Bílar

Fréttamynd

Hekla mun áfram þjónusta Mitsubishi

Mitsubishi Motors Corporation tilkynnti við lokun markaða í fyrradag að fyrirtækið hyggist hætta að kynna nýjar gerðir í Evrópu. Hekla, umboðsaðili Mitsubishi á Íslandi mun halda áfram að þjónusta bílana samkvæmt Friðberti Friðbertssyni, forstjóra HEKLA.

Bílar
Fréttamynd

Vökubíll sótti Vökubíl sem sótti skutbíl

Bíll frá dráttarbílafyrirtækinu Vöku þurfti að sækja annað bíl frá dráttarbílafyrirtækinu Vöku í gær, en sá var að sækja bíl sem var ekki á vegum dráttarbílafyrirtækisins Vöku.

Lífið
Fréttamynd

Tesla tekur fram úr Toyota

Bandaríski bílaframleiðandinn Tesla er orðinn verðmætasti bílaframleiðandi heims. Tesla tekur þar með fram úr Toyota, þrátt fyrir að japanski bílaframleiðandinn framleiði þrjátíu sínnum fleiri bíla og sé með tíu sinni hærri tekjur en Tesla.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Að leggja bílnum á líf­eyris­aldri

Það getur verið æði kostnaðarsamt að eiga og reka bíl. Auk þess getur komið sá tími að við treystum okkur ekki eða kjósum síður að keyra sjálf og viljum skoða aðra fararmáta. En hvað kostar þetta allt saman? Er ekki allt of dýrt að skipta bílnum út fyrir leigubílaferðir eða gæti það verið raunhæfur kostur?

Skoðun
Fréttamynd

Hobby næst flestu nýskráðu ökutækin í maí

Húsbíla og hjólhýsaframleiðandinn Hobby var næst mest nýskráða tegund ökutækja hér á landi í maí. Toyota vermdi topp sætið með 112 ökutæki nýskráð en Hobby var í öðru sæti með 74 eintök á meðan Ford nældi í þriðja sæti með 64 eintök.

Bílar
Fréttamynd

Myndband:Nýr Nissan Z sést loksins

Eftir 12 ár af framleiðslu af 370Z hefur Nissan loksins tilkynnt um að ný kynslóð sé væntanleg. Á Youtube rás Nissan má sjá myndband þar sem fjöldi nýrra kynslóða kemur fram, þar á meðal Nissan Z.

Bílar
Fréttamynd

Eigendur dísilbíla eiga rétt á bótum frá Volkswagen

Dómstóll í Þýskalandi komst að þeirri niðurstöðu að bílaframleiðandinn Volkswagen þyrfti að greiða eigendum dísilbíla sem fyrirtækið átti við til að blekkja yfirvöld bætur í dag. Tugir þúsunda dómsmála hafa verið höfðuð í Þýskalandi vegna útblásturshneykslisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Herjeppinn sem átti að sigra heiminn

Trúlega eru fáar bifreiðar jafn einkennandi fyrir aldamótaárin eins og hinn tröllvaxni Hummer. Þá mátti gjarnan sjá stórstjörnur á borð við Britney Spears, Tupac, Arnold Schwarzenegger og Harry Kewell keyra um á þessum fokdýra jeppa.

Erlent
Fréttamynd

Reglugerð um stafræn ökuskírteini í samráðsgátt

Verkefnastofan Stafrænt Ísland hefur unnið að tæknilegri útfærslu stafrænna ökuskírteina í samstarfi við ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytið. Frumvarp til breytinga á reglugerð um ökuskírteini hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.

Innlent
Fréttamynd

Tveggja ára tvinnbíll fuðraði upp

Tveggja ára gamall tvinnbíll fuðraði upp á Svínvetningabraut suðaustan af Blönduósi á sunnudag. Enginn slasaðist en bóndi sem varð vitni að brunanum segir hafa verið skuggalegt að sjá hve skammur tími leið frá því eldur kviknaði þar til bíllinn var að engu orðinn.

Innlent
Fréttamynd

Rútujeppi úr áli vísir að íslenskri bílaframleiðslu

Íslenskt fyrirtæki hefur samið við Grænlendinga um að sérsmíða umhverfisvæna bíla til að nota á fyrsta þjóðvegi Grænlands. Þetta yrði fyrsti raðsmíðaði íslenski bíllinn og byggður á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðamennsku á hálendinu.

Innlent