Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Snögg stöðvun grá­sleppu­veiða mikið á­fall fyrir sjó­menn

„Þarna hefur sjávarútvegsráðuneytið sofið á verðinum um það að stöðva veiðarnar eða gefa út viðvörunarljós um að það væri að nálgast hámark og útfæra þá stöðvun svo að það væri tekið tillit til þeirra sem eru á veiðum. Þannig að menn væru með nokkuð jafn marga daga til sóknar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.

Innlent
Fréttamynd

Minnst fjórir metrar milli tjalda í sumar

Margir bíða ef til vill óþreyjufullir eftir að geta byrjað að ferðast innanlands enda verður lítið um utanlandsferðir í ár. Leiðbeiningar um sóttvarnaráðstafanir vegna Covid-19 á tjaldsvæðum, hjólhýsasvæðum, skálum ferðafélaga og fleiri ferðamannastaða hafa verið gefnar út af landlæknisembættinu.

Innlent
Fréttamynd

Stærsti hluti rekstrartaps vegna rýrnunar á viðskiptavild

Rekstrartap Icelandair á fyrsta ársfjórðungi nemur ríflega þrjátíu milljörðum króna. Stærsti hluti tapisins er niðurfærsla viðskiptavildar. Gert er ráð fyrir að lausafjárstaða fari undir lágmark á næstu vikum. Þetta kemur fram í bráðabirgðauppgjöri félagsins fyrir 1. ársfjórðung sem birtist í gær

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Um jafnrétti til náms og réttindi stúdenta til atvinnuleysisbóta

Í gær var 1. maí - baráttudagur verkalýðsins. Dagur sem hefur ólíka merkingu fyrir ólíkum þjóðfélagshópum. 1. maí er rauður dagur, í tveimur ólíkum merkingum. Fyrir græða-og-grilla liðinu er þetta lítið annað en vorlegur frídagur. Fyrir rauðhjörtuðu jafnaðarbaráttufólki er þetta hins vegar mikilvægasti hátíðardagur ársins.

Skoðun
Fréttamynd

Grunur um kórónuveirusmit kom upp á Eir

Aldraður skjólstæðingur á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar í Reykjavík var fluttur á Landspítalann vegna gruns um kórónuveirusmit í dag. Niðurstaða úr sýnatöku var óljós en sýni úr einstaklingum sem komu nálægt manneskjunni reyndust neikvæð.

Innlent
Fréttamynd

Segir WHO hafa gefið heimsbyggðinni nægan tíma til undirbúnings

Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að stofnunin hafi gefið heimsbyggðinni nægan tíma til að búa sig undir kórónuveirufaraldurinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert WHO að blóraböggli fyrir faraldrinum og sakað stofnunina um að hafa klúðrað viðbrögðum við honum.

Erlent
Fréttamynd

Hótelnóttin lækki um allt að 50% í verði

Stjórnendur þriggja stórra hótelkeðja á Íslandi gera ráð fyrir að gistinóttin muni lækka töluvert í verði í sumar, jafnvel um allt að helming. Viðbúið er þó að mörg hótel verði lokuð. Íslandshótel ætla að vera fyrsta hótelkeðjan á Íslandi að bjóða gæludýr velkomin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Býrð þú yfir þrautseigju?

Það er svo áhugavert, spennandi og ögrandi hvernig við getum breytt okkur sem manneskjum. Ef við viljum efla líkamlegt úthald eða vöðvastyrk getum við gert markvissar æfingar til þess.

Skoðun
Fréttamynd

Talinn ítrekað lemja konuna sína en aldrei fengið refsingu

Dómstólar hafa hafnað kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum um fjögurra vikna brottvísun karlmanns á Suðurnesjum af heimili sínu vegna gruns um heimilisofbeldi. Ástæðan er sú að konan vill endurtekið ekki að lögregla aðhafist neitt í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Einn greindist með Co­vid-19

Einn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Því hafa nú 1.798 greinst með veiruna hér á landi.

Innlent