Myndband:Nýr Nissan Z sést loksins Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. maí 2020 07:00 Nýr Nissan Z Eftir 12 ár af framleiðslu af 370Z hefur Nissan loksins tilkynnt um að ný kynslóð sé væntanleg. Á Youtube-rás Nissan má sjá myndband þar sem fjöldi nýrra kynslóða kemur fram, þar á meðal Nissan Z. Nissan ætlar sér að kynna 12 nýjar gerðir eða nýjar kynslóðir á næstu 18 mánuðum. Margt bílaáhugafólk mun fagna því að þar á meðal leynist Nissan Z af nýjustu gerð. Myndbandið er titlað „Næst hjá Nissan: Frá A til Z.“ (Nissan Next: From A to Z á frummálinu). Myndbandið byrjar á Nissan Ariya og endar á Z. Svo virðist sem hinar gerðirnar séu Armanda, Frontier, Kicks, Murano, Navara, Note, Pathfinder, Qashqai, Rouge og Terra. Engar nánari upplýsingar eru um nýjan Z en orðrómur er á kreiki um að hann muni kallast 400Z og vélin verði 3,0 lítra V6 sem tveimur forþjöppum. Þá á hún að skila á milli 400 og 500 hestöflum. Líklega verður hann áfram afturhjóladrifin og bæði fáanlegur beinskiptur og sjálfskiptur. Bílar Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent
Eftir 12 ár af framleiðslu af 370Z hefur Nissan loksins tilkynnt um að ný kynslóð sé væntanleg. Á Youtube-rás Nissan má sjá myndband þar sem fjöldi nýrra kynslóða kemur fram, þar á meðal Nissan Z. Nissan ætlar sér að kynna 12 nýjar gerðir eða nýjar kynslóðir á næstu 18 mánuðum. Margt bílaáhugafólk mun fagna því að þar á meðal leynist Nissan Z af nýjustu gerð. Myndbandið er titlað „Næst hjá Nissan: Frá A til Z.“ (Nissan Next: From A to Z á frummálinu). Myndbandið byrjar á Nissan Ariya og endar á Z. Svo virðist sem hinar gerðirnar séu Armanda, Frontier, Kicks, Murano, Navara, Note, Pathfinder, Qashqai, Rouge og Terra. Engar nánari upplýsingar eru um nýjan Z en orðrómur er á kreiki um að hann muni kallast 400Z og vélin verði 3,0 lítra V6 sem tveimur forþjöppum. Þá á hún að skila á milli 400 og 500 hestöflum. Líklega verður hann áfram afturhjóladrifin og bæði fáanlegur beinskiptur og sjálfskiptur.
Bílar Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent