Viðskipti innlent

BL nælir í markaðsstjóra frá Sjóvá

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sigurjón Andrésson.
Sigurjón Andrésson. bl

Sigurjón Andrésson hefur verið ráðinn markaðsstjóri bifreiðaumboðsins BL. Samhliða því tekur hann sæti í framkvæmdastjórn félagsins, að sögn Ernu Gísladóttur forstjóra BL. Sigurjón kemur til BL frá Sjóvá þar sem hann hefur stýrt markaðs- og kynningarmálum frá árinu 2008.

Í vistaskiptatilkynningu er ferill Sigurjóns rakinn. Þar segir að hann sé í grunninn iðnmenntaður en hafi einnig lokið diplómanámi í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands, Black Belt gráðu í Six Sigma verkefnastjórnun frá Juran Institude í Bandaríkjunum og meistaragráðu í viðskiptafræði MBA frá Háskólanum í Reykjavík.

Þar segir jafnframt að Sigurjón búi ásamt fjölskyldu sinni í Hvítholti í Flóahreppi. Eiginkona Sigurjóns er Margrét Sara Guðjónsdóttur kennari við Menntaskólann í Reykjavík og eiga þau tvær dætur.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×