Lokasóknin

Lokasóknin um Beckham: „Hann er búinn að bíða eftir þessu alla ævi“
Útherjinn og ofurstjarnan Odell Beckham Jr. er loks að sýna hvað í sér býr í NFL-deildinni. Farið var yfir frammistöðu Beckham að undanförnu í síðasta þætti Lokasóknarinnar.

Lokasóknin um síðasta leik Stóra Ben: „Að hann skuli vera enn labbandi“
Pittsburgh Steelers lagði Cleveland Browns í NFL-deildinni í gær. Leikstjórnandinn stórbeinótti Ben Roethlisberger var þar að spila sinn síðasta heimaleik fyrir Pittsburgh eftir 18 ár hjá félaginu.

Fóru yfir sirkus Antonio Brown, Uber-bílstjórann, Brady og ljóta höfuðhöggið
Lokasóknin fór yfir mál NFL-stjörnunnar Antonio Brown sem yfirgaf liðið sitt í miðjum leik um síðustu helgi og sjokkeraði allan NFL-heiminn. Saga hans hefur verið ein stór sorgarsaga eftir að hann fékk rosalegt höfuðhögg í leik í NFL-deildinni.

Skrautlegi þjálfarinn sem kallaði sig „winner“ en tapaði nær öllum leikjunum
Jacksonville Jaguars rak í gær þjálfara sinn Urban Meyer en hann náði aðeins að stýra þrettán leikjum hjá félaginu áður en hann þurfti að taka pokann sinn.

Var í miðri myndatöku þegar hún frétti af hetjudáðum kærastans
Jared Goff og félagar í Detriot Lions unnu langþráðan sigur í NFL-deildinni um helgina en þeir voru eina liðið sem áttu eftir að vinna leik. Lokasóknin fjallaði um sigurinn og sýndi einnig viðbrögðin hjá kærustunni sem komust líka í fréttirnar.

Lokasóknin: Er það ekki bara Tom Brady?
Lokasóknin fór yfir það í síðasta þætti sínum hver ætti mestu möguleikana á því að vera valinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar í ár.

Báru saman tæklingu Tom Brady við tæklingu Óskars Hrafns á Scifo árið 1991
Lokasóknin fór að venju yfir góða og slæma helgi hjá mönnum í NFL-deildinni og Tom Brady var þar tekinn fyrir. Honum var líka líkt við þjálfara karlaliðs Breiðabliks í Pepsi Max deildinni.

Ógleymanleg ferð Íslendinga á stórleik Kansas City Chiefs og Dallas Cowboys
Lokasóknin var með sinn fréttaritara á leik Kansas City Chiefs og Dallas Cowboys í NFL-deildinni um helgina og sá hinni sami sýndi ferðasöguna í þættinum í gær.

Tom Brady sýndi að hann er með hjarta úr gulli
Lokasóknin á Stöð 2 Sport fjallar um NFL-deildina í hverri viku og fer þá yfir leiki hverrar umferðar. Goðsögnin Tom Brady er oftar en ekki í sviðsljósinu og svo var einnig nú.

„Ja'Marr Chase, hvað er að þessum gæja?“
Lokasóknin er vikulegur þáttur á Stöð 2 Sport þar sem farið er yfir leiki vikunnar í NFL-deildinni og þar á meðal ræddu menn magnaða samvinnu hjá þeim Joe Burrow og Ja'Marr Chase í liði Cincinnati Bengals.

Nýjasta stjarnan í NFL var sjómaður í Flórída fyrir þremur árum síðan
Lokasóknin fór að venju yfir leiki vikunnar í NFL-deildinni á Stöð 2 Sport 2 og þar á meðal ræddu menn meðal annars hlauparann sem nýtti tækifærið sitt vel í sjöundu umferðinni.

Sló símann af einum af fáum stuðningsmönnum síns liðs í stúkunni
Það gerist alltaf fullt af skemmtilegum hlutum í ameríska fótboltanum á hverri helgi og Lokasóknin fer yfir hverja umferð NFL-deildarinnar í þætti sínum á þriðjudögum.

Gellan í stúkunni kallaði fram sterk viðbrögð frá þeim besta í NFL
Aaron Rodgers stráði salti í sár stuðningsmanna Chicago Bears í sigri Green Bay Packers um helgina og þetta var tekið fyrir í Lokasókninni, sem er sérstakur þáttur um NFL-deildina á Stöð 2 Sport 2.

Lokasóknin um ómarkvissa hetju Green Bay: „Þetta er náttúrulega ekki hægt, hvaða grín er þetta?“
Mason Walker Crosby reyndist hetja Green Bay Packers í sigri á Cincinnati Bengals í NFL-deildinni um helgina. Packers unnu með þriggja stiga mun, 25-22, og skoraði Crosby stigin sem skildu liðin að. Hann átti þó ekki sinn besta leik líkt og kollegi sinn í Bengals.

Krísa hjá Kansas eða ekki krísa hjá Kansas: Henry Birgir með sterka skoðun
Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs líta ekki lengur út eins og eitt af bestu liðum NFL-deildarinnar og þeir steinlágu á móti Buffalo Bills á heimavelli um helgina. Lokasóknin ræddi stöðuna á kólnum eins heitasta liðs ameríska fótboltans síðustu ár.

Nokkrir áttu góða helgi í NFL fyrir viku síðan en enn fleiri áttu slæma helgi
Tveir leikir verða sýndir beint í ameríska fótbotanum í dag og til að hita upp fyrir leiki dagsins er upplagt að skoða einn tilþrifapakka úr uppgjörsþættinum um fjórðu umferð NFL deildarinnar.

„Ég hef ekki séð svona þurrt knús síðan ég knúsaði fyrrverandi kærustuna mína í Krónunni“
Tom Brady snéri aftur á sinn gamla heimavöll með nýju liði þegar að Tampa Bay Buccaneers heimsóttu New England Patriots í NFL-deildinni í amerískum fótbolta í gærnótt. Vel var tekið á móti gömlu hetjunni, en sérfræðingar í Lokasókninni fóru yfir endurkomu Brady í þætti sínum í gær.

Þessir áttu góða og slæma helgi í NFL-deildinni í síðustu viku
NFL deildin er komin á fulla ferð og í hverju viku verða til hetjur og skúrkar. Lokasóknin gerir upp hverja umferð í NFL-deildinni og fór meðal annars betur yfir þetta.

„Eins og skurðlæknir að störfum“
Lokasóknin er vikulegur uppgjörsþáttur um NFL deildina og síðasta þætti var mikil ástæða til að ræða frammistöðu Aaron Rodgers eftir dramatískan sigur Green Bay Packers á San Francisco 49ers.