Besta deild karla

Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Fram 0-2

Framarar unnu þægilegan sigur á Breiðablik, 2-0, í fimmtu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Kópavogsvelli. Kristinn Ingi Halldórsson og Jón Gunnar Eysteinsson gerðu mörk Framara í leiknum. Breiðablik hefur aðeins náð að skora eitt mark það sem af er mótsins og sóknarleikur þeirra virkilega bragðdaufur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjarni Guðjóns kominn upp fyrir þjálfarana sína á fyrirliða-listanum

Tölfræði twitter-síða KR-inga, KRstats, segir frá því í dag að Bjarni Guðjónsson sé kominn upp fyrir þjálfara sína, Rúnar Kristinsson og Pétur Pétursson, yfir fjölda leikja sem fyrirliði KR í efstu deild. Bjarni er á sínu þriðja ári sem fyrirliði en sigurleikurinn á móti FH í gær var hans 46. leikur sem fyrirliði KR-liðsins í Pepsi-deildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsimörkin Extra: Stjörnumenn deila sturtuklefanum með kvennaliðinu

Hjörvar Hafliðason ræddi við bræðurna Jóhann og Daníel Laxdal úr liði Stjörnunnar í Garðabæ þar sem þeir fóru yfir ýmsa hluti hjá félaginu. Í þessu innslagi í Pepsimörkunum Extra á Vísi fékk Hjörvar m.a. að skoða búningsklefa Stjörnunnar. En karla – og kvennalið félagsins eru með sameiginlegan sturtuklefa

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Meistararnir komnir í gang - myndir

Íslandsmeistarar KR unnu sinn þriðja leik í röð í kvöld er FH kom í heimsókn. Þetta er þess utan annað árið í röð sem KR vinnur FH á heimavelli sem eru tíðindi enda hafði KR ekki unnið á FH á heimavelli í sjö ár þar til stíflan brast í fyrra.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upphitun: Sagan hliðholl FH á KR-velli

KR og FH mætast í stórleik 5. umferðar Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í Vesturbænum í kvöld. FH-ingar voru áskrifendur að þremur stigum á KR-vellinum í sjö ár eða allt þar til í fyrra. Þá tryggðu Viktor Bjarki Arnarson og Baldur Sigurðsson KR langþráð þrjú stig í 2-0 sigri.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR-FH 2-0

KR-ingar eru komnir upp að hlið FH-inga í 2. sæti Pepsi-deildar karla eftir 2-0 sigur á FH í fyrsta leik fimmtu umferðar á KR-vellinum í kvöld. FH var búið að vinna þrjá leiki í röð og átti möguleika á því að komast í toppsætið en Hafnfirðingar komust lítið áleiðis gegn KR-ingum í Vesturbænum í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsimörkin: Markaregnið úr 4. umferð

Alls voru 18 mörk skoruð í fjórðu umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu en umferðinni lauk í gærkvöld með tveimur leikjum. Farið var yfir gang mála í öllum leikjunum í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær. Markaregnið úr fjórðu umferð er aðgengilegt á sjónvarpshluta Vísis og tónlistin er frá bandarísku hljómsveitinni The Shins og lagið heitir Simple Song

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sigurganga Skagamanna heldur áfram - myndir

Skagamenn ætla ekki að gefa neitt eftir í Pepsi-deildinni en nýliðarnir hafa fullt hús eftir fjórar fyrstu umferðinar. ÍA-liðið vann dramatískan 3-2 sigur á Keflavík á Akranesi í kvöld þar sem að varamaðurinn Garðar Bergmann Gunnlaugsson skoraði sigurmarkið í blálokin.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR-ingar unnu þúsundasta leikinn í efstu deild - myndir

KR-ingar héldu upp á þúsundasta leikinn í efstu deild í kvöld með því að vinna 1-0 sigur á nárgrönnunum í Val á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda. KR-liðið er þar með búið að gera betur en í fyrra þegar liðið náði ekki að vinna Valsmenn í tveimur deildarleikjum liðanna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - KR 0-1 | Maggi Lú hetjan

Magnús Már Lúðvíksson var óvænt hetja KR-inga sem unnu 1-0 sigur á Val í Reykjavíkurslag á Hlíðarenda í kvöld. Magnús skoraði eina mark leiksins um miðjan síðari hálfleikinn eftir varnarmistök Valsara og tryggði KR sinn 1000. sigur í efstu deild. Valsmenn áttu síst minna í leik kvöldsins og ganga svekktir frá borði.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Keflavík 3-2

ÍA er enn með fullt hús stiga á toppi Pepsí deildar karla eftir 3-2 sigur á Keflavík í rafmögnuðum háspennuleik á Akranesi þar sem Garðar Bergmann Gunnlaugsson skoraði sigurmarkið á síðustu mínútunni en Keflvíkingar sitja eftir með sárt ennið þrátt fyrir fín tilþrif í leiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Búinn að verja víti sex sumur í röð

Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslandsmeistara KR, var hetja sinna manna í 3. umferð Pepsi-deildar karla þegar hann varði víti frá Matt Garner í uppbótartíma og sá til þess að KR vann leikinn 3-2 og þar með sinn fyrsta deildarsigur í sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsi-mörkin extra: Kjartan Henry kennir Hjörvari hvernig á að taka víti

Kjartan Henry Finnbogason er markahæsti leikmaður Pepsideildar karla að loknum þremur umferðum. Framherjinn úr KR skoraði þrennu í 3-2 sigri gegn ÍBV í síðustu umferð og öll mörkin skoraði hann úr vítaspyrnum. Hann er sá fyrsti sem nær slíkri þrennu í efstu deild. Hjörvar Hafliðason knattspyrnusérfræðingur Stöðvar 2 sport brá sér í Frostaskjólið og fékk Kjartan til þess að fara yfir það hvernig best er að taka vítaspyrnur.

Íslenski boltinn