Innlent

Fréttamynd

Prófkjör hjá Framsókn

Framsóknarmenn í Kópavogi efna til opins prófkjörs til að velja sex efstu frambjóðendur flokksins til bæjarstjórnarkosninga næsta vor.

Innlent
Fréttamynd

Ekki varanlegir hnekkir

Íslenskur listaverkamarkaður hefur ekki borið varanlega hnekki vegna fölsunarmála undanfarin ár og traust almennings á núlifandi listamönnum hefur aukist. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum nefndar um listaverkafalsanir sem skipuð var af menntamálaráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.

Innlent
Fréttamynd

Veikindin erfiðust

Forstöðumenn ríkisstofnana telja sig helst þurfa að leita sérfræðiaðstoðar til skýringar á kjarasamningum þegar kemur að launagreiðslum vegna veikindaleyfa starfsmanna. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem starfsmannaskrifstofa fjármálaráðuneytisins gerði meðal forstöðumanna.

Innlent
Fréttamynd

Vanfóðruð hross í Hafnarfirði

Héraðsdýralæknir hafði í vikunni afskipti af þremur vanfóðruðum hestum, sem haldnir voru í hesthúsi á svæði hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði. Var eigendum veitt tiltal og gert að sleppa þeim í haga, svo þeir kæmust á grös.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælin hefjast fyrir alvöru

Mótmælin við Kárahnjúka virðast loksins vera að hefjast fyrir alvöru og síðasta leyfið fyrir tjaldbúðum ætti að liggja fyrir síðar í dag. Einn skipuleggjenda mótmælanna, Birgitta Jónsdóttir, sem er ekki enn farin austur, segist búast við tuttugu manna hópi á svæðið í dag og á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Ný reglugerð um farþegaflug

Með nýrri reglugerð eru flugfélög gerð mun ábyrgari en áður gagnvart farþegum, ef þau fella niður flug, seinka flugi eða neita farþegum um far. Reglugerðin er sam evrópsk og tekur til skaðabóta vegna tafa sem farþegar verða fyrir og á Flugmálastjórn að framfylgja henni og taka við kvörtunum, ef einhverjar verða.

Innlent
Fréttamynd

3 ár og milljón í skaðabætur

Rúmlega fertugur karlmaður var dæmdur í þriggja ára fangelsi í dag fyrir að nauðga fyrrverandi sambýliskonu sinni. Honum var jafnframt gert að greiða henni eina milljón króna í skaðabætur.

Innlent
Fréttamynd

Hlúð að verkum Samúels í Selárdal

Viðgerð á listaverkum Samúels Jónsson í Selárdal hófst á síðasta ári og er fram haldið í sumar. Félag um endurreisn safns hans stendur að framkvæmdunum og hlaut nýlega tvo styrki til verksins. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Neitar sök og vill ekki tjá sig

Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir manni á þrítugsaldri sem grunaður er um fíkniefnasölu og kynferðismök við stúlku undir 14 ára aldri. Maðurinn var handtekinn á miðvikudaginn fyrir viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald á fimmtudag, en það rennur út á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið gekk á bak orða sinna

Komuverslun fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli hefur verið stækkuð um meira en helming, frá 460 fermetrum upp í rúma þúsund fermetra. Samtökum verslunar og þjónustu þykir utanríkisráðuneytið hafa gengið á bak orða sinna með því að samþykkja að stækka rekstur sem er í samkeppni við einkaaðila.

Innlent
Fréttamynd

EFTA ræðir við Rússland og Úkraínu

Utanríkisráðherrar EFTA-ríkjanna, sem eru Noregur, Sviss, Ísland og Liechtenstein, ákváðu í gær að stefna að fríverslunarviðræðum við Rússland og Úkraínu. Jafnframt var ákveðið að leita í auknum mæli eftir fríverslunarsamningum við stór og mikilvæg viðskiptaríki, án tillits til þess hvort Evrópusambandið ætli að gera fríverslunarsamninga við viðkomandi ríki.

Erlent
Fréttamynd

Skeljungur hækkar

Olíufélagið Skeljungur fylgdi í gær í kjölfar annarra olíufyrirtækja í landinu og hækkaði eldsneytisverð á stöðvum sínum til samræmis við Olís og Esso.

Innlent
Fréttamynd

Dæmt fyrir hrottafengna nauðgun

42 ára gamall maður var dæmdur í þriggja ára fangelsi í gær fyrir hrottafengna nauðgun á fyrrum sambýliskonu sinni. Verknaðurinn stóð í um klukkustund í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu að kvöldi mánudagsins 12. júlí í fyrra. Hann þarf að auki að greiða henni eina milljón króna í skaðabætur.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast bóta vegna samráðs

Á morgun verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur mál félagsmanns Neytendasamtakanna á hendur einu olíufélaganna vegna meints taps af ólöglegu verðsamráði þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Andstaða við íbúðabyggð í Viðey

Viðeyingafélagið leggst gegn hugmyndum um byggingu íbúðabyggðar í Viðey og telur hana geta valdið óafturkræfum náttúruspjöllum á þessari náttúruperlu. Hins vegar hvetur stjórn félagsins borgaryfirvöld til að hrinda sem fyrst í framkvæmd þeirri uppbyggingu í Viðey sem fram kom í stefnumótun sem fjórir ráðgjafahópar hafa lagt til um framtíð eyjanna á sundunum.

Innlent
Fréttamynd

Stjörnugjöf vega

Nú í sumar verður byrjað á að meta vegi landsins og þeim gefnar stjörnur í einkunn eins og bílum og hótelum. Stjörnugjöfin er þegar hafin í um tíu löndum og hefur þegar skilað þeim árangri að vegir hafa verið bættir töluvert.

Innlent
Fréttamynd

Ísland ætlar í öryggisráðið

Forsætisráðherra Íslands staðfesti á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna að Ísland myndi sækjast eftir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hætti Ísland við gætu Norðurlöndin orðið atkvæðalaus í ráðinu í sex ár.

Innlent
Fréttamynd

Dró skútu til hafnar

Björgunarskipið Björg á Rifi sótti um miðjan dag í gær franska skútu sem flækt hafði netadræsu í skrúfu hjá sér. Að sögn Landsbjargar var veður gott og sóttist björgunin vel, en skútuna hafði rekið nokkuð nærri landi þegar að var komið.

Innlent
Fréttamynd

Töluverð viðskipti með bréf ÍSB

Töluverð viðskipti hafa verið með hlutabréf Íslandsbanka á Kauphöll Íslands í morgun. Alls skiptu hlutabréf að virði 9,5 milljarðar króna um hendur en hvorki er vitað hver keypti né hver seldi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fléttulisti valinn í prófkjöri VG

Vinstrihreyfingin grænt framboð í Reykjavík ætlar að boða til prófkjörs 1. október þar sem valið verður fólk í sex efstu sæti á lista, hvort sem hreyfingin býður fram ein eða með Reykjavíkurlistanum.

Innlent
Fréttamynd

Björgunarskip náði í bilaða skútu

Björgunarskipið Björg á Rifi var kallað út um tvöleytið vegna skútu sem var með bilaða skrúfu. Björgin er á leið til hafnar með skútuna í togi, ferðin gengur vel og aðstæður eru góðar. Skútan er frönsk og í áhöfninni eru tveir.

Innlent
Fréttamynd

Hlutur hvors kyns 40%

Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Kópvogi hefur samþykkt að efna til opins prófkjörs um val á frambjóðendum fyrir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Prófkjörið verður einungis bindandi fyrir sex efstu sætin, ef lagaákvæðum flokksins um hlutfall kynja er fullnægt. Samkvæmt þeim skal hlutur hvors kyns ekki vera minni en 40%.

Innlent
Fréttamynd

Ólína fór fram á rannsókn

Ólína Þorvarðardóttir skólameistari Menntaskólans á Ísafirði hefur farið fram á það við menntamálaráðuneytið að fram fari opinber rannsókn á starfs- og stjórnunarháttum hennar við skólann.

Innlent
Fréttamynd

Breytingar á Bandaríkjaflugi

Icelandair mun fljúga til New York allan næsta vetur en síðustu tvö árin hefur ekki verið flogið til borgarinnar yfir háveturinn. Hins vegar verður gert hlé á áætlunarflugi til Minneapolis frá 9. janúar til 13. mars 2006.

Innlent
Fréttamynd

Hafa litla trú á Genfarsamningunum

Þrír af hverjum fjórum Íslendingum hafa heyrt um Genfarsamningana en Íslendingar eru samt meðal þeirra þjóða sem hafa hvað minnsta trú á því að samningarnir dugi til að vernda fólk á stríðstímum. Þetta er ein af niðurstöðum alþjóðlegrar skoðanakönnunar sem gerð var fyrir Rauða krossinn.

Innlent
Fréttamynd

Aukið fjármagn til umferðaröryggis

Stórauknu fjármagni verður á næstu fjórum árum veitt til umferðaröryggismála samkvæmt samningi sem Umferðarstofa og Ríkislögreglustjóri undirrituðu á blaðamannafundi í gær.

Innlent
Fréttamynd

RJF hópur fær liðsauka í BNA

Vonir standa til að Aron Pálmi Ágústsson, sem setið hefur í stofufangelsi í Bandaríkjunum frá 1997 og á eftir tvö ár af tíu ára fangelsisdómi, fái að koma til Íslands á næstu vikum. Þriggja manna sendinefnd RJF hópsins, sem berst fyrir frelsun Arons, heldur um miðjan næsta mánuð til Texas.

Innlent
Fréttamynd

Fjársvikafyrirtæki hóta fólki

Rukkarar erlendra fjársvikafyrirtækja hringja hiklaust í fólk heim að kvöldlagi og hóta því öllu illu ef það greiði ekki tiltekna "skuld." Fjölmargir forráðamenn íslenskra fyrirtækja hafa orðið fyrir slíkum hótunum. Samtök verslunar og þjónustu hafa sent út viðvörun

Innlent
Fréttamynd

Stefna enn á öryggisráðið

Engin breyting hefur orðið á stefnu stjórnvalda um framboð til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Fundað um myndatöku í Krísuvík

Það ræðst væntanlega á næstu klukkustundum hvort kvikmynda megi atriði í myndinni Flags of Our Fathers í Krísuvík. Í morgun hófst fundur í skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðar þar sem endanleg ákvörðun verður tekin.

Innlent