Viðskipti erlent

Volkswagen biðst afsökunar á rasískri auglýsingu

Sylvía Hall skrifar
Auglýsingin var birt á samfélagsmiðlum fyrirtækisins.
Auglýsingin var birt á samfélagsmiðlum fyrirtækisins. Vísir/Getty

Bílaframleiðandinn Volkswagen hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fyrirtækið harmar auglýsingu sem sett var í loftið á samfélagsmiðlum fyrirtækisins. Auglýsingin var harðlega gagnrýnd af mörgum og sögð vera rasísk.

Auglýsingin var tekin upp í Buenos Aires í Argentínu þar sem risastór hvít hendi ýtir svörtum manni fram hjá gulum Volkswagen Golf 8 og inn á kaffihús sem heitir „Petit Colon“ sem þýðir á frönsku og þýsku „lítill nýlendubúi“.

Í yfirlýsingunni segist fyrirtækið harma auglýsinguna, gagnrýnin hafi verið réttmæt og þau skammist sín mjög fyrir að hafa sett hana í birtingu.

„Hatur, rasismi og mismunun eiga ekki heima hjá Volkswagen,“ skrifaði Jürgen Stackmann, sölu- og markaðsstjóri Volkswagen, á Twitter-síðu sína. Hann lofi því að fullkomið gagnsæi verði um málið og það hafi viðeigandi afleiðingar í för með sér.

Hann sagði í annarri yfirlýsingu að auglýsingin væri bersýnilega rasísk. Hún væri móðgandi fyrir „allar sómasamlegar manneskjur“ og þau skilji reiðina.

Hér að neðan má sjá auglýsinguna sem var tekin úr birtingu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×