Tækni

Fréttamynd

Nýjar sannanir um vatn

Spirit, könnunarfar NASA á Mars, hefur fundið steinefni sem teljast til öruggasta sönnunin hingað til fyrir því að vatn hafi einhvern tíman fundist á plánetunni. Þetta kom fram hjá vísindamönnum NASA á mánudag.

Erlent
Fréttamynd

Nottla gegt gaman

Ekki er víst, og reyndar æði ólíklegt, að allir lesendur skilji fyrirsögnina hér að ofan. Stór hópur á hins vegar auðvelt með að lesa þetta og við honum blasir einfaldlega: "Náttúrlega geðveikt gaman". Fjöldi orða er nú stafsettur á nýstárlegan hátt í samskiptum unga fólksins með fjarskiptatækjum nútímans. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Fullkomið hljóðkerfi í Egilsbúð

Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað afhenti í gær Norðfirðingum að gjöf fullkomið hljóðkerfi. Hljóðkerfið hefur verið sett upp í Egilsbúð og notað þar undanfarnar vikur og segir Guðmundur Rafnkell Gíslason, veitingamaður í Egilsbúð, að sennilega sé þetta eitt besta hljóðkerfið á landinu.

Innlent
Fréttamynd

Lítil viðbrögð við þráðlausu kerfi

Lítil pólitísk umræða hefur orðið um tilboð fjarskiptafyrirtækisins eMAX sem hefur sagst geta sett upp ódýra lausn á dreifikerfi internetsins fyrir landsbyggðina. Stefán Jóhannesson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að nokkrir þingmenn hafi haft samband við hann þegar fjallað var um fyrirtækið í fjölmiðlum fyrr í vetur til að fá upplýsingar um tæknina sem fyrirtækið notar.

Innlent
Fréttamynd

Tjáir sig ekki um tölvuleiki

Engar reglur gilda um tölvuleiki hér á landi. Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, hefur frá árinu 2001 óskað eftir reglum.

Innlent
Fréttamynd

Verðið lækkar með aukinni notkun

Ríkisvaldið hefur ekki uppi ráðagerðir um að beita sér fyrir breytingum á verði gagnaflutninga um Farice sæstrenginn. Forsvarsmenn fyrirtækisins benda á að verð gagnaflutninga um strenginn muni lækka með auknum viðskiptum.

Innlent
Fréttamynd

Sæstrengir í stuttu máli

Sæstrengirnir tveir sem til landsins liggja tryggja stafræna gagnaflutninga til og frá landinu. Strengirnir eru í raun fjöldi ljósleiðara sem lagðir eru saman í þykkum kapli, en um ljósleiðarana fara svo hvers konar stafræn gögn, sama hvort þar er um að ræða hljóð- eða myndsendingar, eða gagnastreymi Internetsins.

Innlent
Fréttamynd

Draga úr sæðisframleiðslu

Ungir menn ættu alls ekki að sitja með fartölvur í kjöltunni. Þetta segja sérfræðingar og benda á að töluverður hiti stafi af slíkum tölvum. Hitinn frá tölvunni getur hitað upp pung karlmanna með þeim afleiðingum að stórdregur úr sæðisframleiðslu og þær sæðisfrumur sem þó verða til eru slappari en annars.

Innlent
Fréttamynd

Styrkur hækkaður

Digital Ísland truflaði útsendingar Ríkissjónvarpssins og Skjás Eins, þegar útsendingar hófust.

Innlent
Fréttamynd

IBM hættir framleiðslu einkatölva

Tölvurisinn IBM hefur ákveðið að hætta framleiðslu einkatölva og hefur selt kínverska fyrirtækinu Lenovo þann hluta fyrirtækisins. IBM var meðal frumkvöðlanna í einkatölvuframleiðslu snemma á níunda áratug síðustu aldar en hefur ekki grætt neitt á einkatölvuframleiðslu í dágóðan tíma.

Erlent
Fréttamynd

Samningur um aldursmerkingar á tölvuleikjum

SMÁÍS (Samtök Myndrétthafa á Íslandi) og ISFE (Interactive Software Federation of Europe) hafa gert með sér samning, um að SMÁÍS verði aðili að PEGI, sem eru aldursmerkingar á tölvuleikjum. Allir nýir tölvuleikir verða merktir samkvæmt flokkunarkerfinu og er því ætlað að tryggja að ólögráða börn fari ekki í leiki sem eru ekki við hæfi þeirra aldurshóps.

Leikjavísir
Fréttamynd

Fékk verðlaun ársins

Íslenska fyrirtækið 3-Plus fékk verðlaun ársins hjá Mattel, stærsta leikfangafyrirtæki í heimi. 3-Plus framleiðir og markaðssetur þroskaleikfang á vegum Fisher Price í Bandaríkjunum og Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Verðskrár í endurskoðun

Fulltrúar Og Vodafone og Símans segjast hafa boðið viðskiptavinum sínum upp á ýmsa afslætti á umframgagnamagni erlendis frá. Í gær kom fram gagnrýni Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra Póst- og fjarskiptastofnunar, á verðlagningu á erlendu niðurhali.

Innlent
Fréttamynd

Of dýrar fyrir markaðinn

Kostnaður við að auglýsa í breskum dagblöðum og tímaritum mun aukast svo mikið á næsta ári að hætta er á að prentmiðlar verði of dýrir fyrir auglýsingamarkaðinn.

Erlent
Fréttamynd

Stefna enn hærra með EVE

Stjórnendur CCP, fyrirtækisins sem framleiðir EVE tölvuleikinn, stefna að því að ná til mun fleiri notenda en áður með nýrri viðbót við tölvuleikinn, sem þeir kalla Exodus. Til að ná því markmiði hafa þeir samið við bandarískt fyrirtæki, Savant Says Media, um markaðssetningu á leiknum.

Innlent
Fréttamynd

30 prósenta aukning

Eyðsla í netauglýsingar í Bandaríkjunum mun enda í 9,4 milljörðum Bandaríkjadala við lok þessa árs, eða um 600 milljörðum króna.

Erlent
Fréttamynd

Táknmálaorðasafn á Netinu opnað

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, opnaði í dag táknabankann en það er sérstakt táknmálaorðasafn á Netinu. Þetta markar tímamót í aðgengi að íslensku táknmáli. Þar verður íslenskt táknmál nú í fyrsta skipti aðgengilegt öllum á veraldarvefnum í fullum gæðum.

Innlent
Fréttamynd

Býður margfaldan hraða

Nýtt fyrirtæki, Hive, auglýsir nú endurgjaldslaust niðurhal á efni á netinu. Aðrar þjónustuveitur rukka sérstaklega fyrir gögn sem sótt eru til útlanda þótt ákveðið magn gagna sé innifalið í þjónustusamningi. Þá er flutningshraðinn allt að tífalt meiri en ADSL-notendur eiga að venjast.

Innlent
Fréttamynd

Rukkað þrátt fyrir næga bandbreidd

Gagnaflutningsgeta um sæstreng margfaldaðist með tilkomu Farice sæstrengsins í byrjun ársins. Ekki er verið að nýta nema hluta flutningsgetu strengsins, en þó rukka flestar netþjónustur viðskiptavini sérstaklega fyrir erlent niðurhal umfram ákveðin mörk.

Innlent
Fréttamynd

Leitartól ógnar gagnaöryggi

Leitartól sem vefleitarvélin Google býður fólki að nota við gagnaleit á tölvum sínum er talin draga úr gagnaöryggi. Hægt er að hlaða niður litlu forriti á vef Google sem leitar að skjölum á tölvum notenda og heldur skrá yfir skjölin og innihald þeirra á vísum stað á harða drifinu.

Erlent
Fréttamynd

Tölvur sem skilja íslensku

Lokið hefur verið við gerð fyrsta íslenska talgreinisins. Í fréttatilkynningu kemur fram að Hjal sé hugbúnaður sem geri tölvum kleift að skilja talað íslenskt mál, til dæmis í gegnum síma.

Innlent
Fréttamynd

Segjast ekki mismuna neinum

"Okkar verð er jafnt til allra og svo keppa menn í þjónustu," segir Jón Birgir Jónsson, stjórnarformaður Farice sæstrengsins og telur umræðu um gjaldtöku fjarskiptafyrirtækja og internetveita fyrir niðurhal erlendis frá ekki koma fyrirtækinu við.

Innlent
Fréttamynd

Vísir næststærstur - kippt fyrirvaralaust út úr samræmdri mælingu

Vísir.is er nú næststærsta vefsvæði landsins,samkvæmt samræmdri vefmælingu Modernuss. Gildir þar einu hvort miðað er við notendur, innlit eða fjölda flettinga. Rúmlega 128 þúsund notendur heimsóttu Vísi í liðinni viku. Modernus sem annast vefmælinguna kippti einhverra hluta vegna Vísi út úr lista sem birtur er vikulega yfir aðsókn stærstu vefja landsins. Engin tilkynning eða skýringar hafa fengist frá Modernus um hverju þetta sætir.

Innlent
Fréttamynd

Ný byltingarkennd tækni

Nýr byltingarkenndur tölvukubbur og örgjörvi verður notaður í nýja heimilismiðlara fyrir breiðbandstengingar og hágæðasjónvarpssendingar sem Sony ætlar að bjóða til sölu árið 2006.

Erlent
Fréttamynd

Vefur Íslandsbanka fyrstur til að fá vottun fyrir aðgengi fatlaðra

Vefur Íslandsbanka, <a href="http://www.isb.is/" target="_blank"><font color="#000080"><strong>www.isb.is</strong></font></a>, er fyrstur íslenskra vefja til að vera vottaður fyrir aðgengi fatlaðra af Sjá viðmótsprófunum og Öryrkjabandalagi Íslands. Við hönnun vefsins var m.a. leitast við að koma til móts við þarfir blindra og sjónskertra, sem nota sérstaka vefskoðara við tölvunotkun.

Innlent
Fréttamynd

Vandræði í stafrænum heimi

Yfir tuttugu þúsund heimili hafa nú fengið nýjan, stafrænan myndlykil frá Digital Íslandi. En svo virðist sem á býsna mörgum þessara heimila gangi brösuglega að stilla hátæknitólið og að það valdi á köflum tómum vandræðum.

Innlent
Fréttamynd

Tölvuleikir vinsælli en kvikmyndir

Myndbönd og mynddiskar voru seld fyrir tæplega 950 milljarða íslenskra króna í Bandaríkjunum árið 2002 á meðan andvirði seldra tölvuleikja var um 1000 milljarðar króna. Þróunin er sú sama á Norðurlöndum. Á heimsvísu er velta leikjaiðnaðarins meiri en velta kvikmynda- og tónlistariðnaðarins samanlagt.

Innlent
Fréttamynd

Hópur fólks hefur einangrast

Sú öra tölvu- og tæknivæðing sem orðið hefur í hinum vestræna heimi verður til þess að tilteknir hópar fólks einangrast.

Innlent
Fréttamynd

Prentað af netinu án vandkvæða

Norska vafrafyrirtækið Opera Software ASA í Noregi segist hafa komið fram með lausn sem bindur enda á vandræðagang sem fylgt getur því að prenta út vefsíður.

Innlent
Fréttamynd

Ofbeldisfyllri og feitari börn

Tölvuleikir valda því að bandarísk börn eru ofbeldisfyllri, feitari og bera minni virðingu fyrir öðrum en ella, samkvæmt niðurstöður nýrrar rannsóknar National Institute on Media and the Family þar vestra. Þar segir meðal annars að í tölvuleikjum kynnist börn kynlífi og ofbeldi án þess að þau séu fær um að átta sig á því hvað þar er á ferð.

Erlent