Renault hættir að selja fólksbíla með sprengihreyfli í Kína Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. apríl 2020 07:00 Renault Twingo á bílasýningunni í Genf. Renault ætlar að draga sig út úr eigendahópi Dongfeng Renault Automotive Company, sem franski framleiðandinn á til helminga við kínverska framleiðandann Dongfeng Motor Group Co. Félögin stóðu saman af sölu Renault bíla í Kína. Rafbílar og atvinnubílar frá Renault verða þó enn til sölu í Kína. Renault hefur verið í samstarfi við Brillianve Jinbei Automotive Company, eGT og Jiangxi Jiangling. „Renault mun halda áfram að veita hágæða þjónustu við 300.000 viðskiptavini sína í gegnum Renault umboð,“ samkvæmt yfirlýsingu frá Renault. Renault hefur eins og margir aðrir framleiðendur fundið verulega fyrir lokunum á verksmiðjum vegna kórónaveirunnar. Verkefni Renault og Dongfeng var rekið með miklu tapi, félagið seldi einungis 18.607 bíla á síðasta ári, en hefði geta slet um 110.000 eintök. Tapið var því um einn og hálfur milljarður yuan eða sem nemur um 30,5 milljörðum íslenskra króna. Bílar Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent
Renault ætlar að draga sig út úr eigendahópi Dongfeng Renault Automotive Company, sem franski framleiðandinn á til helminga við kínverska framleiðandann Dongfeng Motor Group Co. Félögin stóðu saman af sölu Renault bíla í Kína. Rafbílar og atvinnubílar frá Renault verða þó enn til sölu í Kína. Renault hefur verið í samstarfi við Brillianve Jinbei Automotive Company, eGT og Jiangxi Jiangling. „Renault mun halda áfram að veita hágæða þjónustu við 300.000 viðskiptavini sína í gegnum Renault umboð,“ samkvæmt yfirlýsingu frá Renault. Renault hefur eins og margir aðrir framleiðendur fundið verulega fyrir lokunum á verksmiðjum vegna kórónaveirunnar. Verkefni Renault og Dongfeng var rekið með miklu tapi, félagið seldi einungis 18.607 bíla á síðasta ári, en hefði geta slet um 110.000 eintök. Tapið var því um einn og hálfur milljarður yuan eða sem nemur um 30,5 milljörðum íslenskra króna.
Bílar Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent