
Ástin á götunni

Án leikmanna sem hafa skorað 17 af 28 mörkum liðsins
Íslenska 21 árs landsliðið er án sterkra leikmanna þegar liðið mætir Tékkum í dag í úrslitaleik riðilsins í undankeppni EM. Sjö leikmenn liðsins eru uppteknir með A-landsliðinu sem mætir Dönum í kvöld og þeir hafa skorað 61 prósent marka liðsins í keppninni til þessa.

Þóroddur Hjaltalín dæmir hjá Portúgölum á morgun
Þóroddur Hjaltalín mun dæma leik Portúgals og Makedóníu í undankeppni EM hjá U21 karla en leikurinn fer fram á Dr. Jorge Sampaio leikvanginum í Vila Nova de Gaia á morgun.

Sölvi Geir Ottesen við BT: Við vinnum Dani á Parken
Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði íslenska landsliðsins, verður einn íslensku leikmannanna á heimavelli þegar Ísland mætir Dönum á Parken á morgun í undankeppni EM. Sölvi Geir spilar með FC Kaupmannahöfn og hann var sigurviss í viðtali við danska blaðið BT.

Rúrik við Fyens Stiftstidende: Við ættum ekki að eiga möguleika
Rúrik Gíslason, leikmaður OB og íslenska landsliðsins, er í viðtali við danska blaðið Fyens Stiftstidende í dag og þar viðurkennir hann að leikurinn við Dani á Parken á morgun verði íslenska liðinu erfiður.

Tómas Ingi: Þeir vildu þetta meira
Leiknismenn unnu HK naumlega á heimavelli sínum í dag en sigurinn var síst of stór. Þeir skoruðu aðeins eitt mark sem kom þeim þó aftur í toppsætið, með Víkingum.

Halldór: Týpískur Leiknissigur
Halldór Kristinn Halldórsson, fyrirliði Leiknis, segir sigurinn á HK í dag vera týpískan Leiknissigur. Liðið er á toppi deildarinnar með Víkingum en hefur aðeins skorað 30 mörk í sumar.

Leiknir og Víkingur unnu bæði
Toppbaráttan er í algleymingi í 1. deild karla í knattspyrnu. Leiknir og Víkingur unnu bæði sína leiki í dag og eru því bæði aftur komin upp fyrir Þór.

Góð úrslit fyrir Ísland - Jafnt í Tékklandi
Tékkland og Þýskaland gerðu 1-1 jafntefli í undankeppni U21 árs liða fyrir EM á næsta ári. Þetta þýðir að ef Ísland vinnur Tékkland á þriðjudaginn er liðið öruggt um sæti í umspili um laust sæti á EM.

Brynjar meiddur og Grétar tæpur
Það er skarð fyrir skildi í íslenska landsliðinu að Brynjar Björn Gunnarsson getur ekki spilað leikinn í kvöld. Hann meiddist í leik með Reading um síðustu helgi og hefur enn ekki jafnað sig.

Í dag þarf endurreisn Ólafs að byrja
Í dag verður Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari að sýna að hann sé á réttri leið með landsliðið. Í fyrsta sinn síðan hann tók við þjálfun liðsins er raunveruleg pressa á honum.

Helmingslíkur á að við vinnum þennan leik
Undankeppni EM 2012 hefst í dag. Fyrsti mótherji Íslands í keppninni er kunnuglegur en frændur vorir Norðmenn sækja okkur heim á Laugardalsvöllinn í kvöld. Ísland og Noregur voru einnig saman í riðli í síðustu undankeppni og þá enduðu báðir leikirnir með jafntefli.

Fáir Norðmenn sjá leikinn
Þó svo að íbúafjöldi Noregs sé tæplega fimm milljónir má gera ráð fyrir að fleiri Íslendingar en Norðmenn hafi aðgang að leik landanna á morgun í sjónvarpstækjum sínum.

Fá 200 milljónir fyrir EM sæti - Enginn íslenskur samningur
Norska landsliðið í knattspyrnu fær um 200 milljónir íslenskra, komist það alla leið á EM. Íslenska liðið hefur engan slíkan samning.

Þórsarar á topp 1. deildar karla
1550 manns sáu Þór komast á topp 1. deildar karla í knattspyrnu eftir öruggan sigur í grannaslagnum við KA á Akureyri í kvöld.

Sölvi Geir fyrirliði íslenska landsliðsins
Sölvi Geir Ottesen verður fyrirliði íslenska landsliðsins í leiknum gegn Norðmönnum annað kvöld. Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, greindi frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Rúnar: Ég nota ekki svona stóra myndavél
Norska blaðið Aftenbladet gerir því skónna á vefsíðu sinni í dag að Rúnar Kristinsson hafi tekið upp hluta af æfingu norska landsliðsins í dag.

Brynjar Björn ekki með gegn Noregi
Brynjar Björn Gunnarsson getur ekki leikið með íslenska landsliðinu gegn Noregi á morgun er liðin hefja leik í undankeppni EM á Laugardalsvellinum. Mbl.is greinir frá þessu.

Drillo: Þurfum að ná fram hefndnum
Undankeppni EM 2012 hefst á morgun. Ísland mætir Noregi á Laugardalsvelli í fyrsta leik en þessi tvö lið mættust einmitt í síðasta leik Íslands í undankeppni HM 2010. Þá gerðu liðin 1-1 jafntefli og Noregur tapaði dýrmætum stigum í baráttunni um að komast í umspil í undankeppninni.

Ronny Johnsen: Framtíð íslenska fótboltans er björt
Ronny Johnsen, fyrrum leikmaður Manchester United, er staddur hér á landi í tengslum við leik Íslands og Noregs í undankeppni EM 2012. Johnsen starfar sem sérfræðingur fyrir norska sjónvarpsstöð og hitti Fréttablaðið á hann í gær.

Morten Gamst: Höfum ekki efni á að tapa
Morten Gamst Pedersen, leikmaður Blackburn og norska landsliðsins, reiknar með norskum sigri á Laugardalsvelli á morgun.

Gunnleifur byrjaður að kvarta undan hávaðanum
„Þetta var heldur betur stórleikur og frábært að ná að vinna hann,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson, sem var með landsliðshópnum í go-kart þegar undirritaður náði á hann. Gunnleifur sat þó ekki sjálfur undir stýri heldur lét yngri leikmenn um að þeysast um brautina.

Búið að selja 5000 miða
Búið er að selja tæplega 5.000 miða á leikinn gegn Norðmönnum á morgun. Leikurinn er sá fyrsti í undankeppni EM 2012. Laugardalsvöllur tekur alls 10.000 manns í sæti og því er rúmlega helmingur miðanna eftir.

Ísland trekkir ekki að á Parken - Miðasala gengur illa
Óhætt er að segja að ekki sé slegist um miða á landsleik Danmerkur og Íslands í undankeppni EM sem fram fer á Parken í Kaupmannahöfn næsta þriðjudag.

Gylfi kostaði sjö milljónir punda - nánast allt upp í skuldir Reading
Gylfi Sigurðsson varð dýrasti leikmaður sem Reading hefur selt frá sér í vikunni. Hann kostar Hoffenheim sjö milljónir punda. Félagið seldi Gylfa til að geta borgað skuldir en aðeins um 300 þúsund pund fóru í að kaupa nýja leikmenn.

Greta Mjöll í stuði í Bandaríkjunum
Greta Mjöll Samúelsdóttir er að gera það gott í Bandaríkjunum. Hún hefur verið valinn íþróttamaður vikunnar í Northeastern háskólanum í Boston.

Ingvar Kale í landsliðið
Ingvar Þór Kale hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðhópinn sem mætir Noregi og Danmörku í undankeppni EM. Þetta er í fyrsta sinn sem Ingvar er valinn í liðið.

Markahæsti leikmaður 1. deildar til AGF í Danmörku
Sóknarmaðurinn Aron Jóhannsson mun ganga í raðir AGF frá Danmörku fyrir lok félagaskiptagluggans á morgun frá Fjölni.

KA og Leiknir gerðu jafntefli
Leikni mistókst að endurheimta toppsætið í 1. deild karla í dag er Breiðholtsliðið gerði jafntefli, 2-2, við KA á Akureyri.

1. deild karla: Þór gefur ekkert eftir
Þór frá Akureyri ætlar sér að vera í baráttu um sæti í Pepsi-deild karla allt til enda en Þór vann góðan sigur á ÍR, 0-3, í dag.

Afríka og kvennalið Hattar einu liðin án sigurs á Íslandsmótinu
Aðeins tvö lið á Íslandsmótinu á Íslandi eiga enn eftir að vinna leik. Alls taka 90 félög þátt í Íslandsmótum KSÍ.