Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld

Fréttamynd

Berg­sveinn telur rektor hafa brugðist fræða­sam­fé­laginu

Bergsveinn Birgisson rithöfundur hefur sent frá sér yfirlýsingu sem snýr að máli hans er varða ásakanir á hendur Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra; að hann hafi fengið eitt og annað að láni við ritun Eyjunnar hans Ingólfs úr bók Bergsveins Leitinni að svarta víkingnum. Málið allt er nú strand.

Innlent
Fréttamynd

Um afsögn Siðanefndar Háskóla Íslands

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum sagði Siðanefnd Háskóla Íslands af sér 10. febrúar 2022. Í afsagnarbréfi sem sent var á lokaðan hóp aðila var tekið fram að siðanefndin myndi ekki tjá sig frekar til að skaða ekki framgang máls 2021/4 hjá nefndinni, en það mál hefur verið rekið í fjölmiðlum.

Skoðun
Fréttamynd

Rektor kveðst ekki hafa haft afskipti af máli seðlabankastjóra

Rektor Háskóla Íslands hafnar því að hann hafi haft bein afskipti á máli seðlabankastjóra, sem er sakaður um ritstuld, og segir málið ekki á sínu borði. Siðanefnd háskólans sagði af sér í síðustu viku en málið er enn á þeirra borði og þarf því að skipa nýja nefnd til að taka málið fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Ásgeir segir framgöngu Bergsveins gegn sér ósæmilega

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur svarað ásökunum Bergsveins Birgissonar, rithöfundar og fræðimanns, um ritstuld og birtir greinargerð þar að lútandi á Vísi. Ásgeir grunar að ásakanirnar hafi öðrum þræði verið hugsaðar til að koma sér frá embætti í Seðlabankanum.

Innlent
Fréttamynd

Fjórtán rangfærslum Bergsveins svarað

Ég er borinn alvarlegum sökum um ritstuld í ritgerð sem Bergsveinn Birgisson birti á visir.is þann 8. desember síðastliðinn. Hún ber titillinn „Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson“.

Skoðun
Fréttamynd

Þjófastefna! Um ritstuld á okkar tímum

Ritstuldarmálið sem risið er upp milli dr. Bergsveins Birgissonar, rithöfundar og fræðimanns, og dr. Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra, hefur verið áberandi undanfarið.

Skoðun
Fréttamynd

Rostunga­kenningin hreint ekki ný af nálinni

Með einföldunum og eðlilegum fyrirvörum (hvorugur heldur þessu fram í sjálfu sér) má segja að hvorki Bergsveinn Birgisson né Ásgeir Jónsson séu fyrstir til að koma fram með að Ingólfur Arnarson hafi líklega verið rostungsveiðimaður og sú sé kveikja byggðar í Reykjavík. Það var Illugi Jökulsson sem skúbbaði því á sínum tíma.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.