslugetu kísilversins á næstu árum í ljósi batnandi rekstrar og markaðsaðstæðna. Þetta staðfestir Rúnar Sigurpálsson, forstjóri PCC Bakka, í samtali við Innherja.