Podcast með Sölva Tryggva

Fréttamynd

„Við ákváðum að vera ekki á djamminu“

Sigmar Vilhjálmsson hefur í áraraðir verið einn þekktasti sjónvarpsmaður Íslands en undanfarin ár hefur hann einbeitt sér að viðskiptum. Hann er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans.

Lífið
Fréttamynd

Segist hafa verið með tvo lögreglumenn á launum

Annþór Kristján Karlsson var í áraraðir þekktur fyrir að vera einn alræmdasti glæpamaður Íslands en hann lýsir því meðal annars í spjalli við Sölva Tryggvason að það hafi komið fyrir oftar en einu sinni að lögreglan hafi bent fólki á að leita til sín vegna skulda, þegar úrræði fólks til að innheimta peningana voru ekki til staðar í kerfinu.

Lífið
Fréttamynd

Sara segist hafa flúið Ísland eftir langt ofbeldissamband

Sara Piana sem hefur í gegnum árin verið umtöluð á Íslandi, hefur hingað til ekki farið í viðtöl í íslenskum fjölmiðlum, en fannst tími til kominn að segja sögu sína, einkum og sér í lagi þar sem hún er nú alfarið flutt til landsins og ætlar að hefja hér næsta kafla í sínu lífi.

Lífið
Fréttamynd

Bað um sálfræðing fyrir blaðamennina

Þorbjörg Alda Birkis Marínósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marínós, kom með hvelli inn á sjónarsvið íslenskra fjölmiðla. Hún segir að það hafi verið nauðsynlegt að breyta aðeins til þegar hún tók við sem ritstjóri DV. Meðal annars að banna fólk úr kommentakerfum og fleira í þeim dúr.

Lífið
Fréttamynd

Einangrun og skömm sem fylgir klámnotkun

Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari hefur leikið fjölda hlutverka bæði hér heima og erlendis en hann lék nýlega lykilhlutverk í tölvuleiknum Assassins Creed Valhalla, sem er á stærðargráðu sem fæstir gera sér grein fyrir. Hann er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar.

Lífið
Fréttamynd

Sögulegt faðmlag við Bjössa í World Class

Reynir Traustason er einn reyndasti blaðamaður Íslandssögunnar hefur ritstýrt fjölmörgum fjölmiðlum og oft komist í fréttir fyrir að lenda upp á kant við fólk vegna fréttaflutnings.

Lífið
Fréttamynd

„Líður smá eins og ég sé í ástarsorg“

Árni Páll Árnason skaust hratt upp á stjörnuhimininn sem unglingur og rapptónlist hans sló strax í gegn og síðan þá hefur hann verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins. Nú er komin út ný bók um rapparann sem ber heitið Herra Hnetusmjör: Hingað til.

Lífið
Fréttamynd

Með Jóni Páli þegar hann fékk dauða­dóminn

Jónína Benediktsdóttir hefur oft verið umdeild hér á landi. Hún var ung orðin viðskiptakona í Svíþjóð, þar sem hún fékk alls kyns verðlaun fyrir frumkvöðlastarfsemi sína í líkamsrækt og rekstri líkamsræktarstöðva.

Lífið
Fréttamynd

Þurfti að taka svefnlyf tvisvar á hverri nóttu

Björn Stefánsson er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Björn, sem var ungur orðinn einn hæfileikaríkasti trommuleikari sem Ísland hefur átt, skipti síðan alveg um takt og gerðist leikari.

Lífið
Fréttamynd

Bubbi grét þegar hann fékk heyrnartæki

Bubbi Morthens er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Í viðtalinu ræða Sölvi og Bubbi meðal annars um tímabilið þegar Bubbi fékk loksins heyrnartæki eftir áratugi af skertri heyrn.

Lífið