
Fjölnir vann stórsigur og Grótta kom til baka
Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld þegar Fjölnir vann öruggan 1-4 útisigur gegn KV og Grótta vann 4-2 sigur gegn Aftureldingu.

Þjálfari Gróttu í bann fyrir að ógna dómara
Chris Brazell, þjálfari karlaliðs Gróttu í fótbolta, missir af næstu þremur leikjum liðsins í Lengjudeildinni eftir að hafa verið úrskurðaður í bann af aga- og úrskurðanefnd KSÍ.

Tíu ára þjálfarar hjálpa yngri krökkunum að elta drauma sína
Tveir ungir drengir á Seltjarnarnesi bjóða um helgina upp á knattspyrnunámskeið fyrir börn á aldrinum fimm til sjö ára. Markmið þeirra er að hjálpa krökkunum að verða betri í fótbolta og elta drauma sína, en strákarnir skipulögðu námskeiðið og útfærðu æfingarnar sjálfir.

Tveir þrumufleygar Madsens mikilvægir í sigri Vestra
Vestri vann 3-1 sigur á Gróttu í síðasta leik 13. umferðar Lengjudeildar karla í fótbolta í dag. Liðið fór upp um tvö sæti með sigrinum.

Sigurður Hrannar aftur heim á Skagann
Skagamenn hafa sótt heimamann til liðs við sig úr Gróttu.

Selfoss hirti toppsætið af Gróttu
Fimm leikir fóru fram í Lengjudeild karla í fótbolta í dag. Grótta sem var á toppnum fyrir leiki dagsins laut í lægra haldi fyrir Grindavík suður með sjó.

Grótta tyllti sér á topp deildarinnar
Grótta situr á toppi Lengjudeildar karla í fótbolta eftir leiki kvöldsins í 10. umferð deildarinnar. Heil umferð var spiluð í kvöld en fjögur rauð spjöld litu dagsins ljós í leikjunum sex.

Grótta upp í annað sætið
Grótta vann Þrótt Vogum 1-0 í eina leik kvöldsins í Lengjudeild karla í fótbolta.

HK á toppinn og Fylkir upp í annað sæti
Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. HK-ingar tylltu sér á toppinn með 3-1 sigri gegn Kórdrengjum og Fylkir eltir þá upp í annað sætið eftir 2-5 sigur gegn Gróttu.

Róbert fær liðsstyrk til Gróttu
Elvar Otri Hjálmarsson hefur gengið til liðs við Gróttu frá Fjölni. Elvar skrifaði undir tveggja ára samning við Gróttu.

Grótta fær danskan leikmann fyrir komandi átök
Handknattleiksdeild Gróttu hefur samið við danska handknattleiksmanninn Theis Koch Søndergård um að leika með liðinu á komandi tímabili í Olís-deild karla.

Leiðin liggur af Nesinu í Úlfarsárdalinn
Fram heldur áfram að safna liði fyrir næsta tímabil og hefur nú sótt annan leikmann frá Gróttu. Í síðustu viku samdi Ívar Logi Styrmisson við Fram og nú hefur Ólafur Brim Stefánsson farið sömu leið.

Silfurdrengur á nýjum slóðum: „Kom á óvart hvað var gaman að gefa, ekki bara þiggja“
Róbert Gunnarsson þreytir frumraun sína sem aðalþjálfari í Olís-deild karla á næsta tímabili. Hann var ráðinn þjálfari Gróttu í síðustu viku. Honum líst vel á verkefnið.

Róbert Gunnarsson og Davíð Örn taka við Gróttu
Grótta mætir með töluvert breytt þjálfarateymi til leiks í Olís deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Róbert Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, og Davíð Örn Hlöðversson munu stýra liðinu.

Arnar Daði óvænt hættur: „Ég var bara orðinn bensínlaus“
Arnar Daði Arnarsson er óvænt hættur sem þjálfari Gróttu í handbolta karla, mánuði eftir að hafa skrifað undir nýjan samning til þriggja ára. Hann segist hreinlega hafa lent á vegg.

Fylkir og Grótta í efstu sætin | Víkingur van öruggan sigur
Fylkir og Grótta lyftu sér í efstu tvo sæti Lengjudeildar karla með sigrum í kvöld. Fylkir vann öruggan 5-2 sigur gegn Fjölni og Grótta vann 2-0 sigur gegn þjálfaralausum HK-ingum. Í Lengjudeild kvenna vann Víkingur öruggan 3-0 sigur gegn Grindavík.

Fjölnir og Selfoss enn með fullt hús stiga | Kórdrengir og Fylkir gerðu jafntefli
Fjölnir og Selfoss hafa unnið báða leiki sína í upphafi móts í Lengjudeild Karla í fótbolta. Fjölnismenn unnu 4-1 sigur gegn Þór á meðan Selfyssingar unnu 2-1 sigur gegn Gróttu. Á sama tíma gerðu Kórdrengir og Fylkir 1-1 jafntefli.

Grótta gjörsigraði Vestra
Grótta burstaði Vestra með fimm mörkum gegn engu þegar liðið fékk Vestra í heimsókn á Vivaldi-völlinn á Seltjarnarnesi í fyrstu umferð Lengjudeildar karla í fótbolta í dag.

HK og ÍR með yfirhöndina í umspili um sæti í Olís-deildinni
HK og ÍR eru núeinum sigri frá því að koma sér í úrslitaleik um laust sæti í Olís-deild kvenna í handbolta eftir sigra í leikjum kvöldsins.

„Hvaða skilaboð eru þetta til mín og strákanna sem lenda í miklu áfalli?“
Arnar Daði Arnarsson, þjálfari karlaliðs Gróttu í handbolta, fór um víðan völl í nýjum þætti af Þungavigtinni og ræddi meðal annars um dómaramálin á Íslandi.