Innlent

Fréttamynd

Davíð gefur engar yfirlýsingar

Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kvaðst fyrir fund í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í kvöld ekki ætla að gefa neinar yfirlýsingar á fundinum um framboð til formanns á landsfundi flokksins í næsta mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Segir ferjusiglingar leggjast af

Ríkið hættir að taka þátt í ferjusiglingum yfir Breiðafjörð innan fimm ára. Framkvæmdastjóri Sæferða segir ferjusiglingar yfir fjörðinn munu leggjast af í kjölfarið. Bæjarstjóra Vesturbyggðar hugnast breytingarnar ekki og telur þær skaða sveitafélagið miðað við óbreytt ástand.

Innlent
Fréttamynd

Skar sig á púls

Óskað var aðstoðar sjúkraliðs og lögreglu í húsi í Njarðvík vegna manns með slagæðablæðingu laust eftir klukkan hálf tólf á sunnudagskvöldið. Að sögn lögreglu hafði maður verið að opna kassa með hnífi, en slysast til að stinga honum í handlegginn á sér og skarst við það á púls. 

Innlent
Fréttamynd

Lögregla leitar brennuvargs

Lögreglan í Reykjavík svipast um eftir brennuvargi eftir ítrekaða íkveikju í iðnaðarhúsnæði við Fiskislóð, að morgni sunnudags og mánudags. Þá er talið líklegt að kveikt hafi verið í pappakössum sem geymdir voru í kyndiklefa í Melabúðinni aðfaranótt sunnudags.

Innlent
Fréttamynd

Banaslys við Vagnhöfða

Ungur maður lést í vinnuslysi að Vagnhöfða skömmu eftir hádegi í gær eftir að hann féll ofan í sandsíló

Innlent
Fréttamynd

Vætusamt sumar

Sumarið var fremur rýrt að gæðum sé tekið mið af úrkomu og veðri um helgar og fengu ferðalangar á Vesturlandi til að mynda ekki eina einustu þurru helgi.

Innlent
Fréttamynd

Vilja svör um öryggisráðið

Þetta mál er ekki búið að gera upp endanlega og því stendur umsóknin enn. Við vinnum enn í málinu," segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra um aðildarumsókn Íslands að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Innlent
Fréttamynd

Framhaldsákæra kom of seint

Lögfræðingar þriggja sakborninga í máli ríkislögreglustjóra á hendur feðgunum Sveini R. Eyjólfssyni og Eyjólfi Sveinssyni og átta öðrum fóru í gær fram á að framhaldsákæru sem lögð var fram í málinu yrði vísað frá.

Innlent
Fréttamynd

Kjósa um verkfall

Stjórn SFR ákvað í morgun að efna til atkvæðagreiðslu dagana sjöunda til tólfta september um verkfall SFR félaga sem starfa hjá Samtökum fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Ekki hefur tekist að ganga frá nýjum kjarasamningi fyrir SFR félaga sem starfa hjá þessum fyrirtækjum þrátt fyrir sex mánaða samningaþóf.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um íkveikju

Grunur leikur á að kveikt hafi verið í á tveimur stöðum í höfuðborginni í gær og aðfaranótt sunnudags. Eldur kviknaði fyrst í Melabúðinni og nokkrum klukkustundum síðar í iðnaðarhúsnæði við Fiskislóð, þar sem brotist hafði verið inn.

Innlent
Fréttamynd

Harkalega ádrepa á ríkisstjórnina

Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir ríkisstjórnarflokkunum ekki hafa verið greidd atkvæði með því markmiði að þeir rústuðu atvinnulíf í heilum landshlutum eins og þeir hafi gert.

Innlent
Fréttamynd

Grunað par vill lögfræðiaðstoð

Parið sem grunað er um að hafa myrt athafnamanninn Gísla Þorkelsson í Suður-Afríku, Desireé Oberholzer 43 ára og Willi Theron 28 ára, hefur lagt fram beiðni um að fá lögfræðiaðstoð. Þau voru leidd fyrir dómara í gær, en að sögn Andys Pieke talsmanns lögreglu í Boksburg í Suður-Afríku gerðist ekki annað en málinu var frestað um sinn. 

Innlent
Fréttamynd

Skerpt á reglum

Landlæknir hefur skerpt á reglum sjúkrahúsa um að tilkynna óvænt dauðsföll til lögreglunnar. Það var gert í kjölfar þess að barn dó eftir legvatnsástungu á Landspítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja ekki unglingafangelsi

Ungur piltur sem ásamt fjórum öðrum rændi starfsmanni Bónuss á Seltjarnarnesi, hefur komið við sögu fjölda afbrotamála. Einungis fimmtán ára sat hann í gæsluvarðhaldi í fjörutíu daga. Þá var hann einnig úrskurðaður í gæsluvarðhald nokkrum dögum fyrir sextán ára afmælið sitt í mars.

Innlent
Fréttamynd

Búa sig undir breytingar

Landsbankamenn búast við grundvallarbreytingum á evrópskum fjármálamarkaði og vilja vera undir þær búnar. Þeir hafa keypt alþjóðlegt verðbréfafyrirtæki og ætla að byggja fjárfestingabanka á grunni þess.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tveir slösuðust við Kárahnjúka

Tveir starfsmenn ítalska verktakarisans Impregilo slösuðust við vinnu sína við Kárahnjúkastíflu um kvöldmatarleytið í gær og sagði lögregla meiðsl beggja manna alvarleg.

Innlent
Fréttamynd

Landsbankinn fjárfestir erlendis

Landsbankinn hefur keypt franska verðbréfabankann Kleper. Heildarviðskipti vegna kaupanna hljóða upp á sjö komma tvo milljarða íslenskra króna, en Landsbankinn hefur keypt áttatíu og eitt prósent hlutafjár franska bankans og tryggt sér kaup á nítján prósentum til viðbótar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Líkur á gjaldeyriskreppu aukast

Stórfelld útgáfa erlendra spákaupmanna á skuldabréfum í íslenskum krónum getur leitt til gengishruns með hættu á óðaverðbólgu ef Seðlabankinn lækkar vexti snögglega. Þannig hafa líkurnar á gengisfalli og gjaldeyriskreppu aukist verulega. Hagfræðingur KB banka segir að þetta gæti gert Seðlabankanum erfiðara um vik við að lækka vexti þótt efnahagsástandið kallaði eftir því.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Engin lög brotin gagnvart SKY

"Það fæst engin staðfesting á því hjá SKY sjónvarpsstöðinni að áskriftum hér á landi hafi verið sagt upp og niðurstaðan er sú að engin lög séu brotin," segir Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður sem kom að gerð úttektar vegna hótana Smáís, samtaka myndrétthafa á Íslandi, að láta loka fyrir aðgang Íslendinga að áskriftarsjónvarpi SKY.

Innlent
Fréttamynd

Fangi kærir gæsluvarðhaldsúrskurð

Maður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í rúma fjóra mánuði fyrir að hóta og ráðast á prófessor í réttarlæknisfræði í mars, var í gær úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald, til 30. september.

Innlent
Fréttamynd

Skemmdarvarga leitað á Selfossi

Vegfarandi á Selfossi tilkynnti um eld í blaðabunka við aðalinngang Fjölbrautaskóla Suðurlands um miðnætti á sunnudagskvöld. Lögregla segir að fundist hafi eldspýta í blaðabunkanum og telur að kveikt hafi verið í.

Innlent
Fréttamynd

Ölvaður kveikti í rusli

Ölvaður maður kveikti í rusli við skemmtistaðinn Prövdu í Austurstræti í Reykjavík skömmu fyrir klukkan þrjú aðfararnótt mánudags. Maðurinn var handtekinn skammt frá og stóð til að yfirheyra hann í gærdag.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt samskiptatæki fyrir farsíma

Og Vodafone og Research in Motion (RIM) hafa ákveðið að bjóða farsímanotendum Og Vodafone á Íslandi samskiptatækið BlackBerry frá Vodafone. Og Vodafone, sem er samstarfsaðili Vodafone Group Plc., hefur einkarétt á Blackberry Vodafone vörumerkinu hér á landi og mun bjóða viðskiptavinum sínum BlackBerry 7290 og BlackBerry 7100v.

Innlent
Fréttamynd

Hefur ekki lokið BA-prófi

Gísli Marteinn Baldursson, sem sækist eftir að verða borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, er ekki með BA próf í stjórnmálafræði, eins og hann heldur fram í bókinni Samtíðarmenn. Gísli Marteinn segir þetta eiga sér eðlilegar skýringar.

Innlent
Fréttamynd

Ræddu um ofbeldi á Norðurlöndum

Eru Norðurlöndin griðastaður fyrir ofbeldismenn? Um þetta var spurt á tveggja daga norrænni ráðstefnu sem regnhlífarsamtökin Norrænar konur gegn ofbeldi héldu í Reykjavík um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Fagnar vilja fjölskyldunefndar

Stefán Jón Hafstein, formaður menntasviðs Reykjavíkurborgar, fagnar því að fjölskyldunefnd ríkisstjórnarinnar skuli vilja skoða hag barnafólks frá því að fæðingarorlof lýkur við níu mánaða aldur þar til börnin fái pláss á leikskóla við átján mánaða aldur.

Innlent
Fréttamynd

Framkvæmdastjóri ráðinn á næstunni

Á næstunni ræðst hver verður nýr kaupfélagsstjóri á Akureyri. Stjórn KEA mun koma saman síðdegis á morgun til þess að fjalla um ráðningu nýs framkvæmdastjóra. Umsækjendur um starfið eru á milli 70 og 80 en umsóknarfrestur rann út 27. ágúst.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dögg kjörin formaður UVG

Dögg Proppé Hugosdóttir var kosin formaður Ungra vinstri grænna á aðalfundi félagsins um helgina. Áður gegndi Dögg embætti varaformanns félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í húsnæði við Fiskislóð

Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan hálfsjö í morgun vegna bruna í atvinnuhúsnæði við Fiskislóð í Reykjavík. Var útlit fyrir að um stórbruna væri að ræða. Þykkan, svartan reykjarmökk lagði út um allar dyr og glugga en húsnæðið er einungis einn geimur, að hluta til á tveimur hæðum.

Innlent