Spænski boltinn

Fréttamynd

Gronkjær til Madrid

Vængmaður Birmingham, Daninn Jesper Gronkjær, hefur samið við Spænska félagið Atletico Madrid um að ganga til liðs við þá þegar leikmannaglugginn opnar aftur í janúar.

Sport
Fréttamynd

Sprengjuhótun á leik Real Madrid

Sprengjuhótun leiddi til þess að knattspyrnuleikvangur Real Madrid var rýmdur í skyndingu í gær á áttugustu og áttundu mínútu leiks Real Madrid og Real Sociedad. Hótun, sem sögð var frá aðskilnaðarsamtökun herskárra Baska, ETA, barst dagblaði sem lét vita hvar og hvenær hún ætti að springa.

Sport
Fréttamynd

Barca enn á siglingu

Barcelona heldur sigurgöngu sinni áfram í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðið lagði Albacete að velli á útivelli 2-1 í gærkvöldi. Xavi skoraði sigurmarkið fimm mínútum fyrir leikslok. Asier Del Horno skoraði sigurmark Athletic Bilbao í 1-0 sigri á Atletico Madrid í gær. Barcelona hefur nú tólf stiga forystu í deildinni eru með 38 stig.

Sport
Fréttamynd

Simeone á leið frá Atletico?

Samkvæmt spænskum blöðum ætlar Diego Simeone að segja skilið við Atletico Madrid og ganga til liðs við Racing Club í Buenos Aires í heimalandi sínu, Argentínu.

Sport
Fréttamynd

Fyrir neðan allar hellur

Stórtap Deportivo á miðvikudaginn í Meistaradeildinni á heimavelli fyrir Mónakó kórónaði hörmulegt gengi liðsins í þeirri útvöldu deild en félagið lauk keppni ótrúlegt nokk með aðeins tvö stig og skoraði ekki eitt einasta mark.

Sport
Fréttamynd

Totti og Cassano til Real

Greint er frá því í spænskum fjölmiðlum að góðar líkur séu á því að tvær helstu stjörnur liðs Roma frá Ítalíu, Antonio Cassano og Francesco Totti, gangi til liðs við Real Madrid strax og leikmannamarkaðurinn opnar eftir í byrjun janúar

Sport
Fréttamynd

Jafntefli hjá Real Madrid

Real Madrid tókst aðeins að brúa bilið á Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Real gerði markalaust jafntefli gegn Villareal á útivelli. Barelona er með níu stiga forystu. Liðið er með 35 stig eftir 14 umferðir. Real madrid og Espanyol eru með 26 stig. Espanyol vann góðan 1-0 útisigur á Real Zaragoza.

Sport
Fréttamynd

Barcelona með tíu stiga forystu

Barcelona náði í gærkvöldi tíu stiga forystu í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu eftir 4-0 sigur á Malaga. Kamerúninn Samuel Eto´o skoraði tvö markanna og þeir Deco og Anders Iniesta hin mörkin. Valencia vann Albacete 1-0 og Real Sociedad sigraði Real Betis 1-0.

Sport
Fréttamynd

Aðgerðin tókst vel

Framherji Barcelona, hinn sænski Henrik Larsson, gekkst undir aðgerð í Bandaríkjunum í dag, og samkvæmt talsmanni félagsins gekk aðgerðin vonum framar. Henke verður þó frá út tímabilið, en hann meiddist upphaflega í 3-0 sigurleiknum gegn Real Madrid, 20. nóvember síðastliðinn. Þessi fyrrum leikmaður Celtic er harðákveðinn í að spila aftur á næsta tímabili og hefur Barcelona þegar framlengt samning hans við félagið.

Sport
Fréttamynd

Risaleikur í spænska boltanum

Mestu erkifjendur knattspyrnusögunnar, Barcelona og Real Madrid, eigast við á Camp Nou, heimavelli Barcelona, í kvöld. Barcelona er í efsta sæti spænsku deildarinnar og Madrídingar eru í öðru sæti, fjórum stigum á eftir. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og hefst upphitun klukkan 20.20 og leikurinn fjörutíu mínútum síðar.

Sport
Fréttamynd

Jóhannes Karl laus frá Betis

Landsliðsmaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson er laus allra mála frá spænska liðinu Real Betis. Hann hefur átt í viðræðum við félagið um starfslok og í dag var tilkynnt að samningi hans við félagið hefði verið rift með gagnkvæmum vilja og að hann gæti farið hvert sem hann vildi á frjálsri sölu.

Sport