Heimaeyjargosið 1973

Fimmtíu ár frá upphafi Heimaeyjargossins: Forsetinn á óljósar minningar um áhyggjur og angist
Vestmanneyingar minnast í dag fimmtíu ára afmælis Heimaeyjargossins. Forseti Íslands á óljósar minningar um áhyggjur og angist landsmanna þegar gosið hófst.

Bein útsending: Minningarviðburður vegna eldgossins á Heimaey árið 1973
Minningarviðburður vegna eldgossins á Heimaey árið 1973 hefst klukkan 19:30 í Eldheimum í Vestmannaeyjum. Sýnt verður frá viðburðinum í beinu streymi hér fyrir neðan.

Táknrænt að veðrið og samgönguvandi séu eins og fyrir fimmtíu árum
Eyjamenn minnast þess í dag að hálf öld er liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir óveður gærdagsins svipa til veðursins sem var þann 22. janúar árið 1973, með tilheyrandi samgönguvanda sem sé nokkuð táknrænt.

Eyjamenn minnast hálfrar aldar afmælis eldgossins
Hálf öld er í dag, 23. janúar, liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey árið 1973. Gosafmælisins er minnst með margvíslegum hætti í Vestmannaeyjum og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heimsækja Eyjamenn.

Edda og Páll rifja upp Heimaeyjargosið: Bæjarstjórinn á Hlíðarenda og símar fastir í vegg
Hálf öld er liðin frá Heimaeyjargosinu sem hófst aðfaranótt 23. janúar 1973. Fjallað var um þetta fyrsta eldgos sem hófst í byggð á Íslandi í þættinum 50 ár frá gosi, á Bylgjunni í morgun, sunnudag klukkan 9. Í þættinum spjallaði Sighvatur Jónsson við Eddu Andrésdóttur og Pál Magnússon um gosið.

Blysför í Vestmannaeyjum í tilefni 50 ára gosafmælis
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heimsækja Vestmannaeyjar á morgun, mánudag, 23. janúar, í tilefni þess að 50 ár verða liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey. Hápunktur margvíslegra minningarviðburða í bænum verður blysför frá Landakirkju annaðkvöld að Eldheimum þar sem gossins verður minnst með athöfn sem hefst klukkan 19:30.

Svona upplifðu Eyjamenn að vakna upp við eldgos
Fimmtíu ár verða liðin á mánudag, 23. janúar, frá upphafi eldgossins á Heimaey árið 1973, sem telja má einn af stærstu viðburðum Íslandssögunnar. Yfir fimm þúsund íbúar Vestmannaeyja þurftu í skyndi að yfirgefa heimili sín um nóttina þegar gossprunga opnaðist í jaðri byggðarinnar.

Eyjastemmning á næstu Menningarnótt í Reykjavík
Vestmannaeyjabær verður heiðursgestur Menningarnætur í Reykjavík 2023 í tilefni af fimmtíu ára goslokaafmæli og langvarandi vinatengslum bæjarfélaganna.

Leita til Ólafs Elíassonar um hönnun minnisvarða um Heimaeyjargosið
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita tvær milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til Vestmannaeyjabæjar vegna hugmyndavinnu fyrir minnisvarða um eldgosið í Heimaey. Samningur hefur verið gerður við Stúdíó Ólafs Elíassonar um hugmyndavinnuna.

Fólk læri af hafnarbjörguninni í Eyjum 1973 og treysti sérfræðingum
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að af fréttum síðustu daga mætti ætla að þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokksins væru upp til hópa að rísa gegn ákvörðunum sóttvarnayfirvalda. Hann segir að hver tali þar fyrir sig en að hann vilji hafa það á hreinu að það gildi ekki um sig.

Hefur tvisvar á ævinni neyðst til að yfirgefa heimili sitt vegna eldgoss
Kona undir Eyjafjöllum sem neyddist til að flytja af bújörð sinni eftir eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði einnig lent í því sem barn að þurfa að flýja Heimaeyjargosið árið 1973.

Þóttust þurfa að bjarga fé úr Heimakletti í miðju eldgosi
Margir Eyjamanna áttu erfitt með að sætta sig við takmarkanir sem yfirvöld settu á ferðir til Vestmannaeyja eftir að eldgosið hófst þann 23. janúar 1973.

Skrítin tilhugsun að geta misst hús undir hraun í annað sinn á ævinni
Vestmannaeyingar sem settust að í Grindavík, eftir að hafa neyðst til að flýja jarðeld í skyndi, eru núna minntir á að sagan gæti endurtekið sig, en á öðrum stað.

Slökkvibíllinn með sírenur átti að slökkva í eldgosinu
Gosnóttin á Heimaey gleymist seint þeim sem upplifðu hana; að vakna upp við jarðeld og þurfa að yfirgefa heimili sitt í skyndi. Eyjamenn sem settust að í Grindavík rifja upp 23. janúar 1973.

Rektorinn í Oxford sendi Ingvar í boði háskólans í eldgosið í Vestmannaeyjum
47 árum eftir eldgosið á Heimaey eru enn að koma í dagsljósið myndir af gosinu sem ekki hafa áður birst opinberlega. Það á við um filmubút sem ungur jarðfræðingur tók.

Áður óbirtar myndir frá eldgosinu á Heimaey sýndar á Stöð 2 í kvöld
Sextán mínútna löng kvikmynd ásamt fjölda ljósmynda, sem Ingvar Friðleifsson jarðfræðingur tók á fyrstu dögum eldgossins á Heimaey árið 1973, verða sýndar í fyrsta sinn opinberlega á Stöð 2 í kvöld.

45 ár frá upphafi eldgoss í Heimaey
Verkefnin sem gosið í Heimaey leiddi af sér voru mjög lærdómsrík.

Skrýtið hvernig örlög húsanna í gosinu réðust af nöfnum þeirra
Húsið Hraun fór undir hraun, hraunjaðarinn stöðvaðist við húsið Jaðar, hornið fór af húsinu Horn, og aðeins blátindurinn stóð upp úr af húsinu Blátindi.

Spennandi söguminjar við hvert spor í Eyjum
Fornleifar í Herjólfsdal eru að miklu leyti órannsakaðar og afar spennandi vegna elstu byggðar á Íslandi.

Hrafnar reyndu að vara við
Gerður Sigurðardóttir átti húsið að Gerðisbraut 10 sem nú er til sýnis í Eldheimum.