Innlent Vilja prófkjör 4. og 5. nóvember Á fundi stjórnar Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í dag, var lögð fram tillaga um að prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík verði haldin 4. til 5. nóvember næstkomandi. Innlent 13.10.2005 19:45 Fundu nýja áhættuþætti vegna teppu Nýir áhættuþættir hafa fundist fyrir langvinnri lungnateppu í samnorrænni rannsókn sem tveir íslenskir læknar á Landsspítalanum fóru fyrir. Sjúkdómurinn fer vaxandi um allan heim og eru Norðurlöndin þar engin undanteknig. Algengt er að sjúklingar með langvinna lungnateppu þurfi endurtekið að leggjast á sjúkrahús. Innlent 13.10.2005 19:45 Nauðgun kærð í Bolungarvík Lögregla í Bolungarvík og á Ísafirði hefur til rannsóknar kæru 16 ára gamallar stúlku sem segir að sér hafi verið nauðgað á kvennasalerni á unglingadansleik í veitingahúsinu Víkurbæ í Bolungarvík aðfaranótt laugardagsins 13. ágúst. Innlent 13.10.2005 19:45 Allnokkrir ótryggðir og óskoðaðir Það er nokkuð algengt að í umferðinni séu ökutæki sem eru hvorki tryggð né hafa farið í gegnum skoðun. Þetta segir upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. Innlent 13.10.2005 19:44 Spá launaskriði og verðbólgu Atvinnuleysi mældist aðeins tvö prósent í júlímánuði og hefur ekki mælst minna frá því í desember árið 2001. Bankarnir spá launaskriði og verðbólgu. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:44 Óskaplegt að sjá fólk svelta Laufey H. Helgadóttir, 82 ára Þingeyingur sem búsett er í Borgarnesi, gaf nýlega eina milljón til hjálparstarfs Rauða krossins í Níger. Í Níger ríkir nú hungursneyð og óttast er um afdrif milljóna ef svo fer sem horfir. Laufey segir það góðverk að gefa fé í svona hjálparstarf. Innlent 13.10.2005 19:45 Fylgst með heimavist á Akureyri Eftirlitsmyndavélum hefur verið komið upp víðs vegar á sameiginlegri heimavist Menntaskólans og Verkmenntaskólans á Akureyri, jafnt utanhúss sem innan. Lítil virðing er borin fyrir einkalífi framhaldsskólanema að mati íbúa heimavistarinnar. Innlent 13.10.2005 19:45 Áfram í gæsluvarðhaldi Lögreglan í Kópavogi hefur farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Phu Tién Nguyen sem handtekinn var í vor grunaður um morðið á Vu Van Phong í íbúð þess síðarnefnda þann 17. maí. Innlent 13.10.2005 19:45 Borgin tryggi starfsfólk í umönnun Stjórn Vinstri - grænna í Reykjavík skorar á borgaryfirvöld að meta umönnunarstörf í verki og tryggja að starfsfólk fáist til þeirra starfa. Lýsa vinstri - grænir yfir áhyggjum af ástandi sem skapast hefur á frístundarheimilum og leikskólum borgarinnar vegna manneklu. Innlent 13.10.2005 19:45 Borguðu ekki launatengd gjöld Þrír menn sæta ákæru vegna fyrirtækisins CRM markaðslausna ehf. sem tekið var til gjaldþrotaskipta í sumar, framkvæmdastjóri, stjórnarformaður og stjórnarmaður. Innlent 13.10.2005 19:45 Aron gæti komið í september Líklegt þykir að Aroni Pálma Ágústssyni verði sleppt úr fangelsi í Texas á næstunni. Þing Texas hefur samþykkt lausnarbeiðnina sem bíður nú undirskriftar ríkisstjórans. Ef allt gengur að óskum kemur Aron Pálmi til Íslands í september. Innlent 13.10.2005 19:44 Smygildi og skorðuð alhæfing Nýtt Tölvuorðasafn, hið fjórða í röðinni, kom út í gær. Er það mikið að vöxtum og geymir 7.700 íslensk heiti og 8.500 ensk heiti á 6.500 hugtökum. Íslenskt Tölvuorðasafn kom fyrst út 1983 og voru í því tæp 1.000 íslensk heiti á um 700 hugtökum. Innlent 13.10.2005 19:45 200 manns sagt upp á tveimur árum Um 200 manns hefur verið sagt upp hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli á síðustu tveimur árum. Í gær var síðast tilkynnt um uppsagnir þrettán starfsmanna. Í <em>Víkurfréttum</em> kemur fram að ellefu starfsmannanna komi úr snjóruðningsdeild vallarins, en mjög hefur fækkað í þeirri deild að undanförnu vegna uppsagna. Innlent 13.10.2005 19:44 Austurhöfn velur á milli bjóðenda Bjartsýnustu áætlanir gera ráð fyrir að í septemberlok verði búið að gera upp á milli bjóðenda um gerð Tónlistarrhúss og ráðstefnumiðstöðvar á hafnarbakkanum í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 19:45 Atvinnuleysi ekki minna í 4 ár Atvinnuleysi hefur ekki verið minna í fjögur ár og mælist nú tvö prósent. Bankarnir segja þenslu og verðbólgu á næsta leiti. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:45 Fjöldi ótryggðra bíla í umferðinni Tryggingafélögin hafa fellt niður rúmlega þúsund ökutækjatryggingar það sem af er árinu vegna vangoldinna gjalda. Ótryggðir bifreiðaeigendur geta þurft að greiða milljónir króna í bætur til tjónþola. Innlent 13.10.2005 19:45 Efast um niðurstöðu krufningar Verjandi Lofts Jens Magnússonar, sem gefið er að sök að hafa banað manni á veitingastaðnum Ásláki í Mosfellsbæ í desember, gagnrýnir krufningarskýrslu sem fyrir liggur í málinu. Hann vill að kvaddir verið til matsmenn til að fara yfir skýrsluna. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:45 Segir símtal ekki tengjast morði Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtal til neyðarlínu tæpum klukkutíma fyrir morðið á Hverfisgötu á laugardagsmorgunn ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt. Innlent 13.10.2005 19:44 Björn bestur í hrútaþukli Eftir harða keppni hrósaði Björn Þormóður Björnsson, bóndi og kjötmatsmaður á Ytra-Hóli í Vindhælishreppi, sigri á Meistaramótinu í hrútadómum í Sævangi á Ströndum á sunnudag. Hann hlaut meðal annars 15 skammta af hrútasæði í verðlaun. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:45 Ákærðir fyrir skattsvik Framkvæmdastjóri og tveir stjórnarmenn markaðsfyrirtækis hafa verið ákærðir af ríkislögreglustjóra fyrir skattsvik upp á sjöttu milljóna króna. Þeim er gefið að sök að láta undir höfuð leggjast að standa skil á virðisaukaskatti upp á tæplega átta hundruð þúsund krónur. Enn fremur eru þeir sakaðir um að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda upp á rétt tæplega fimm milljónir króna. Innlent 13.10.2005 19:45 Segir framkvæmdaávinning mikinn Álversframkvæmdir við Reyðarfjörð skapa tvöfalt fleiri störf en KB banki heldur fram, fullyrðir stjórnarformaður Landsvirkjunar. Hann segir þjóðhagslegan ávinning af framkvæmdunum mikinn. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:45 Lögreglan við það að missa tökin "Okkur fannst á tímabili að við værum jafnvel að missa þetta allt saman yfir okkur. Það var alveg á mörkunum," segir Geir Jón Þórisson um ástandið, sem skapaðist í miðborg Reykjavíkur eftir miðnætti á nýafstaðinni menningarnótt. Innlent 13.10.2005 19:45 Ofsakláði og útbrot eftir baðferð Tugir Íslendinga hafa fengið útbrot og ofsakláða eftir að hafa baðað sig eða buslað í Botnsvatni ofan Húsavíkur. Lirfur í vatninu fara inn í húð á fólki og rannsóknir sýna að ein tegund þeirra getur valdið taugaskemmdum í spendýrum. Innlent 13.10.2005 19:45 Segir símtal ekki tengjast morði Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtal til neyðarlínu tæpum klukkutíma fyrir morðið á Hverfisgötu á laugardagsmorgun ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt. Geir Jón segir það grafalvarlegt að ásaka lögregluna um að sinna ekki skyldum sínum eins og DV gerir. Innlent 13.10.2005 19:45 Þrír ráðnir til LHÍ Rektor Listaháskóla Íslands hefur ráðið þá Gunnar Kvaran sellóleikara, Kjartan Ólafsson tónskáld og Árna Heimi Ingólfsson tónlistarfræðing sem kennara við tónlistardeild háskólans. Gunnar verður prófessor í kammertónlist og strengjaleik, Kjartan verður prófessor í tónsmíðum og Árni Heimir dósent í tónlistarfræðum. Sérskipaðar dómnefndir fjölluðu um hæfi umsækjenda og var ráðning gerð á grundvelli mats þeirra. Innlent 13.10.2005 19:44 Opna þráðlaust net í Kringlunni Stærsta þráðlausa netsvæði fyrir almenning var opnað nú í hádeginu í Kringlunni. Og Vodafone og Kringlan standa straum af kostnaði við þjónustuna sem nær yfir um 20 þúsund fermetra svæði. Netsvæðið nær yfir öll veitinga- og kaffihús svo og alla ganga Kringlunnar. Innlent 13.10.2005 19:44 Svarar Campbell vegna hvalveiða Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur sent Ian Campell, umhverfisráðherra Ástralíu, bréf þar sem hann fræðir hann um nokkrar staðreyndir hrefnuveiða. Ástæðan er bréf sem Campell sendi Árna þar sem hann hnýtti í vísindaveiðar Íslendinga og sagði þær óþarfar. Í svarbréfinu upplýsir Árni Campell um stofnstærð hrefnunnar hér við land og bendir á að veiðarnar hafi engin áhrif þar á. Innlent 13.10.2005 19:45 Vakta staði vegna hættu á eitrun Hafin er vöktun á nokkrum stöðum við landið vegna svifþörunga sem geta valdið skelfiskseitrun. Vinsældir skelfisks hafa farið vaxandi á undanförunum árum og er hann ræktaður á nokkrum stöðum. Eins er algengt að fólk tíni sér krækling til matar í fjöru en það getur verið hættulegt. Innlent 13.10.2005 19:45 Fé í aðstoð fremur en ferðalög Laufey Helgadóttir er komin á níræðisaldur og finnst peningunum sínum betur eytt í hjálparstarf en ferðalög. Á síðustu árum hefur hún gefið háar fjárhæðir til ýmissa málefna og hún hvetur fólk til að gera slíkt hið sama. Innlent 13.10.2005 19:45 Mótmælir harðlega gjaldskrárhækkun Stjórn Reykjavíkurfélags Ungra vinstri grænna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á borgaryfirvöld í Reykjavík að draga til baka ákvörðun um gjaldskrárbreytingu á leikskólum borgarinnar. Þar segir að það sé með öllu óásættanlegt að fjölskyldur þar sem annað foreldri stundi nám verði með þessari breytingu fyrir verulegri útgjaldaaukningu, en sú aukning nemi allt að 81.180 krónum á ársgrundvelli. Innlent 13.10.2005 19:45 « ‹ ›
Vilja prófkjör 4. og 5. nóvember Á fundi stjórnar Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í dag, var lögð fram tillaga um að prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík verði haldin 4. til 5. nóvember næstkomandi. Innlent 13.10.2005 19:45
Fundu nýja áhættuþætti vegna teppu Nýir áhættuþættir hafa fundist fyrir langvinnri lungnateppu í samnorrænni rannsókn sem tveir íslenskir læknar á Landsspítalanum fóru fyrir. Sjúkdómurinn fer vaxandi um allan heim og eru Norðurlöndin þar engin undanteknig. Algengt er að sjúklingar með langvinna lungnateppu þurfi endurtekið að leggjast á sjúkrahús. Innlent 13.10.2005 19:45
Nauðgun kærð í Bolungarvík Lögregla í Bolungarvík og á Ísafirði hefur til rannsóknar kæru 16 ára gamallar stúlku sem segir að sér hafi verið nauðgað á kvennasalerni á unglingadansleik í veitingahúsinu Víkurbæ í Bolungarvík aðfaranótt laugardagsins 13. ágúst. Innlent 13.10.2005 19:45
Allnokkrir ótryggðir og óskoðaðir Það er nokkuð algengt að í umferðinni séu ökutæki sem eru hvorki tryggð né hafa farið í gegnum skoðun. Þetta segir upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. Innlent 13.10.2005 19:44
Spá launaskriði og verðbólgu Atvinnuleysi mældist aðeins tvö prósent í júlímánuði og hefur ekki mælst minna frá því í desember árið 2001. Bankarnir spá launaskriði og verðbólgu. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:44
Óskaplegt að sjá fólk svelta Laufey H. Helgadóttir, 82 ára Þingeyingur sem búsett er í Borgarnesi, gaf nýlega eina milljón til hjálparstarfs Rauða krossins í Níger. Í Níger ríkir nú hungursneyð og óttast er um afdrif milljóna ef svo fer sem horfir. Laufey segir það góðverk að gefa fé í svona hjálparstarf. Innlent 13.10.2005 19:45
Fylgst með heimavist á Akureyri Eftirlitsmyndavélum hefur verið komið upp víðs vegar á sameiginlegri heimavist Menntaskólans og Verkmenntaskólans á Akureyri, jafnt utanhúss sem innan. Lítil virðing er borin fyrir einkalífi framhaldsskólanema að mati íbúa heimavistarinnar. Innlent 13.10.2005 19:45
Áfram í gæsluvarðhaldi Lögreglan í Kópavogi hefur farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Phu Tién Nguyen sem handtekinn var í vor grunaður um morðið á Vu Van Phong í íbúð þess síðarnefnda þann 17. maí. Innlent 13.10.2005 19:45
Borgin tryggi starfsfólk í umönnun Stjórn Vinstri - grænna í Reykjavík skorar á borgaryfirvöld að meta umönnunarstörf í verki og tryggja að starfsfólk fáist til þeirra starfa. Lýsa vinstri - grænir yfir áhyggjum af ástandi sem skapast hefur á frístundarheimilum og leikskólum borgarinnar vegna manneklu. Innlent 13.10.2005 19:45
Borguðu ekki launatengd gjöld Þrír menn sæta ákæru vegna fyrirtækisins CRM markaðslausna ehf. sem tekið var til gjaldþrotaskipta í sumar, framkvæmdastjóri, stjórnarformaður og stjórnarmaður. Innlent 13.10.2005 19:45
Aron gæti komið í september Líklegt þykir að Aroni Pálma Ágústssyni verði sleppt úr fangelsi í Texas á næstunni. Þing Texas hefur samþykkt lausnarbeiðnina sem bíður nú undirskriftar ríkisstjórans. Ef allt gengur að óskum kemur Aron Pálmi til Íslands í september. Innlent 13.10.2005 19:44
Smygildi og skorðuð alhæfing Nýtt Tölvuorðasafn, hið fjórða í röðinni, kom út í gær. Er það mikið að vöxtum og geymir 7.700 íslensk heiti og 8.500 ensk heiti á 6.500 hugtökum. Íslenskt Tölvuorðasafn kom fyrst út 1983 og voru í því tæp 1.000 íslensk heiti á um 700 hugtökum. Innlent 13.10.2005 19:45
200 manns sagt upp á tveimur árum Um 200 manns hefur verið sagt upp hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli á síðustu tveimur árum. Í gær var síðast tilkynnt um uppsagnir þrettán starfsmanna. Í <em>Víkurfréttum</em> kemur fram að ellefu starfsmannanna komi úr snjóruðningsdeild vallarins, en mjög hefur fækkað í þeirri deild að undanförnu vegna uppsagna. Innlent 13.10.2005 19:44
Austurhöfn velur á milli bjóðenda Bjartsýnustu áætlanir gera ráð fyrir að í septemberlok verði búið að gera upp á milli bjóðenda um gerð Tónlistarrhúss og ráðstefnumiðstöðvar á hafnarbakkanum í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 19:45
Atvinnuleysi ekki minna í 4 ár Atvinnuleysi hefur ekki verið minna í fjögur ár og mælist nú tvö prósent. Bankarnir segja þenslu og verðbólgu á næsta leiti. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:45
Fjöldi ótryggðra bíla í umferðinni Tryggingafélögin hafa fellt niður rúmlega þúsund ökutækjatryggingar það sem af er árinu vegna vangoldinna gjalda. Ótryggðir bifreiðaeigendur geta þurft að greiða milljónir króna í bætur til tjónþola. Innlent 13.10.2005 19:45
Efast um niðurstöðu krufningar Verjandi Lofts Jens Magnússonar, sem gefið er að sök að hafa banað manni á veitingastaðnum Ásláki í Mosfellsbæ í desember, gagnrýnir krufningarskýrslu sem fyrir liggur í málinu. Hann vill að kvaddir verið til matsmenn til að fara yfir skýrsluna. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:45
Segir símtal ekki tengjast morði Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtal til neyðarlínu tæpum klukkutíma fyrir morðið á Hverfisgötu á laugardagsmorgunn ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt. Innlent 13.10.2005 19:44
Björn bestur í hrútaþukli Eftir harða keppni hrósaði Björn Þormóður Björnsson, bóndi og kjötmatsmaður á Ytra-Hóli í Vindhælishreppi, sigri á Meistaramótinu í hrútadómum í Sævangi á Ströndum á sunnudag. Hann hlaut meðal annars 15 skammta af hrútasæði í verðlaun. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:45
Ákærðir fyrir skattsvik Framkvæmdastjóri og tveir stjórnarmenn markaðsfyrirtækis hafa verið ákærðir af ríkislögreglustjóra fyrir skattsvik upp á sjöttu milljóna króna. Þeim er gefið að sök að láta undir höfuð leggjast að standa skil á virðisaukaskatti upp á tæplega átta hundruð þúsund krónur. Enn fremur eru þeir sakaðir um að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda upp á rétt tæplega fimm milljónir króna. Innlent 13.10.2005 19:45
Segir framkvæmdaávinning mikinn Álversframkvæmdir við Reyðarfjörð skapa tvöfalt fleiri störf en KB banki heldur fram, fullyrðir stjórnarformaður Landsvirkjunar. Hann segir þjóðhagslegan ávinning af framkvæmdunum mikinn. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:45
Lögreglan við það að missa tökin "Okkur fannst á tímabili að við værum jafnvel að missa þetta allt saman yfir okkur. Það var alveg á mörkunum," segir Geir Jón Þórisson um ástandið, sem skapaðist í miðborg Reykjavíkur eftir miðnætti á nýafstaðinni menningarnótt. Innlent 13.10.2005 19:45
Ofsakláði og útbrot eftir baðferð Tugir Íslendinga hafa fengið útbrot og ofsakláða eftir að hafa baðað sig eða buslað í Botnsvatni ofan Húsavíkur. Lirfur í vatninu fara inn í húð á fólki og rannsóknir sýna að ein tegund þeirra getur valdið taugaskemmdum í spendýrum. Innlent 13.10.2005 19:45
Segir símtal ekki tengjast morði Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir símtal til neyðarlínu tæpum klukkutíma fyrir morðið á Hverfisgötu á laugardagsmorgun ekki tengjast morðinu eða þeim sem þar komu við sögu á nokkurn hátt. Geir Jón segir það grafalvarlegt að ásaka lögregluna um að sinna ekki skyldum sínum eins og DV gerir. Innlent 13.10.2005 19:45
Þrír ráðnir til LHÍ Rektor Listaháskóla Íslands hefur ráðið þá Gunnar Kvaran sellóleikara, Kjartan Ólafsson tónskáld og Árna Heimi Ingólfsson tónlistarfræðing sem kennara við tónlistardeild háskólans. Gunnar verður prófessor í kammertónlist og strengjaleik, Kjartan verður prófessor í tónsmíðum og Árni Heimir dósent í tónlistarfræðum. Sérskipaðar dómnefndir fjölluðu um hæfi umsækjenda og var ráðning gerð á grundvelli mats þeirra. Innlent 13.10.2005 19:44
Opna þráðlaust net í Kringlunni Stærsta þráðlausa netsvæði fyrir almenning var opnað nú í hádeginu í Kringlunni. Og Vodafone og Kringlan standa straum af kostnaði við þjónustuna sem nær yfir um 20 þúsund fermetra svæði. Netsvæðið nær yfir öll veitinga- og kaffihús svo og alla ganga Kringlunnar. Innlent 13.10.2005 19:44
Svarar Campbell vegna hvalveiða Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur sent Ian Campell, umhverfisráðherra Ástralíu, bréf þar sem hann fræðir hann um nokkrar staðreyndir hrefnuveiða. Ástæðan er bréf sem Campell sendi Árna þar sem hann hnýtti í vísindaveiðar Íslendinga og sagði þær óþarfar. Í svarbréfinu upplýsir Árni Campell um stofnstærð hrefnunnar hér við land og bendir á að veiðarnar hafi engin áhrif þar á. Innlent 13.10.2005 19:45
Vakta staði vegna hættu á eitrun Hafin er vöktun á nokkrum stöðum við landið vegna svifþörunga sem geta valdið skelfiskseitrun. Vinsældir skelfisks hafa farið vaxandi á undanförunum árum og er hann ræktaður á nokkrum stöðum. Eins er algengt að fólk tíni sér krækling til matar í fjöru en það getur verið hættulegt. Innlent 13.10.2005 19:45
Fé í aðstoð fremur en ferðalög Laufey Helgadóttir er komin á níræðisaldur og finnst peningunum sínum betur eytt í hjálparstarf en ferðalög. Á síðustu árum hefur hún gefið háar fjárhæðir til ýmissa málefna og hún hvetur fólk til að gera slíkt hið sama. Innlent 13.10.2005 19:45
Mótmælir harðlega gjaldskrárhækkun Stjórn Reykjavíkurfélags Ungra vinstri grænna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á borgaryfirvöld í Reykjavík að draga til baka ákvörðun um gjaldskrárbreytingu á leikskólum borgarinnar. Þar segir að það sé með öllu óásættanlegt að fjölskyldur þar sem annað foreldri stundi nám verði með þessari breytingu fyrir verulegri útgjaldaaukningu, en sú aukning nemi allt að 81.180 krónum á ársgrundvelli. Innlent 13.10.2005 19:45
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti