Lokasóknin

„Finnst Seattle vera versta liðið í úrslitakeppninni í ár“
Liðurinn „Stórar spurningar“ var á sínum stað í síðasta þætti af Lokasókninni. Þar er farið yfir það helsta sem hefur gerst í NFL deildinni en nú nýverið lauk deildarkeppninni og fer úrslitakeppnin af stað um helgina.

Lokasóknin: Hvað voruð þið að gera?
Lokasóknin á Stöð 2 Sport 2 fór í vikunni yfir síðustu umferð deildarkeppni NFL-deildarinnar á þessu tímabili en þar réð endanlega hvaða lið komust í úrslitakeppnina sem hefst um helgina.

Lokasóknin: „Þegar þeir kom heim þá var það þetta sem beið þeirra“
Liðurinn „Góð/Slæm vika“ var á sínum stað í síðasta þætti Lokasóknarinnar. Ef það hefur snjóað mikið á Íslandi að undanförnu þá er það ekki í hálfkvist á við það sem hefur snjóað í Buffalo.

Lokasóknin: „Í úrslitakeppninni þá refsa góðu liðin fyrir mistök“
Liðurinn „Stórar spurningar“ voru á sínum stað í Lokasókninni á þriðjudag. Farið var yfir hvort Miami Dolphis kæmist í úrslitakeppnina, hvort það sé styrkleiki eða veikleiki hjá Minnesota Vikings að vinna alltaf tæpt og hvaða Wild card-lið gæti komið á óvart í úrslitakeppninni.

Lokasóknin: Baker gat ekki borið Rams á herðum sér
Hverjir áttu góða helgi í NFL-deildinn í amerískum fótbolta og hverjir áttu slæma helgi? Strákarnir í Lokasókninni svöruðu þessum spurningum í seinasta þætti, ásamt því að fara yfir mögnuð tilþrif.

„Þegar þú ert með besta liðið ertu yfirleitt með bestu vörnina“
Að venju var liðurinn Stóru spurningarnar á sínum stað í Lokasókninni en þar er farið yfir það helsta sem hefur gerst í NFL deildinni. Að þessu sinni voru þeir Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Magnús Sigurjón Guðmundsson með Andra Ólafssyni, þáttastjórnanda.

Brot bannað börnum: „Hann er eins og tuskudúkka“
Mike White, leikstjórnandi New York Jets í NFL-deildinni, er á batavegi eftir að hafa lent illa í vörn Buffalo Bills um helgina. Hann var fluttur af vellinum í sjúkrabíl og undirgekkst rannsóknir vegna hættu á innvortis blæðingum.

Lokasóknin: „Hann er með jafn mikinn persónuleika og þessi pappírsörk hérna“
Strákarnir í Lokasókninni fóru um víðan völl eins og svo oft áður í síðasta þætti þegar Andri Ólafsson, stjórnandi þáttarins, bar upp Stóru spurningarnar.

Lokasóknin um upprisu Buccaneers: „Hann neitar að deyja þessi gæi“
„Stóru spurningarnar“ voru að venju á sínum stað í síðasta þætti af Lokasókninni. Þar var farið yfir upprisu Tampa Bay Buccaneers - og Tom Brady, hver væri MVP [verðmætasti leikmaðurinn] og hvort það væri gáfulegt hjá Indianapolis Colts að ráða mann sem var að þjálfa skólalið sonar síns fyrir aðeins nokkrum vikum.

Stóru spurningarnar: Verða Ernirnir fullkomnir?
Hinn stórskemmtilegi liður „Stóru spurningarnar“ voru á sínum stað í síðasta þætti af Lokasókninni en þar er fjallað um NFL deildina í öllu sínu veldi. Geta Philadelphia Eagles farið taplausir í gegnum tímabilið? Það er aðeins ein af stóru spurningunum sem Andri Ólafs spurði sérfræðinga sína að í síðasta þætti.

Lokasóknin: Vesen hjá Brady en Wilson hress í London
Þeir Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson fóru yfir öll helstu málin í NFL deildinni í þættinum Lokasóknin á Stöð 2 Sport 2 nú í vikunni. Þeir fóru yfir hverjir áttu góða og slæma helgi og þar kenndi ýmissa grasa.

Stóru spurningarnar: „Packers verður langt frá því að komast í úrslitakeppnina“
Sigursælasta lið í sögu NFL-deildarinnar, Green Bay Packers, mun ekki komast í úrslitakeppnina í ár og raunar verða langt frá því að mati sérfræðinganna í Lokasókninni á Stöð 2 Sport.

Lokasóknin: Lukkudýr Falcons slóst við börn og Kerby Joseph átti tilþrif vikunnar
Strákarnir í þættinum Lokasóknin fóru yfir hverjir áttu góða helgi og hverjir áttu slæma helgi í seinasta þætti sínum ásamt því að velja tilþrif vikunnar.

Henry Birgir henti í heita kartöflu um Tom Brady
Tom Brady er að flestum talinn vera besti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar og þekktur fyrir að fórna flestu fyrir fótboltann. Fréttir helgarinnar voru því svolítið mikið úr karakter fyrir þennan sjöfalda meistara.

OJ Simpson ósáttur við dómgæsluna: „Fáir sem hafa meiri reynslu af réttarkerfinu“
Dómgæslan í NFL-deildinni í amerískum fótbolta vestanhafs hefur verið milli tannana á fólki í upphafi tímabils og þykir í einhverjum tilfellum full ströng. Sérstaklega vakti dómur gegn Chris Jones úr Kansas City Chiefs í síðustu umferð athygli.

Fóru yfir hverjir séu nógu góðir til að spila erfiðustu stöðu í heimi
Lokasóknin gerði úttekt á leikstjórnendum NFL-deildarinnar í síðasta þætti en í þessum vikulega þætti er farið yfir hverja umferð í NFL-deildinni.

Lokasóknin: Reiður ungur maður og hlaupari sem var skotinn fyrir mánuði
Tveir hlauparar vöktu mikla athygli hjá sérfræðingunum í Lokasókninni eftir leikina í fimmtu viku NFL-deildarinnar og annar þeirra á tilkall til þess að eiga sögu ársins.

Var trillaður af velli því hann þurfti að tefla við páfann
Stólpagrín hefur verið gert af DK Metcalf, útherja Seattle Seahawks í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, eftir að sjúkrabörur þurfti til að koma honum af velli í leik Seahawks við Detroit Lions á sunnudagskvöldið. Metcalf hefur staðfest að ástæða þess sé sú að hann þurfti að hægja sér og gat ekki haldið í sér.

Var refsað fyrir mjaðmasveiflur: „Þetta er of sexý fyrir NFL-deildina“
Jamaal Williams fékk dæmda á sig athyglisverða óíþróttamannslega villu þegar hann fagnaði snertimarki með Detroit Lions í NFL-deildinni um helgina með mjaðmadansi. Hann segir hreyfingar sínar ekki vera þrykkjur heldur bylgjur.

Hvaða lið áttu að styðja í NFL?
Bandaríska NFL-deildin í amerískum fótbolta hefur notið aukinna vinsælda hér á landi undanfarin misseri. Margur á hins vegar erfitt með að finna sér lið til að halda með. Ekki þarf þó að örvænta - Lokasóknin er með svör á reiðum höndum.